Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu en með sáttinni lýkur rannsókn stofnunarinnar á Hreyfli.
Þá mun Hreyfill samkvæmt sáttinni einnig gera aðrar nauðsynlegar breytingar, annars vegar á samþykktum félagsins og hins vegar á stöðvarreglum þess með það að leiðarljósi að tryggja samræmi við þær skyldur sem hvíli á Hreyfli samkvæmt samkeppnislögum að því er segir í tilkynningunni.
Líkt og áður segir hófst málið með kvörtun Hopp leigubíla ehf. þar sem kvartað var undan framangreindri háttsemi Hreyfils. Vegna þeirrar kvörtunar tók eftirlitið bráðabirgðaákvörðun í júlí í fyrra sem kveður á um “sennilegt brot brot Hreyfils svf. gegn samkeppnislögum“ og Hreyfli gert að láta af umræddri háttsemi sem ítarlega er rakin í bráðabirgðaákvörðuninni.
Þá beinir Samkeppniseftirlitið þeim tilmælum til leigubifreiðastöðva sem starfa á Íslandi „að gæta að því að samningar þeirra við leigubifreiðastjóra feli ekki sér ólögmætar samkeppnishindranir.”
Sáttina í heild sinni má lesa hér.