Ekki boðlegt að börn séu í „gettó-umhverfi“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 8. ágúst 2024 19:10 Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Stefán Það er ekki boðlegt að börn séu í leikskóla í „gettó-umhverfi“ að sögn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Verkefnisstjóri segir aftur á móti að gengið hafi vonum framar að umbreyta skrifstofuhúsnæði í leikskóla áður en skólastarf hefst í næstu viku. Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Í Ármúlanum innan um verslanir og malbik hefur gömlu skrifstofuhúsnæði verið breytt í leikskóla á um tveimur vikum. Borgaryfirvöld neyddust til að grípa til þessara ráðstafanna eftir að mistök við framkvæmdir á Brákarborg urðu til þess að sprungur mynduðust í veggjum og það metið sem svo að húsnæðið væri ekki öruggt undir starfsemina. Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan en þar er einnig rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. Bjart og opið húsnæði Halla H Hamar, teymisstjóri Reykjavíkurborgar í nýbyggingadeild og verkefnisstjóri, segir verkefnið í Ármúla hafa gengið vonum framar. „Húsnæðið í rauninni er mjög bjart og opið og við komum að þessu í svona frekar bagalegu ástandi en við erum búin að gera mjög margt á mjög stuttum tíma.“ Búið er að mála allt hátt og lágt, pússa og lakka gólfið, tryggja helstu öryggisatriði og reisa nýjan leikvöll. Að sögn Höllu verður allt tilbúið á mánudaginn þegar skólastarf hefst. „Þá voru setta ofnahlífar á alla ofna og klemmuhlífar á allar hurðar og svo var maður bara alltaf að horfa á rýmið með því tilliti að það væru litlir puttar. Ég er allavega mjög jákvæð. Þetta snýst um starfsfólkið að það upplifi þetta vel og að börnin fái góða lendingu.“ Ekki boðlegt fyrir börn Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að húsnæðið hæfi ekki börnum og hvetur meirihlutann til að leysa úr þessum vanda sem allra fyrst. „Brákarborg er ekki boðleg fyrir börn að vera í. Hver ber ábyrgðina? Á endanum er það náttúrulega stjórnsýslan og borgarstjórn. Það er að segja við getum farið í þessa athugun og skoðað hver gerði einhver ákveðin mistök en á endanum þá er það Borgarstjóri. Það er bara það eina sem við getum gert er að halda þeim við efnið, ýta á þau. Þannig að þau klári og börnin komist sem fyrst inn á alvöru leikskóla en séu ekki hérna í einhverju gettó-umhverfi.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Leikskólar Börn og uppeldi Borgarstjórn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira