Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. nóvember 2024 19:01 Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur um tíu ára skeið leitað að börnum sem eru týnd. Vísir/Einar Það sem af er ári hefur lögreglu borist mun fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra. Framkvæmdastjóri Barnaverndar segir málin þar harðari en áður og að neysla ungmenna hafi aukist. Þá skorti úrræði og við því þurfi að bregðast. Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“ Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Í hverjum mánuði berast Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu beiðnir um að leita að týndum ungmennum en Guðmundur Fylkisson lögreglumaður hefur sérhæft sig í verkefninu. Börnin hafa ýmist ekki skilað sér heim, strokið að heima eða úr úrræðum þar sem þau hafa verið vistuð. „Það sem af eru þessu ári eru beiðnirnar orðnar um tvö hundruð tuttugu og þrjár fjórar eitthvað svoleiðis sem er meira heldur en allt árið í fyrra og árið þar áður voru þær hundrað og fimmtíu. Síðustu þrjá mánuði það er að segja ágúst, september, október voru þær eitt hundrað og ellefu.“ Börnin sem Guðmundur hefur leitað að eru allt niður í tíu ára en flest þó þrettán til átján ára. Hluti þeirra glímir við fíknivanda en Guðmundur segir nokkuð um að ungmennin noti lyfseðilsskyld lyf eins og oxycontin. Þá sjáist nú meiri áfengisneysla ungmenna en áður. Beiðni um leit að ungmennum kemur til Guðmundar í gegnum barnaverndaryfirvöld. Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að bregðast þurfi við stöðunni sem er uppi.Vísir/Einar „Við erum að fást við að okkar mati hérna hjá Barnavernd Reykjavíkur grafalvarlega stöðu. Málin eru orðin harðari. Við sjáum alvarlegri ofbeldistilkynningar. Við erum að sjá aukningu í neyslu og sömu krakkarnir sem eru að koma aftur og aftur upp atvik með. Við erum ekki að ná utan um það að stoppa neysluna með þessum fáu úrræðum sem við höfum eins og staðan er í dag,“ segir Elísa Ragnheiður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Þá þurfi ungmennin oft að bíða lengi eftir að komast að. „Sjö til átta mánuðir er mjög algengur tími sem þú ert að bíða eftir meðferðarúrræði.“ „Við þurfum að grípa til aðgerða“ Guðmundur telur að bregðast þurfi við þessum skorti á úrræðum fyrir ungmennin. „Ég hef eins og aðrir miklar áhyggjur af þessum skorti á úrræðum fyrir þau sem þurfa lengri úrræði. Þegar ég byrjaði þá voru úrræðin þannig að þau fengu að vera í lengri tíma. Þau eru að fá að vera í svo skamman tíma í dag og svo hitt að það vantar úrræði.“ Elísa segir breytingu hafa orðið á meðferðarúrræðum í boði. „Þeim hefur fækkað núna bara síðasta árið þvert á svona það sem að lagt var upp með þegar að farsældarlögin voru sett og þeirri vinnu allri hrundið á stað. Þannig að þetta er vandinn og á meðan við erum að bíða með ungling þá getur það að þurfa að bíða í tvo mánuði versus það að bíða í átta mánuði bara skipt mjög miklu með það hvernig vandinn þeirra þróast.“ Mikilvægt sé að bregðast við stöðunni sem upp er komin og fjölga úrræðum sem fyrst. „Það er ekki hægt að bíða lengur. Það gengur ekki upp. Við verðum að fara að grípa til aðgerða.“
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Lögreglan Lögreglumál Meðferðarheimili Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira