KR tapaði 3-0 á móti Íslandsmeisturum Víkings á Meistaravöllum í gær og hefur þar með aðeins náð í tíu stig úr ellefu heimaleikjum sínum í Bestu deildinni í sumar.
Tveir sigrar og fimm töp í ellefu leikjum. Jafnteflin eru fjögur. Markatalan er fimm mörk í mínus eða 18-23.
KR er tveimur stigum á eftir liðunum í næstsíðasta sæti.
Vestri er með 12 stig á heimavelli í sumar alveg eins og Fylkir en Fylkismenn eiga einn heimaleik eftir.
Einu sigrar KR á heimavelli í sumar komu á móti FH 12. ágúst (1-0) og á móti ÍA 1. september (4-2). Liðið tapaði heimaleikjum sínum á móti Fram (0-1), Breiðabliki (2-3), HK (1-2), Val (3-5) og Víkingi (0-3).
Liðið náði í eitt stig í leikjum á móti Vestra (2-2), Fylki (2-2), Stjörnunni (1-1) og KA (2-2).
- Stig liða á heimavelli í Bestu deildinni 2024:
- 1. Víkingur R. 26 stig
- 2. Breiðablik 23 stig
- 3. Valur 21 stig
- 4. Stjarnan 20 stig
- 5. ÍA 18 stig
- 6. Fram 16 stig
- 7. FH 16 stig
- 8. KA 15 stig
- 9. HK 13 stig
- 10. Fylkir 12 stig
- 11. Vestri 12 stig
- 12. KR 10 stig