Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. janúar 2025 12:22 Gíslarnir fjórir voru kvenhermenn í Ísraelsher. AP Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða. Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Gíslarnir fjórir eru konur sem hafa verið í haldi Hamas frá 7. október 2023, þegar samtökin gerðu hryðjuverkaárás á tónlistarhátíð í Ísrael. Aðgerðin er hluti af vopnahléssamning sem Ísrael og Hamas samþykktu í síðustu viku. Skiptin eru hluti af fyrsta fasa vopnahlésins, sem miðar að því að binda endi á átökin á Gasa. Frá því að vopnahléssamningurinn tók gildi hafa ein slík skipti farið fram en þremur gíslum var sleppt úr haldi Hamas og í leið níutíu palestínskum föngum úr haldi Ísraels síðasta sunnudag. Í samkomulaginu um skipti dagsins fólst einnig lausn fimmta gíslsins en sem fyrr segir var einungis fjórum sleppt úr haldi í dag. Reuters hefur eftir talsmanni Ísraelshers að með þessu hafi Hamas brotið samkomulagið. Samtökin segja aftur á móti um tæknileg vandræði að ræða en ekki liggur fyrir hvers vegna fimmta gíslinum var ekki sleppt í dag. Búist er við að enduruppbygging á Gasa komi til með að taka mörg ár. Myndin er tekin í borginni Rafa, þar sem Ísraelsher hefur gjöreyðilagt göturnar með árásum sínum. AP Þá hefur Reuters eftir Hamas að búist sé við að tvö hundruð föngum verði sleppt úr haldi Ísraela í dag. Af þeim verði sjötíu vísað aftur til heimalands síns. Samkvæmt áætlun á fyrsti fasi vopnahlésins að taka sex vikur. Hann felur í sér lausn 33 ísraelskra gísla úr haldi Hamas og um 1900 palestínskra fanga úr haldi Ísraels. Fyrirhugað er að annar fasi vopnahlésins hefjist í byrjun febrúar, í miðjum fyrsta fasa. Hann felur í sér lausn allra gísla úr haldi Hamas og að Ísraelsher láti af hernaði á Gasa að fullu. Þriðji og síðasti fasinn felur í sér að Hamas afhendi líkamsleifar gísla sem létust í haldi þeirra og enduruppbyggingu á Gasa. Búist er við að sá fasi taki mörg ár. Hátt í fimmtíu þúsund Gasabúar hafa verið drepnir frá því í október 2023, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Um 1200 manns létu lífið í hryðjuverkaárásum Hamas í byrjun október 2023 og 251 var tekinn í gíslatöku.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira