Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar 5. janúar 2025 16:59 Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Óska ber nýrri ríkisstjórn velfarnaðar. En stjórnin hefur nú hafið sín störf með því að leggja áherslu á aukinn sparnað og hagræðingu hjá hinu opinbera. Það vekur mann óhjákvæmilega til umhugsunar. Staðreyndin er sú að opinber þjónusta í landinu sætti miklum niðurskurði fjárlaga eftir bankahrunið 2008, og sá niðurskurður var ekki bættur nema að hluta til þegar betur fór að ára. Við hafa tekið fjárlagaár aðhalds og hagræðingarkröfu á hendur opinberra stofnana til þessa dags. Afleiðingar niðurskurðar og aðhalds birtast í mikilli innviðaskuld. Sú skuld kemur fram á fimm megin sviðum. Í fyrsta lagi hefur þrengt að rekstri heilbrigðisstofna í landinu, sem birtist í ónógri mönnun í opinberri heilbrigðisþjónustu, miklu álagi opinberra heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuleysi og vaxandi biðtíma almennings eftir heimsóknum og viðtölum. Í öðru lagi er skólakerfið aðþrengt, og þá sérstaklega þegar kemur að verkmenntun og háskólamenntun, eins og samanburðarathuganir hafa sýnt. Enn vantar mikið uppá að fjárveitingar til verknáms og fjárveitingar til háskólamenntunar og háskólarannsókna jafnist á við meðaltal OECD, að ekki sé talað um önnur Norðurlönd. Ástandið bitnar á gæðum verknáms og útskriftum verknámsnema, sem mikil þörf er á, og bitnar einnig á mönnun og gæðum háskólastarfs í landinu og faglegum undirbúningi háskólanemenda til starfa. Í þriðja lagi er samgöngukerfið fjársvelt. Þjóðvegakerfið er fyrst og fremst ein akgrein í hvora átt, víðast án nauðsynlegra vegaxla, og er bundið þunnri vegklæðningu sem vitað er að þolir ekki álag þungrar umferðar og jafnvel ekki álag íslensks veðurs. Þá er viðhaldi vegakerfisins víða ábótavant. Í fjórða lagi má nefna að í félagslega kerfinu hefur verið gengið hart fram gagnvart þjónustuþegum og lágmarksbætur hafðar undir lægstu tekjum. Í ofanálag hafa bæturnar ekki verið hækkaðar í samræmi við almenna launaþróun. Félagslega kerfið líður einnig vegna langvarandi biðtíma umsækjenda eftir félagslegri aðstoð og hjálp. Loks er að nefna menninguna og þá hef ég einkum í huga okkar kristnu menningu og kirkjulegu starfsemi. Niðurskurður sóknargjalda eftir bankahrunið var vel umfram annan niðurskurð innan þáverandi dóms- og kirkjumálaráðuneytis. Ráðuneytið hefur síðan staðið að vaxandi niðurskurði á skilum sóknagjalda til safnaða þjóðkirkjunnar og nema skilin nú einungis um helmingi þess sem kveðið er á um í 2. grein laga um sóknargjöld. Þessi framgangur stjórnvalda hefur bitnað illa á öllu mannræktar- og menningarstarfi sem fram hefur farið á vegum safnaða kirkjunnar í landinu. Farsælast væri nýrri ríkisstjórn að snúa sér sem fyrst að þeirri innviðaskuld í heilbrigðis-, mennta-, samgöngu-, félags- og menningarmálum sem íslenska þjóðin stendur frammi fyrir. Í því sambandi þarf að huga vel að tekjugrunni hins opinbera og tryggja að allir beri þar sanngjarnan hlut. Réttur og krafa almennings til velferðar er undir því komin að þessi innviðaskuld sé greidd niður. Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun