Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 21:32 Einn þeirra þriggja sem fór fyrir dómara og var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir að maður fannst illa haldinn í Gufunesi. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi. Alls voru átta manns handteknir en fimm þeirra hafa verið látnir lausir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni. Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Sjá meira
Fyrsta tilkynning barst lögreglu á mánudagskvöld þegar maður á sjötugsaldri hvarf af heimili sínu í Þorlákshöfn og grunur lék á að um frelsissviptingu væri að ræða. Maðurinn fannst á göngustíg í Gufunesi snemma á þriðjudagsmorgun illa leikinn. Hann var úrskurðaður látinn stuttu eftir komu á sjúkrahús. Áverkar á manninum bentu til þess að andlátið hefði borið að með saknæmum hætti. Samkvæmt heimildum fréttastofu átti hópurinn að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengi í skrokk á honum í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram. Samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins kúguðu einstaklingarnir milljónir út úr fórnarlambinu. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi segir að alls hafi átta einstaklingar verið handteknir en fimm þeirra hafi nú verið sleppt. Fimm voru handteknir um hádegisbil í gær og þrjú seinna um daginn. Nokkrir einstaklingar sem voru handteknir tengjast tálbeituhópum samkvæmt heimildum fréttastofu. Einn af þessum átta var handtekinn í gær eftir eftirför lögreglu í Kópavogi en hann var á bíl sem talinn er varða málið. Kona sem var einnig í bílnum flúði vettvang en hún fannst í austurbæ Reykjavíkur seinna um kvöldið. Ríkisútvarpið greindi frá því að lögreglan leiti enn einnar manneskju. Yfirheyrslur stóðu fram á nótt og að þeim loknum voru þrír látnir lausir auk tveggja annarra seinna í dag líkt og áður kom fram. Í dag voru þrír einstaklingar færðir fyrir dómara Héraðsdóms Suðurlands og voru þeir allir dæmdir í gæsluvarðhald til 19. mars. Einn þeirra þriggja er Stefán Blackburn, margdæmdur ofbeldismaður, og annar nítján ára karlmaður. Upplýsingar um þann þriðja liggja ekki fyrir. Rannsókn lögreglu beinist að frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins ásamt lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og embættis héraðssaksóknara. Fylgst var með gangi mála í vaktinni.
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Ölfus Kópavogur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Sjá meira