Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Icelandair flýgur til Fær­eyja að nýju

Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Færeyja á ný eftir tuttugu ára hlé. Utanríkisráðherrar Íslands og Færeyja fagna áfanganum sem og flugstjóri fyrstu flugferðarinnar. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku gegnt flugfélaginu Atlantic Airways sem hefur verið að fljúga á milli tvisvar til þrisvar í viku.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk fjara á lista yfir bestu strendur heims

Eystri-Fellsfjara við Jökulsárlón er á lista yfir bestu strandir heims að mati ferðamálasérfræðinga. Þar er hún í fertugasta og fyrsta sæti af fimmtíu. Listinn er uppfærður á hverju ári og áður var Reynisfjara einnig á honum.

Innlent
Fréttamynd

Hlut­a­bréf­a­verð flug­fé­lag­ann­a fell­ur og smærr­i fjár­fest­ar færa sig í Al­vot­ech

Hlutabréfaverð íslensku flugfélaganna Icelandair og Play hefur fallið um næstum 50 til rúmlega 60 prósent á þremur mánuðum. Heildarvísitalan hefur á sama tíma lækkað um sjö prósent. Hlutabréfagreinandi segir að líklega hafi smærri fjárfestar og einstaklingar fært fjárfestingar sínar úr Icelandair í Alvotech. Það eru gerðar minni væntingar en áður til flugrekstrar samhliða minni eftirspurn eftir ferðum til Íslands.

Innherji
Fréttamynd

Langt í að þeir nái sér að fullu

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Innlent
Fréttamynd

Kín­versk ferða­skrif­stofa mátti sín lítils gegn TM

Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar.

Innlent
Fréttamynd

Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair

Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónusta til fram­tíðar

Nærandi ferðaþjónusta er hugtak sem fær sífellt meiri athygli í umræðunni bæði hér á Íslandi sem og um heim allan. Hugtakið felur í sér markvissar aðgerðir sem fólk og fyrirtæki geta gripið til með það að markmiði að hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi og náttúru og skilja þannig við áfangastaðinn, samfélagið og náttúruna í betra ástandi en áður.

Skoðun
Fréttamynd

Nærandi ferða­þjónusta

Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögurra stjörnu hótel opni við Skógar­böðin

Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum hafa undirritað viljayfirlýsingu um hönnun, uppbyggingu og rekstur fjögurra stjörnu hótels við hlið Skógarbaðanna í Eyjafirði. Hótelið verður með 120 herbergi, fjögurra hæða, auk þakhæðar með útsýni yfir Eyjafjörðinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fundu veg nær gosinu fyrir til­viljun

Æ fleiri hafa undanfarið reynt að komast að eldgosinu við Sundhnjúk og bera það augum undanfarið þrátt fyrir að svæðið sé lokað. Bandarískir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við voru himinlifandi með útsýnið.

Innlent
Fréttamynd

Hafa tapað milljörðum vegna endur­tekinna lokana

Forsvarsmenn Bláa lónsins áætla að beinn kostnaður vegna lokana sökum jarðhræringa sé um fimm milljarðar króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt var við Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra sölu, rekstrar og þjónustu Bláa lónsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Loka Bláa lóninu vegna gasmengunar

Vegna mengunar frá eldgosinu í Sundnhjúkagígaröðinni á Reykjanesskaga þurfti að loka öllum starfsstöðvum Bláa lónsins í morgun. Opnað verður aftur klukkan 14. 

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að vextir haldist á­fram háir þrátt fyrir „hóf­lega“ kjara­samninga

Þrátt fyrir að heldur sé að draga úr þenslu í hagkerfinu er ólíklegt að „hóflegir“ kjarasamningar muni stuðla að því að hraðar dragi úr verðbólgu, að mati Hagfræðistofnunar, sem spáir því að húsnæðisverð muni hækka um liðlega tíu prósent í ár. Gert er ráð fyrir því að meginvextir Seðlabankans muni haldast áfram háir, jafnvel hækka frekar, sem skýrist einkum af miklum umsvifum í ferðaþjónustu.

Innherji
Fréttamynd

Há­mark tryggir sjálf­bærni

Í síðustu viku samþykkti bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar stefnu og aðgerðaáætlun um móttöku skemmtiferðaskipa. Ég leyfi mér að segja að þetta sé heildstæðasta stefnan af þessu tagi sem samþykkt er á landinu, og fyrsta skipti sem sveitarfélag setur skriflegt og skýrt hámark á fjölda gesta á hverjum degi.

Skoðun
Fréttamynd

Finna enn gríðar­lega sterk á­hrif Eurovision-myndarinnar

Verkefnastjóri Húsavíkurstofu segir að ferðamennska hafi aukist jafnt og þétt í Húsavík frá útgáfu Eurovision-bíómyndarinnar og síðasta sumar sé það blómlegasta í sögu bæjarins. Hann vekur athygli á að fyrir hverja krónu sem notuð er til fjárfestingar í kvikmyndagerð hérlendis koma 6,8 krónur til baka.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Leita að fólki sem vill leigja dótið sitt til ó­kunnugra

Á vefsíðunni stoff.is, eða Stöff.is, er nú hægt að leigja út dótið sitt til ókunnugra. Síðan er nýkomin í loftið en þónokkuð af dóti er þegar komið inn. Til dæmis er hægt að leigja þar kajak, rafhjól, sous-vide tæki og allskonar tölvuleiki. Að síðunni standa þrír vinir sem kynntust í vinnu hjá Advania.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna

Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“.

Innlent