Handbolti

Arnar og Elvar á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Elvar Örn Jónsson er í stóru hlutverki hjá Melsungen sem er á toppi þýsku deildarinnar.
Elvar Örn Jónsson er í stóru hlutverki hjá Melsungen sem er á toppi þýsku deildarinnar. Getty/Swen Pförtner

Melsungen, lið landsliðsmannanna Arnars Freys Arnarssonar og Elvars Arnar Jónssonar, er nú eitt á toppi þýsku 1. deildarinnar í handbolta.

Melsungen hefur unnið tíu af fyrstu tólf leikjum sínum og er núna með tveggja stiga forskot á Hannover sem er í 2. sæti og á leik til góða.

Melsungen vann stórsigur gegn Flensburg í kvöld, 33-24, eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik. Flensburg er í 4. sæti deildarinnar og er núna þremur stigum á eftir Melsungen eftir tólf leiki.

Melsungen jafnaði sig því fljótt eftir naumt tap gegn Eisenach í síðustu umferð.

Elvar skoraði þrjú marka Melsungen í kvöld en Arnar Freyr var ekki á meðal markaskorara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×