Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 29. október 2024 13:15 Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Börn og uppeldi Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Sjá meira
Afstaða mótmælir harðlega fyrirhugaðri neyðarvistun fyrir börn á lögreglustöðinni í Hafnarfirði, sem hefur verið kynnt af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálaráðherra. Afstaða telur að vistun barna á lögreglustöð gangi gegn 37. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins sbr. lög nr. 19/2013. Einnig 1. mgr. 3. gr. samningsins sem felur í sér sérstakan rétt barna til verndar og þá grundvallarreglu að það sem barni sé fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stofnanir á vegum hins opinbera, dómstólar eða löggjafinn gera ráðstafanir sem varðar börn. Á grundvelli þess hefur Afstaða ákveðið að beina kvörtun um fyrirætlan barnamálaráðherra til OPCAT-eftirlits umboðsmanns Alþingis. Neyðarvistun barna á lögreglustöðvum gengur gegn grundvallar mannréttindum barna. Rannsóknir hafa sýnt að vistun barna í lögregluumhverfi getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir sálræna og félagslega velferð þeirra. Börn eiga rétt á öruggu og stuðningsfullu umhverfi, ekki að vera undir áhrifum þess að vera í fangelsi eða öllu heldur “æfingabúðum” fyrir fangavist. Að vista börn á lögreglustöðvum er ekki lausn. Þvert á móti, það getur dýpkað vandamálin sem þau þegar glíma við. Við þurfum að þróa úrræði sem stuðla að velferð barna, en ekki setja þau í óöryggi og mannskemmandi aðstæður. Afstaða kallar eftir því að barnamálaráðherra endurskoði þessa aðgerð og leiti að valkostum sem hafa í för með sér betri lausnir fyrir börn, eins og að fjárfesta í samfélagslegum úrræðum sem veita stuðning og ráðgjöf á jafningagrundvelli og öruggt umhverfi. Við hvetjum alla aðila til að koma saman í þessari mikilvægu umræðu um velferð barna í okkar samfélagi og sameinast gegn þessum áformum og finna betri lausn. Lausnin þarf samt að koma strax. Höfundur er formaður Afstöðu.
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar