Darius Morris látinn aðeins þrjátíu og þriggja ára að aldri Körfuknattleiksmaðurinn Darius Aaron Morris er látinn aðeins 33 ára að aldri. Hann lék með liðum á borð við Los Angeles Lakers og Clippers, Memphis Grizzlies, Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets frá árunum 2011. Körfubolti 4. maí 2024 21:15
Uppgjör: Keflavík - Grindavík 84-83 | Ótrúlegur endir og allt jafnt í einvíginu Keflvíkingar tóku á móti Grindvíkingum í leik tvö í viðureign liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla en Grindvíkingar unnu fyrsta leikinn í Smáranum þar sem hart var tekist á. Keflvíkingar leika án Remy Martin sem meiddist í þeim leik en það virtist ekki há þeim mikið. Körfubolti 4. maí 2024 21:15
Tryggvi Snær kom inn af bekknum í tapi gegn botnliðinu Tryggvi Snær Hlinason átti fínan leik í leik Bilbao í ACB-deildinni í körfubolta á Spáni. Það dugði hins vegar ekki til sigurs þar sem Palencia mætti til Bilbao og vann 17 stiga sigur, lokatölur 80-97. Körfubolti 4. maí 2024 18:05
„Varhugavert er að ætla starfsmanni Stöðvar 2 að hafa brugðið talsvert“ Starfsmaður Stöðvar 2 kemur við sögu í dómi aga- og úrskurðarnefndar Körfuknattleikssambands Íslands vegna máls DeAndre Kane. Nú er hægt að lesa allan dóminn á heimasíðu KKÍ. Körfubolti 4. maí 2024 11:31
Kyrie kann að loka einvígum og Dallas sló loksins út Clippers Dallas Mavericks varð í nótt fjórða og síðasta liðið í Vesturdeildinni til að tryggja sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta en við fáum aftur á móti oddaleik í síðasta einvíginu austan megin. Körfubolti 4. maí 2024 09:30
DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum. Körfubolti 4. maí 2024 08:43
„Þetta er ekki boðlegt finnst mér“ Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Körfubolti 4. maí 2024 07:00
Lið Aþenu og Brynjar Karl einum leik frá Subway-deildinni eftir spennutrylli Aþena vann í kvöld sigur á Tindastól í umspili liðanna um sæti í Subway-deild kvenna. Aþena þarf nú aðeins einn sigur til að tryggja sér sæti í efstu deild á næsta tímabili. Körfubolti 3. maí 2024 22:14
„Þurfum að fá fleiri hjól undir bílinn“ Benedikt Guðmundsson sagði mikið af mistökum hafa einkennt leik Njarðvíkur og Vals í dag. Hann sagði aðra leikmenn eiga að geta tekið við keflinu ef Chaz Williams á ekki sinn besta dag. Körfubolti 3. maí 2024 21:59
„Það er búið að vera okkar merki í allan vetur að spila vörn“ Andri Már Eggertsson var mættur í viðtöl í Ljónagryfjunni í kvöld og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, sat fyrir svörum eftir sigur hans manna á Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla, 69-78. Körfubolti 3. maí 2024 21:55
Uppgjörið: Njarðvík - Valur 69-78 | Deildarmeistararnir læstu vörninni Deildarmeistar Vals jöfnuðu einvígið gegn Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni í kvöld í leik þar sem hart var tekist á. Varnarleikur Valsmanna var til fyrirmyndar að þessu sinni en Njarðvíkingar skoruðu aðeins tíu stig síðustu tíu mínútur leiksins. Körfubolti 3. maí 2024 18:31
Báðir þjálfarar Skallagrímsliðsins hætta Atli Aðalsteinsson mun ekki endurnýja samning sinn sem þjálfari karlaliðs Skallagríms í körfuboltanum og aðstoðarmaður hans Hafþór Ingi Gunnarsson er einnig á förum. Körfubolti 3. maí 2024 16:31
Kastaði bolta í áhorfanda eftir tap Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins gegn Indiana Pacers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Hann kastaði bolta í áhorfanda. Körfubolti 3. maí 2024 15:01
Geta unnið fjóra í röð í fyrsta sinn í heilan áratug Njarðvíkingar geta stigið stórt skref í átt að úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í Ljónagryfjunni í kvöld en þeir væru þá komnir í 2-0 og vantaði því aðeins einn sigur úr næstu þremur leikjum til að vinna einvígið. Körfubolti 3. maí 2024 14:15
Jaka áfram í Keflavík næstu þrjú árin Keflvíkingar hafa framlengt samning sinn við Jaka Brodnik og verður hann leikmaður liðsins næstu þrjú árin. Körfubolti 3. maí 2024 13:52
„Of mörg tilfelli sem hafa komið upp“ Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn. Körfubolti 3. maí 2024 08:00
Knicks og Pacers hefja nýtt einvígi á mánudag New York Knicks og Indiana Pacers mætast í undanúrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Þetta varð ljóst í nótt þegar bæði lið slógu út andstæðinga sína með því að vinna einvígi 4-2. Körfubolti 3. maí 2024 07:31
Eigendur 76ers gefa miða svo Knicks aðdáendur taki ekki aftur yfir Eigendur Philadelphia 76ers keyptu sjálfir og gáfu frá sér 2000 miða á leik liðsins gegn New York Knicks í úrslitakeppni NBA svo aðdáendur gestanna verði ekki eins sjáanlegir og síðasta leik. Körfubolti 2. maí 2024 22:30
„Vörnin í dag, það er það sem vann þetta“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var sáttur með 66-58 sigur sinna kvenna á Grindavík í kvöld í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar en ætlar samt að horfa á leikinn 30 sinnum til að bæta leik liðsins fyrir næsta leik. Körfubolti 2. maí 2024 21:43
„Virkilega léleg frammistaða heilt á litið“ Þorleifur Ólafsson var virkilega ósáttur, jafnvel brjálaður, yfir frammistöðu sinna kvenna í kvöld þegar liðið tapaði 66-58 gegn Njarðvík í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar kvenna. Körfubolti 2. maí 2024 21:28
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 66-58 | Njarðvíkingar einum sigri frá úrslitum Njarðvík leiðir 2-0 í einvígi sínu gegn Grindavík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna eftir 66-58 sigur Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar tóku fyrsta leikinn í Smáranum og hrifsuðu þar með til sín heimavallarréttinn. Körfubolti 2. maí 2024 18:31
Emil tekur við Haukum af Ingvari Emil Barja hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Hauka í körfubolta. Hann tekur við starfinu af Ingvari Guðjónssyni. Körfubolti 2. maí 2024 14:22
Sló í myndavél og gæti fengið bann Það skýrist væntanlega á morgun hvort og þá hve langt leikbann DeAndre Kane fær vegna hegðunar sinnar eftir að honum var vísað úr húsi í fyrsta leik Grindavíkur og Keflavíkur, í undanúrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Körfubolti 2. maí 2024 12:32
Harma auglýsingar á gólfi og vilja banna þær eftir meiðsli Martins Stjórn ÍTK, Íslensks toppkörfubolta, leggur til að auglýsingar á gólfum körfuboltavalla verði bannaðar og segir þær geta valdið alvarlegum slysum. Körfubolti 2. maí 2024 08:01
Veikur og meiddur Doncic fór á kostum og Boston flaug áfram Boston Celtics slógu Miami Heat út með þægilegum hætti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og eru komnir í undanúrslit austurdeildarinnar. Dallas Mavericks er einum sigri frá því að slá út LA Clippers. Körfubolti 2. maí 2024 07:30
Bucks í sögubækurnar eftir sigurinn á Pacers Milwaukee Bucks komst í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta þegar liðið hélt einvígi sínu gegn Indiana Pacers í úrslitakeppni deildarinnar á lífi. Körfubolti 1. maí 2024 23:00
PlayAir leiksins var Dedrick Deon Basile Körfuboltakvöld valdi Dedrick Deon Basile PlayAir leiksins í undanúrslitaleik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway-deildar karla í körfubolta. Körfubolti 1. maí 2024 19:46
Ein af stóru Sólunum gæti fært sig yfir í Stóra eplið Devin Booker, ein af stórstjörnum Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta, virðist vera á leið frá félaginu. Er hann sterklega orðaður við New York Knicks sem virðist til í að gera nærri hvað sem er til að fá Booker í sínar raðir. Körfubolti 1. maí 2024 18:00
„Geggjað að hafa náð einum sigri gegn langbesta kvenna félagi á landinu“ Stjarnan jafnaði einvígið gegn Keflavík eftir þriggja stiga sigur á heimavelli 85-82. Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með að hafa tekist að vinna stórlið Keflavíkur. Sport 1. maí 2024 17:45
„Aldrei verið eins stressuð í lífinu“ Stjarnan vann ótrúlegan þriggja stiga sigur gegn Keflavík 85-82. Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var í skýjunum eftir sigurinn. Sport 1. maí 2024 17:20