Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Alls sitja nú sex í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fjórir karlmenn og tvær konur. Rannsóknin snýr að fjárkúgun og frelsissviptingu karlmanns á sjötugsaldri, sem talinn er hafa verið numinn á brott af heimili sínu í Þorlákshöfn.
Hann fannst þungt haldinn á göngustíg í Gufunesi á þriðjudagsmorgun og lést stuttu eftir komu á spítala.
Lögregla hóf leit að manninum kvöldið áður eftir tilkynningu um að hann hefði horfið af heimili sínu og óttast væri um hann. Fljótt kviknaði grunur að um frelsissviptingu væri að ræða. Alls hafa tíu verið handtekin við rannsókn málsins.