Þetta kemur fram í léttri færslu Röggu á samfélagsmiðlinum Facebook, þar sem Ragga gerir góðlátlegt grín að málinu öllu saman. Ragga hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir ráðleggingar sínar er varða bæði heilsu og andlega heilsu landsmanna.
„Það er ákveðinn skellur þegar 44 ára kona hangir með 33 ára gömlum besta vini sínum og ung stúlka sem hann þekkir spyr: „Helgi, er þetta mamma þín?“ skrifar Ragga á léttum nótum í færslunni sem vakið hefur mikla athygli.
Margir leggja orð í belg við færsluna sem rúmlega fimm hundruð manns hafa brugðist við. Segjast margir hafa lent í því nákvæmlega sama og Ragga, það er að segja vera spurð að því hvort þau séu foreldri einhvers sem er á svo gott sem sama aldri og þau.