Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

„Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“

Kara Rós Kristinsdóttir var sex ára gömul þegar eldri strákur lokkaði hana og vinkonu hennar inn í bílakjallara og braut á þeim kynferðislega með grófum hætti. Sökum ungs aldurs piltsins hlaut hann ekki refsingu og Kara kveðst ekki vita til að hann hafi fengið nokkurs konar aðstoð eða meðferð. Hann hélt áfram að ganga í sama skóla og Kara þrátt fyrir að skólayfirvöld hafi verið látin vita af málinu.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Refsing Jaguars þyngd veru­lega

Jaguar Do, tvítugur karlmaður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar í Landsrétti. Hann var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann sem seldi honum „lélegt kókaín“.

Innlent
Fréttamynd

Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna

Dómur í umfangsmiklu skattalagabrotamáli á hendur þremur konum gekk í gær. Ein þeirra gat sýnt fram á að himinháar greiðslur frá spænskum auðjöfri hafi getað verið lán og var því sýknuð. Mæðgur gátu það hins vegar ekki og voru sektaðar um á sjönda tug milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Sá hvítt eftir á­rás með járn­karli

Karlmaður sem er í gæsluvarðhaldi grunaður um líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni á Vopnafirði er talin hafa ráðist á konuna með hættulegu verkfæri, járnkarli eða rúllubaggatein.

Innlent
Fréttamynd

Mál hjúkrunar­fræðingsins tekið fyrir á ný í dag

Mál Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á sjötugsaldri, hófst á nýjan leik í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún var sýknuð af ákæru fyrir manndráp í opinberu starfi í fyrra, en sá dómur var ómerktur í Landsrétti í vor og því er málið tekið upp á ný í héraði.

Innlent
Fréttamynd

Sýkna bæjarins stað­fest: „Þetta er spillingarmál“

„Þetta er bara spillingarmál, sem varðar börnin okkar,“ segir faðir ungrar konu sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Landsréttur hefur nú staðfest sýknudóm yfir bænum í skaðabótamáli sem konan höfðaði. 

Innlent
Fréttamynd

„Á­fellis­dómur yfir vinnu­brögðum Al­þingis“

Dómari við héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að breytingarnar sem gerðar voru á búvörulögum í mars síðastliðnum hafi strítt gegn stjórnarskrá landsins og að breytingin hafi því ekkert gildi að lögum. Afurðastöðvar voru með breytingunum undanþegnar samkeppnislögum.

Innlent
Fréttamynd

Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæsta­rétt

Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn.

Innlent
Fréttamynd

Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi

Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hefur slegið því föstu að gríðarlega umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn stjórnarskrá og breytingin hafi því ekkert gildi að lögum.

Innlent