Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Móðirin hafi þurft að sár­bæna hann til að hitta barnið á spítala

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot, barnaverndarlagabrot og brot í nánu sambandi. Meint brot mannsins beindust samkvæmt ákæru bæði að barnsmóður hans og börnum þeirra. Hann er meðal annars ákærður fyrir að læsa konuna úti í snjóbyl og meina henni að hitta barn þeirra sem lá á sjúkrahúsi nema hún myndi sárbæna hann og biðja afsökunar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Á­kærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir stunguárás sem beindist gegn tveimur og er sögð átti sér stað í húsnæði Matfugls á Kjalarnesi síðastliðna nýársnótt. Héraðssaksóknari, sem ákærir í málinu, vill meina að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dans­gólfi

Héraðsdómur Vesturlands hefur sýknað mann af ákæru um líkamsárás. Honum var gefið að sök að slá annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Sá sem varð fyrir högginu fékk gler í auga og varð fyrir varanlegri sjónskerðingu. Dómurinn taldi manninn hafðan fyrir rangri sök.

Innlent
Fréttamynd

NEL telur orð­færi lög­reglu­manna ekki til­efni til endur­upp­töku

Nefnd um eftirlit með lögreglu telur ekki tilefni til að taka aftur upp á vettvangi nefndarinnar upptökur úr búkmyndavélum lögreglumanna sem viðstaddir voru mótmæli við Skuggasund þann 31. maí í fyrra. Nefndin fjallaði um mótmælin í ákvörðun í júní í fyrra en vegna umfjöllunar um orðfæri lögreglumanna á vettvangi fór nefndin aftur yfir upptökurnar.

Innlent
Fréttamynd

Máttu ekki vísa mæðgunum úr fé­laginu í fimm­tán ár

Landsréttur felldi í dag úr gildi úrskurð siðanefndar Hundaræktunarfélags Íslands frá 2022 í máli mæðgna sem var vísað úr félaginu í fimmtán fyrir að hafa, meðal annars, falsað ættbókarskráningu. Mæðgurnar voru sömuleiðis sviptar ættbókarskírteini og ræktunarnafni. Héraðsdómur hafði áður sýknað félagið af öllum kröfum mæðgnanna. 

Innlent
Fréttamynd

Sauð á starfs­manni sem löðrungaði í­búa á hjúkrunar­heimili

Starfsmaður á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða íbúa á heimilinu 450 þúsund krónur í bætur. Starfsmaðurinn, kona á sjötugsaldri, sló íbúann, konu á ónefndum aldri, með lófa sínum þegar hún ók honum í hjólastól.

Innlent
Fréttamynd

Hinir grunuðu lausir úr ein­angrun

Þrír karlmenn sem grunaðir eru um frelsissviptingu, fjárkúgun og manndráp í máli karlmanns sem fannst illa úti leikinn í Gufunesi fyrir fjórum vikur losna úr einangrun í dag. Þeir sitja eftir sem áður í gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar.

Innlent
Fréttamynd

Tvímennir fangaklefar og frekara hús­næði til skoðunar til að leysa pláss­leysi

Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa.

Innlent
Fréttamynd

Á­frýja og stofna fé­lag um réttinn til að mót­mæla

Mótmælendur sem stefndu íslenska ríkinu vegna valdbeitingar á mótmælum við Skuggasund í Reykjavík í fyrra hafa áfrýjað sýknudómi í héraði til Landsréttar. Þá hafa þau stofnað félag í kringum málið með þann tilgang að berjast fyrir réttinum til að mótmæla friðsamlega.

Innlent
Fréttamynd

Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða eftirstöðvar kaupverðs Apple-úrs, sem hann keypti á raðgreiðslum af Símanum aðfaranótt fimmtudags í desember árið 2023. Maðurinn kvaðst ekkert kannast við að hafa keypt úrið og hafa greitt af láninu fyrir misskilning. Maðurinn situr uppi með rúma milljón króna í málskostnað.

Neytendur
Fréttamynd

„Þetta er risa­stór á­fangi og gleði­tíðindi fyrir Kópa­vogs­bæ“

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Magnúsar Péturs Hjaltested um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í Vatnsendamálinu svokallaða. Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms um að Kópavogi bæri að greiða Magnúsi Pétri 1,4 milljarða króna. Dómsmálinu er því endanlega lokið og í fyrsta sinn í fjölda ára er ekkert mál sem tengist eignarnámi Kópavogsbæjar í Vatnsenda fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það

Landsréttur hefur staðfest sýknu manns sem ákærður var fyrir brot gegn barnaverndarlögum, með því að binda tíu ára dreng á höndum og fótum og kitla hann. Dómurinn taldi ekki sannað að maðurinn hefði sest klofvega yfir drenginn og kitlað hann þrátt fyrir að drengurinn bæði hann að hætta.

Innlent