„Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Atli Ísleifsson skrifar 10. desember 2024 12:57 Varan verður aftur komin í íslenskar verslanir í byrjun desember. General Mills „Gamla góða“ Cocoa Puffs er aftur á leið í verslanirá Íslandi eftir nokkurra ára hlé. Varan verður flutt beint frá Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan og Olsen. Þar segir að sögn framleiðandans vestanhafs, General Mills, hafi öllum hindrunum nú verið rutt úr vegi og munu íslenskir neytendur því aftur geta gætt sér á hinu eina sanna súkkulaði-morgunkorni strax í byrjun desember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðr, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness settu sölustöðvun á morgunkornið 22. september árið 2022. Ástæðan var sögð óleyfileg litarefni, E160b, sem framleiðandinn hafði bætt við og stóðst ekki Evrópulöggjöf. Haft er eftir Davíð Hansson Wíum, markaðsstjóra Nathan og Olsen, að hann fagni tíðindunum enda fái hann reglulega fyrirspurnir, bæði frá verslunum og unnendum Cocoa Puffs, um hvenær pakkarnir góðkunnu gætu mögulega birst aftur í búðarhillum. „Við gerðum líka tilraun með innflutning á Cocoa Puffs pökkum sem voru framleiddir í Evrópu eftir annarri uppskrift og það gekk ekki nægilega vel enda bragðið og áferðin öðruvísi en fólk átti að venjast. Íslendingar þekkja sitt Cocoa Puffs og þess vegna hlökkum við til að færa þeim þetta ekta gamla góða aftur sem allra fyrst“. Óhætt er að fullyrða að margir Íslendingar muni rifja upp gamlar góðar stundir með Cocoa Puffs um jólin - þótt eflaust muni margir freistast til að kíkja í pakkann eitthvað fyrr Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nathan og Olsen. Þar segir að sögn framleiðandans vestanhafs, General Mills, hafi öllum hindrunum nú verið rutt úr vegi og munu íslenskir neytendur því aftur geta gætt sér á hinu eina sanna súkkulaði-morgunkorni strax í byrjun desember. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðr, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness settu sölustöðvun á morgunkornið 22. september árið 2022. Ástæðan var sögð óleyfileg litarefni, E160b, sem framleiðandinn hafði bætt við og stóðst ekki Evrópulöggjöf. Haft er eftir Davíð Hansson Wíum, markaðsstjóra Nathan og Olsen, að hann fagni tíðindunum enda fái hann reglulega fyrirspurnir, bæði frá verslunum og unnendum Cocoa Puffs, um hvenær pakkarnir góðkunnu gætu mögulega birst aftur í búðarhillum. „Við gerðum líka tilraun með innflutning á Cocoa Puffs pökkum sem voru framleiddir í Evrópu eftir annarri uppskrift og það gekk ekki nægilega vel enda bragðið og áferðin öðruvísi en fólk átti að venjast. Íslendingar þekkja sitt Cocoa Puffs og þess vegna hlökkum við til að færa þeim þetta ekta gamla góða aftur sem allra fyrst“. Óhætt er að fullyrða að margir Íslendingar muni rifja upp gamlar góðar stundir með Cocoa Puffs um jólin - þótt eflaust muni margir freistast til að kíkja í pakkann eitthvað fyrr
Verslun Matvöruverslun Tengdar fréttir Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27 Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Sjá meira
Cocoa Puffs og Lucky Charms aftur leyfilegt Sölustöðvun heilbrigðiseftirlita á morgunkorninu Cocoa Puffs og Lucky Charms hefur verið aflétt. Úrskurðanefnd matvælaráðuneytisins úrskurðaði þetta þann 18. ágúst síðastliðinn. 28. ágúst 2023 15:27