Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar 6. febrúar 2025 07:04 Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Í dag, 6. febrúar, fögnum við Degi leikskólans, líkt og gert hefur verið um langt árabil. Á þessum merkisdegi í sögu leikskólans stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök fyrir 75 árum. Stofnun samtakanna árið 1950 markaði upphaf þeirrar baráttu sem enn er til staðar, að efla og styrkja starf leikskóla og um leið að vekja athygli á mikilvægi hans. Á Degi leikskólans gefst tækifæri til að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og heiðra kennara og annað starfsfólk skólana fyrir það faglega og metnaðarfulla starf sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum. Um leið minnir dagurinn á að leikskólinn er undirstaða þess að börn og ungmenni þroskist og dafni á allri sinni skólagöngu. Þar er lagður mikilvægur grunnur að félags-, tilfinninga-, vitsmuna-, mál- og hreyfiþroska barna. Þar fá börn tækifæri til að þroskast í gegnum leik og öðlast færni sem fylgir þeim allt lífið. Í leikskóla þróa börn með sér félagslega færni, þau læra að eiga í samskiptum við aðra, leika sér með öðrum, deila, taka tillit til annarra og leysa ágreining. Í leikskóla læra börn að skilja og tjá tilfinningar sínar og tilfinningar annarra. Með öðrum orðum hjálpar leikskólastarf börnum að byggja upp heilbrigð tengsl og sambönd við aðra. Leikskólinn er einnig vettvangur fyrir börn til að kynnast menningu og því samfélagi sem þau búa í auk þess sem þau kynnast mikilvægi inngildingar og jafnréttis. Í leikskóla fá börn tækifæri til að efla sjálfstæði sitt og sjálfstraust. Þau kynnast nýjum áskorunum og öðlast nýja færni; þroska og efla ímyndunarafl sitt og sköpunargáfu og þjálfast í lausnaleit og ákvarðanatöku sem styrkir þau og gerir þau öruggari við að takast á við nýjar aðstæður. Það gefur auga leið að allt þetta þroskaferli og lærdómur verður ekki til í tómarúmi. Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn. Starf kennara er afar fjölbreytt og gegnir það lykilhlutverki í uppvexti, þroska og námi barna. Það er kennarinn sem skipuleggur og leiðbeinir í gegnum leik, listsköpun, tónlist, útiveru og hreyfingu. Það er kennarinn sem fylgist með þroska hvers barns og veitir stuðning við þau sem þurfa á því að halda og hvetur áfram. Það er kennarinn sem vinnur náið með foreldrum til að tryggja samfelldan stuðning við barnið. Það er kennarinn sem tengir leikskólann við samfélagið í kringum sig. Það er kennarinn sem er í stöðugri þróun og kynnir sér nýjar kennsluaðferðir og hugmyndafræði til að mæta þörfum allra barna sem best. Svo öll börn fái notið gæða menntunar þarf að tryggja þeim aðgang að góðum leikskólum þar sem kennarar starfa með fagmennsku að leiðarljósi. Því verða rekstraraðilar að fjárfesta í skólakerfinu, tryggja kennurum samkeppnishæf laun og góð starfsskilyrði. Það þarf stórsókn í menntamálum svo þetta raungerist því í dag eru einungis um 25% þeirra sem starfa við kennslu og umönnun í leikskólum kennarar, þvert á lög sem kveða á um 67% lágmark. Nýtum daginn til að fagna því sem vel er gert og krefjast um leið fjárfestingar í kennurum til að tryggja öllum börnum fagmennsku og stöðugleika. Til hamingju öll með dag leikskólans. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun