Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Jón Þór Stefánsson skrifar 5. febrúar 2025 21:29 Maðurinn var grunaður í málinu eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum sem sáust í öryggismyndavélum. Myndin er úr safni. Getty Maður sem var boðaður í skýrslutöku eftir að lögreglan lýsti eftir einstaklingum við kynferðisbrotarannsókn á rétt á bótum frá ríkinu. Hann vildi fá 900 þúsund krónur, en fær 150 þúsund krónur. Þetta var niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði. Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira
Við rannsókn á meintu kynferðisbroti árið 2022 aflaði lögreglan myndefnis úr öryggismyndavélum. Í kjölfarið var lýst eftir einstaklingum sem birtust í þessu myndefni. Myndir þessar birtust því í fjölmiðlum. Í kjölfarið barst ábending að um væri að ræða áðurnefndan mann, og hann var boðaður í skýrslutöku. Þá veitti maðurinn lögreglu heimild til að afla gagna í síma hans, og þá samþykkti hann að gangast undir lífsýnatöku vegna DNA-rannsóknar. Niðurstaða þeirrar rannsóknar var sú að maðurinn væri ekki viðriðinn málið. Manninum var síðan tilkynnt að rannsókn málsins hefði verið hætt. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu.Vísir/Vilhelm. Í kjölfarið krafðist maðurinn miskabóta frá ríkinu vegna þvingunarráðstafana. Ríkið bauðst til að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur, og fyrir lögmannskostnað sem hljóðaði upp á 217 þúsund krónur. Maðurinn hafnaði því. Síðan höfðaði hann mál og krafðist 1,2 milljóna króna. Sú krafa var reyndar lækkuð um 300 þúsund krónur daginn fyrir aðalmeðferð málsins. Valdið fjölskyldunni miklu álagi Í stefnu mannsins var byggt á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar og sakarefnið alvarlegt. Þetta hafi valdið manninum og fjölskyldu hans verulegu álagi. Þá hafi ekkert í málinu réttætt það að leggja íþyngjandi rannsóknarráðstafanir á manninn. Þá sagði að aðgerðir lögreglu hafi byggt á órökstuddum grun, og að útilokað hafi verið að maðurinn hafi með nokkrum hætti valdið eða stuðlað að þeim. Ekki sýnt fram á að aðgerðirnar hafi verið óþarfar Í málsástæðum íslenska ríkisins hins vegar sagði að ekki væri rétt að aðgerðirnar hafi verið tilhæfulausar með öllu. Hið rétta væri að þær hefðu komið til vegna ábendinga sem lögreglan fékk um að maðurinn kynni að vera sá sem lýst var eftir. „Birtar hafi verið myndir úr öryggismyndavélum í fjölmiðlum til að fá fram upplýsingar um aðila sem grunaður væri um að vera viðriðinn málið. Líkt og gögn málsins beri með sér hafi borist ábendingar um að stefnandi kynni að vera sá maður sem birtist á umræddum myndum,“ segir um málsástæður ríkisins í dómnum. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki sýnt fram á að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óþarfar. Jafnframt hefðu ekki verið lögð fram gögn sem sýndu fram á að málið hefði valdið fjölskyldu hans álagi. Héraðsdómur komst að sömu niðurstöðu og ríkið upphaflega, að rétt væri að greiða manninum 150 þúsund krónur í miskabætur. Þá mun gjafsóknakostnaður mannsins greiðast úr ríkissjóði.
Dómsmál Lögreglumál Kynferðisofbeldi Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði Sjá meira