Fimm marka veisla og Austurríki tryggði sér óvænt toppsætið Auturríki vann óvæntan 3-2 sigur er liðið mætti Hollandi í lokaumferð D-riðils á EM í fótbolta í dag. Með sigrinum rændu Austurríkismenn toppsæti riðilsins af Hollendingum og Frökkum. Fótbolti 25. júní 2024 15:30
Hareide hylltur í Munchen: Nafn hans sungið hástöfum Óhætt er að segja að Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafi fengið góðar mótttökur hjá stuðningsmönnum danska landsliðsins í Munchen í Þýskalandi í dag þar sem að Danmörk mun mæta Serbíu á EM í fótbolta. Fótbolti 25. júní 2024 14:26
Spalletti skammaði sína menn eftir dramatíkina gegn Króatíu Þrátt fyrir að Ítalir hafi bjargað stigi gegn Króötum og þar með tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumótsins skammaði Luciano Spalletti, þjálfari ítalska liðsins, sína menn eftir leikinn í gær. Fótbolti 25. júní 2024 08:30
Meðlimur úr öryggissveit Orbáns lést í bílslysi Lögreglumaður sem var í öryggissveit Viktors Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, lést í bílslysi í þýsku borginni Stuttgart í gær. Þar var Orban staddur ásamt föruneyti sínu til að fylgjast með leik Ungverja á EM í knattspyrnu. Erlent 25. júní 2024 07:32
Segir Bellingham á pari við unga Ronaldo og Messi Spænska goðsögnin Cesc Fabregas, sem starfar um þessar mundir sem sparkspekingur hjá BBC, fullyrðir að Jude Bellingham búi yfir sömu gæðum og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi þegar þeir voru á hans aldri. Fótbolti 25. júní 2024 07:01
Öryggisvörður þekkti ekki Vincenzo Montella Nokkuð spaugilegt atvik átti sér stað fyrir leik Tyrklands og Portúgal á EM á laugardaginn en þegar tyrkneska liðið mætti á leikvanginn meinaði öryggisvörður Vincenzo Montella, þjálfara Tyrklands, um aðgang að vellinum. Fótbolti 24. júní 2024 23:16
Mörkin: Ítölsk dramatík og fullt hús stiga hjá Spáni Keppni lauk í B-riðli á EM karla í fótbolta í kvöld og eins og svo oft áður á þessu móti var boðið upp á mikla dramatík og mark í uppbótartíma. Fótbolti 24. júní 2024 22:30
Einfaldur spænskur skyldusigur Albanía þurfti stig, í fleirtölu, til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit EM karla í fótbolta en Spánverjar gátu tekið lífinu með ró á toppi B-riðils þegar liðin mættust í kvöld. Fótbolti 24. júní 2024 18:30
Zaccagni skaut Ítölum áfram á elleftu stundu Ekkert lát er á dramatíkinni á EM karla í fótbolta en Ítalir eru komnir áfram í 16-liða úrslit eftir jöfnunarmark á 99. mínútu. Fótbolti 24. júní 2024 18:30
Shaw að verða klár í slaginn með Englandi Luke Shaw, leikmaður enska landsliðsins og Manchester United, er byrjaður að æfa á ný eftir löng meiðsli. Hann gæti því verið til taks þegar England mætir Slóveníu í lokaleik riðlakeppni EM karla í fótbolta eða þá í útsláttarkeppninni. Fótbolti 24. júní 2024 17:30
UEFA svarar gagnrýni vegna seinagangs Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur svarað gagnrýni varðandi hversu langan tíma það tók að koma börum og aðstoð til Barnabás Varga eftir að hann meiddist illa í leik Ungverjalands og Skotlands á EM karla í knattspyrnu í gær, sunnudag. Fótbolti 24. júní 2024 17:16
Segja að Alexander-Arnold verði fórnað fyrir Gallagher Eftir að hafa byrjað fyrstu tvo leiki Englands á EM verður Trent Alexander-Arnold líklega á bekknum þegar Englendingar mæta Slóvenum á morgun. Fótbolti 24. júní 2024 13:31
Evra mætti með Mbappé-grímuna í sjónvarpið Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United og franska landsliðsins, brá á leik þegar hann greindi leik Frakklands og Hollands á EM í frönsku sjónvarpi. Fótbolti 24. júní 2024 13:00
Szoboszlai gagnrýnir seinagang sjúkraliðsins við að koma Varga til hjálpar Dominik Szoboszlai, fyrirliða ungverska fótboltalandsliðsins, fannst sjúkraliðið vera full rólegt í tíðinni þegar samherji hans, Barnabás Varga, meiddist illa í leiknum gegn Skotlandi á EM í gær. Fótbolti 24. júní 2024 11:01
Þjálfari Skota æfur: „Af hverju er dómarinn ekki evrópskur?“ Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skotlands í fótbolta, var brjálaður yfir því að Skotar hafi ekki fengið vítaspyrnu í leiknum gegn Ungverjum á EM í Þýskalandi í gær. Fótbolti 24. júní 2024 08:00
Kane vísar gagnrýni gömlu kallanna til föðurhúsanna Gagnrýni á frammistöðu enska landsliðsins kemur úr ýmsum áttum þessa dagana en gamlar kempur úr liðinu láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Harry Kane, fyrirliði liðsins, hefur fengið sig fullsaddan af óvarlegu orðfæri manna eins og Gary Lineker og sendi pílu til baka. Fótbolti 24. júní 2024 07:00
Ronaldo fékk lánaða skó hjá Bruno í hálfleik Svo virðist sem að Cristiano Ronaldo hafi skipt um skó í hálfleik þegar Portúgal mætti Tyrklandi á EM í gær. En hann virðist ekki aðeins hafa skipt um skó heldur fengið nýtt par lánað hjá Bruno Fernandes liðsfélaga sínum. Fótbolti 23. júní 2024 23:30
Varga kinnbeinsbrotinn en líðan hans stöðug Óhugnalegt atvik átti sér stað í leik Ungverjalands og Skotlands fyrr í kvöld þegar Barnabas Varga lenti í harkalegu samstuði við Angus Gunn, markvörð Skotlands. Fótbolti 23. júní 2024 23:01
Skotar úr leik en Ungverjar halda í vonina Skotland er úr leik á EM eftir dramatískt tap gegn Ungverjum í kvöld en sigurmarkið kom þegar 99 mínútur voru komnar á leikklukkuna. Fótbolti 23. júní 2024 18:31
Enn eitt markið í uppbótartíma Þýskaland gat með sigri gegn Sviss í kvöld klárað A-riðilinn með fullt hús stig en liðið var þegar öruggt áfram fyrir leikinn í kvöld. Fótbolti 23. júní 2024 18:31
Dæmdur í leikbann á EM fyrir að syngja Albanski landsliðsmaðurinn Mirlind Daku þarf að taka út tveggja bann á Evrópumótinu eftir að UEFA dæmdi hann í leikbann. Fótbolti 23. júní 2024 14:29
Fóru niður á hnén fyrir framan stuðningsmennina Tékkar eru enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum á Evrópumótinu í fótbolta í Þýskalandi og útlitið er ekki allt of bjart fyrir lokaumferðina eftir 1-1 jafntefli á móti Georgíumönnum í gær. Fótbolti 23. júní 2024 13:30
Óheppnasti leikmaður Evrópumótsins Það er ekki hægt annað en að vorkenna belgíska framherjanum Romelu Lukaku sem er enn að bíða eftir fyrsta löglega marki sínu á Evrópumótinu í Þýskalandi. Fótbolti 23. júní 2024 11:51
Hakkarar trufla útsendingar frá EM leikjum Pólverja Er eitthvað meira pirrandi en truflanir verða þegar þú ert að horfa á mikilvægan fótboltaleik? Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru örugglega orðnir mjög pirraðir á slíku. Fótbolti 23. júní 2024 11:00
Mbappé skoraði tvö mörk með grímuna Franski framherjinn Kylian Mbappé tók ekki þátt í leik Frakklands og Hollands í Evrópukeppninni á föstudaginn en hann fór aftur á móti á kostum í æfingarleik daginn eftir. Fótbolti 23. júní 2024 10:45
Sjálfsmarkið er langmarkahæst á EM Þrátt fyrir að alþjóðlegir leikmenn beri oft nöfn sem hljóma undarlega í íslensk eyru, Engin í markinu sennilega þar frægastur, er auðvitað ekki leikmaður á EM í ár sem heitir Sjálfsmark. Fótbolti 23. júní 2024 08:00
Mörkin: Enn þarf Lukaku að bíða eftir löglegu marki Þrír leikir fóru fram á EM karla í knattspyrnu í dag. Belgar náðu í sinn fyrsta sigur í E-riðli og þá gerðu Georgía og Tékkland jafntefli í F-riðli. Fótbolti 22. júní 2024 22:46
Enn eitt EM-metið til Ronaldo Hinn 39 ára Cristiano er að leika á lokakeppni Evrópumótsins í fimmta sinn á ferlinum en hann er eini leikmaðurinn sem hefur farið svo oft á EM. Hann fór á sitt fyrsta lokamót með portúgalska landsliðinu 2004 og hefur síðan þá sankað að sér ýmsum metum. Fótbolti 22. júní 2024 22:01
Belgar á toppinn í jöfnum E-riðli Belgía var með bakið upp við vegg eftir slæmt tap í fyrsta leik en liðið vann góðan 2-0 sigur á Rúmeníu í kvöld og er komið á topp E-riðils. Fótbolti 22. júní 2024 18:31
Enska landsliðið kann ekki að pressa Enska landsliðið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu hingað til og þá ekki síst þjálfari liðsins, Gareth Southgate, en Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði Southgate vera „eins og hundrað ára gamall prófessor“. Fótbolti 22. júní 2024 16:52