Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Sigríður Andersen frambjóðandi Miðflokksins segir að svokölluð woke-hugmyndafræði virðist ganga út á að sjá fórnarlömb í öllum málum, sjá óréttlæti í einföldustu hlutum og þurfa alltaf að vera í einhverri baráttu. Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata segir að fólkið sem hrópar woke í áttina að öllum sem eru að reyna vinna að framgangi mannréttinda séu aðalvælukjóarnir. Innlent 19. nóvember 2024 22:04
Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Flugmálafélag Íslands hefur boðað til opins fundar með fulltrúum stjórnmálaflokkana fyrir næstkomandi alþingiskosningar. Fundurinn hefst klukkan 17 og stendur til klukkan 19. Innlent 19. nóvember 2024 16:34
Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Óheppilegt var að koma Jóni Gunnarssyni fyrir í matvælaráðuneytinu að mati Gísla Freys Valdórssonar, stjórnanda hlaðvarpsins Þjóðmála. Þetta kom fram í Pallborðinu á Vísi í gær. Innlent 19. nóvember 2024 15:00
Kosningafundur um jafnréttismál Kvennaár 2025 boðar til opins kosningafundar um jafnréttismál með fulltrúum stjórnmálaflokkanna í dag. Viðburðurinn hefst klukkan tólf og stendur yfir til klukkan hálftvö. Innlent 19. nóvember 2024 11:33
Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingkona Pírata segir Sjálfstæðisflokkinn, og dómsmálaráðherra, hafa misnotað aðstöðu sína í starfsstjórn þegar kynnt var ný landamærastefna fyrir helgi. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, vísar þessu alfarið á bug. Innlent 19. nóvember 2024 09:32
Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Samorka stendur fyrir kosningafundi í Kaldalóni í Hörpu í dag undir yfirskriftinni Grænt Ísland til framtíðar: Hver er leiðin áfram? Fundurinn hefst klukkan 9 og verður í beinu streymi í spilaranum að neðan. Viðskipti innlent 19. nóvember 2024 08:32
Ilmaðu eins og frambjóðendur Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota. Lífið 19. nóvember 2024 07:00
Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Félagsfræðingur efast um að Íslendingar séu hættir að eignast börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda líkt og Snorri Másson hefur haldið fram. Vissulega gætu yfirvöld sinnt barnafjölskyldum betur en það myndi ólíklega snúa við fæðingartíðninni. Innlent 18. nóvember 2024 22:14
„Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir miður að hafa verið partur af eitraðri menningu sem ríkti á útvarpsstöðinni X-inu og víðar á tímabili. Innlent 18. nóvember 2024 16:32
Bein útsending: Samfélag á krossgötum ASÍ og BSRB taka á móti formönnum flokka í framboði til alþingiskosninga á opnum fundi á Hilton Nordica milli klukkan 17 og 19 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi í spilaranum að neðan. Innlent 18. nóvember 2024 16:31
Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Síðan atkvæðagreiðsla utankjörfundar hófst þann 7. nóvember vegna komandi alþingiskosninga hafa ríflega sex þúsund manns greitt atkvæði, þar af hátt í fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu. Í dag er einnig síðasti séns til að kæra sig inn á kjörskrá fyrir þá sem það gæti átt við um. Innlent 18. nóvember 2024 14:32
Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar Íslendingar ganga að kjörborðinu eftir tæpar tvær vikur. Kosningabaráttan er í hámarki og gengið hefur á ýmsu. Í Pallborðinu ætlum við að fara yfir hæðir og lægðir í baráttunni; rýna í herferðir, ræða málefni og frambjóðendur og spá fyrir um framhaldið. Innlent 18. nóvember 2024 12:59
Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Íslenskur öryrki sem er búsettur í Brasilíu furðar sig á því að þurfa að greiða 6.500 krónur fyrir að kjósa utan kjörfundar í komandi alþingiskosningum. Innlent 18. nóvember 2024 11:37
Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Brynjar Níelsson tekur ekki sæti í stjórn Mannréttindastofnunar eins og staðið hafði til. Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins tekur sætið þess í stað og vera formaður hennar. Innlent 17. nóvember 2024 19:43
Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Bandalag íslenskra listamanna og Listaháskóli Íslands boða til pallborðsumræðu um listir og menningu þar sem fundargestum gefst tækifæri að ræða við frambjóðendur um stefnumál þeirra í málaflokknum. Innlent 17. nóvember 2024 14:00
Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar Vinstrihreyfingin - grænt framboð kynnir helstu áherslumál sín fyrir komandi kosningar klukkan 12:30 í dag á kosningaskrifstofunni Suðurlandsbraut 10. Innlent 17. nóvember 2024 12:30
„Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Jón Pétur Zimsen, aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir einkennilegt að kennarar velji að vera með „örhóp“ í verkfalli nema að markmiðið sé að draga deiluna á langinn. Innlent 16. nóvember 2024 22:54
Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Prófessor í stjórnmálafræði segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar, frambjóðanda Samfylkingarinnar, um að taka ekki sæti á þingi nái hann kjöri, velta mjög óþægilegri umræðu af Samfylkingunni. Fólk ofmeti þó áhrif einstakra mála og frambjóðenda á hegðun kjósenda. Innlent 16. nóvember 2024 21:05
Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Enn dalar fylgi Samfylkingarinnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar kosningaspár úr smiðju Metils. Þær benda einnig til þess að hvorki Píratar, Sósíalistar né Vinstri græn nái manni inn á þing í komandi kosningum. Innlent 16. nóvember 2024 17:33
Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Yfirlýsing Þórðar Snæs, um að hann hyggist ekki taka þingsæti í komandi alþingiskosningum nái hann kjöri, hefur vakið mikil viðbrögð. Flestir hrósa Þórði, margir harma ákvörðun hans og aðrir segja vinstrimenn vera sína eigin verstu óvini. Innlent 16. nóvember 2024 15:54
„Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Kristrún Frostadóttir segir ákvörðun Þórðar Snæs Júlíussonar um að taka ekki sæti á lista hafa verið tekna að hans frumkvæði og á hans forsendum. Hún segist bera mikla virðingu fyrir ákvörðuninni og Þórði sjálfum. Innlent 16. nóvember 2024 13:53
Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð Viðreisn heldur áfram að auka fylgi sitt á meðan Samfylking, Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur lækka flugið. Þetta má lesa úr skoðanakönnunum Maskínu, Gallups og Prósents sem birtar hafa verið síðustu daga. Hafsteinn Birgir Einarsson stjórnmálafræðingur segir erfitt að spá fyrir um hvort þessi þróun haldi áfram. Innlent 16. nóvember 2024 13:40
#ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks Landssamband ungmennafélaga (LUF) í samstarfi við Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og aðildarfélög sín, bjóða til kosningafundar ungs fólks með forystufólki stjórnmálaflokkanna og ungliðahreyfinga þeirra. Innlent 16. nóvember 2024 13:34
„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Innlent 16. nóvember 2024 13:33
Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Þórður Snær Júlíusson, frambjóðandi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að taka ekki þingsæti hljóti hann kjör í komandi alþingiskosningum. Frá þessu greinir hann í yfirlýsingu á Facebook rétt fyrir hádegi. Innlent 16. nóvember 2024 11:56
Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Stjórnarandstöðuþingmaður segir blaðamannafund ráðherra og lögreglustjóra bera vott um spillingu. Ný stefna og áætlun í landamæramálum voru kynntar á fundinum, þar á meðal áform um að koma á fót miðstöð við Keflavíkurflugvöll, þar sem hælisleitendur geti dvalið í allt að viku. Innlent 16. nóvember 2024 10:00
Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Sanna Magadela Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokksins fyrir komandi alþingiskosningar segir milljónir manna innan Evrópska efnahagssvæðisins og Schengen ekki hafa komið til Íslands þótt þær gætu það með fullum rétti. Í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag sagði hún Sjálfstæðisflokkinn hafa farið með dómsmálaráðuneytið meira og minna allt frá því þessi samningar voru gerðir og nú kvartaði flokkurinn yfir því að innviðir landsins þyldu ekki þær þúsundir manna sem hingað hafi komið til að vinna á undanförnum árum. Innlent 16. nóvember 2024 08:02
Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir að Alma Möller landlæknir verði heilbrigðisráðherra komi Samfylkingin til með að leiða næstu ríkisstjórn. Innlent 15. nóvember 2024 18:00
Hér eru „þessar elskur“ Gömul bloggskrif Þórðar Snæs Júlíussonar, fyrrverandi ritstjóra Heimildarinnar og nú frambjóðanda Samfylkingarinnar, hafa vakið upp gríðarlega reiði sem enn er ekki hægt að sjá fyrir endann á. Tvímælalaust er hér um að ræða eitt heitasta fréttamál þessarar viku. Innlent 15. nóvember 2024 13:14
Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Stúdentafélag Háskólans á Akureyri heldur í dag, með aðstoð Landssamtaka íslenskra stúdenta, pallborðsumræður með fulltrúum íslenskra stjórnmálaflokka. Umræðurnar bera nafnið „Hvað á ég að kjósa?“ Innlent 15. nóvember 2024 11:32