Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. nóvember 2024 00:05 Young Thug uppi á sviði Vísir/Getty Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis. Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar þar sem hann hefði þurft að verja fimm innan veggja fangelsis en Paige Whitaker dómari mildaði dóminn svo að sá tími sem rapparinn hefur þegar varið í fangelsi dygði. Young Thug, sem heitir réttu nafni Jeffery Lamar Williams, var þó dæmdur til fimmtán ára skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Auk þessa setti dómarinn honum ýmisleg skilyrði. Þeirra á meðal eru þau að honum verði ekki heimilt að ferðast til heimaborgar sinnar Atlanta eða eiga í samskiptum við grunaða þátttakendur í skipulagðri glæpastarfsemi þar í borg. Honum verður einnig gert að sinna samfélagsþjónustu. „Ég tek fulla ábyrgð á glæpum mínum. Ég veit hvað ég hef fram að færa og ég veit hver ég er. Ég veit hve langt ég hef komist og ég er meðvitaður um þau áhrif sem ég hef á fólkið í nærumhverfi mínu,“ sagði Young Thug áður en dómurinn var upp kveðinn samkvæmt NBC. Jeffery Lamar Williams er 33 ára gamall og hefur setið í fangelsi í heimafylki hans Georgíu síðan í maí ársins 2022. Hann var handtekinn vegna gruns um að plötuumboð hans væri í raun meintu glæpasamtökin Young Slime Life. Meðlimir þeirra eru grunaðir um fjöldann allan af glæpum, þess á meðal morð, sölu á fíkniefnum og bílaþjófnað. Málið sem hefur lengi vakið athygli sökum frægðar Williams er það sakamál sem lengstan tíma hefur tekið að ná niðurstöðu í í sögu Georgíufylkis.
Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira