Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Ranglega var greint frá því í fréttum RÚV að stunguárás sem gerð var á Kjalarnesi á nýársnótt hafi átt sér stað á Tindum gistiheimili. Í reynd fóru átökin fram í næsta húsi þar sem Matfugl er með húsnæði fyrir starfsfólk sitt. Innlent 3. janúar 2025 09:14
Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Ungmenni skar sig eftir að múrstein var kastað í gegnum rúðu. Ungmennið sat inni og skar sig á glerbrotunum þar. Málið er í rannsókn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fjallað er um það í dagbók lögreglunnar í dag. Málið er skráð hjá lögreglustöð 1 sem er í Miðbæ, Vesturbæ, Austurbæ og Seltjarnarnesi. Ekki kemur fram frekari staðsetning. Innlent 3. janúar 2025 09:03
Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Nokkur rekistefna varð í flugvél Play sem var á leið til Tenerife í dag en vísa varð þremur ungum mönnum frá borði. Flugstjóri mat ástand mannanna þannig að þeir væru ógn við öryggi vélarinnar. Innlent 2. janúar 2025 15:02
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Innlent 2. janúar 2025 12:19
Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Rannsókn stendur enn yfir á hnífstunguárás sem átti sér stað á Kjalarnesi á nýársnótt. Þrír menn á fimmtugsaldri voru handteknir vegna málsins og var einn þeirra úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir áfram reynt að ná betur utan um atburðarásina en þar tefji fyrir að mennirnir tali ólík tungumál. Innlent 2. janúar 2025 11:45
Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Ökumaður bifreiðar sem fór í sjóinn við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn á gamlársdag er íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri. Hann liggur á gjörgæsludeild Landspítala. Innlent 2. janúar 2025 10:26
Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í annarlegu ástandi eftir að tilkynning barst um að hann væri með oddhvöss vopn meðferðis. Innlent 2. janúar 2025 06:14
Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Einn særðist alvarlega þegar hann hlaut stungu í brjósthol en sá hefur nú verið útskrifaður af gjörgæslu en er enn á Landspítalanum. Tveir til viðbótar sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir. Innlent 1. janúar 2025 18:28
Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald, fram til 8. janúar, vegna hnífstunguárásar á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1. janúar 2025 15:59
Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Þrír eru í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á líkamsárás í húsi á Kjalarnesi á nýársnótt. Innlent 1. janúar 2025 12:01
Ástand mannsins mjög alvarlegt Einn karlmaður var í bílnum sem fór út af bryggjunni á Ægisgarði í Reykjavík og í höfnina eftir hádegið í gær. Ástand mannsins er sagt mjög alvarlegt en hann var fluttur á Landspítalann eftir að tókst að koma honum úr bílnum. Innlent 1. janúar 2025 11:08
Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni sem sagður var ógna fólki nærri Hallgrímskirkju. Vitni sögðu hann hafa hrint fólki og hrækt á það. Innlent 1. janúar 2025 07:25
Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Tveir eru alvarlega særðir og er annar þeirra talinn vera í lífshættu eftir stunguárás á Kjalarnesi í nótt. Innlent 1. janúar 2025 07:14
Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að hafa afskipti af ungmennum sem höfðu kastað flugeldum upp á svalir fjölbýlishúss í gærkvöldi. Einnig hafði lögreglan afskipti af börnum sem köstuðu snjóboltum í bíla með þeim afleiðingum að ökumenn misstu nærri stjórn á bílum sínum. Innlent 31. desember 2024 07:36
Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Innlent 30. desember 2024 16:23
Eldur og skemmdir vegna flugelda Lögreglu var í nótt tilkynnt um eld á svölum í Grafarvogi sem talið er að hafi kviknað út frá flugeldum sem var skotið á svalirnar. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að eldurinn hafi verið töluverður. Innlent 30. desember 2024 06:26
Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki haft hendur í hári manns sem reyndi að hafa hraðbanka með sér á brott úr útibúi Landsbankans í Hafnarfirði aðfaranótt föstudags. Ekki hefur verið lýst eftir manninum. Innlent 29. desember 2024 13:13
Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi eða gærnótt tvo menn, sem virðast hafa verið í sama bíl, í Laugardalnum vegna gruns um ölvun við akstur. Hvorugur þeirra vildi þó kannast við að hafa verið að aka bílnum. Innlent 29. desember 2024 07:55
Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Einstaklingur var handtekinn í Árbænum í gær þar sem hann var undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél. Hann var síðan látinn laus að sýnatöku lokinni. Innlent 28. desember 2024 07:27
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. Innlent 28. desember 2024 07:15
Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á því sem hann kallar „gjörning“ lögreglu, eftir að lögreglumenn mættu í Skeifuna í gær til að stöðva þar netverslun með áfengi. Hann, eins og aðrir forsvarsmenn netverslana, telur starfsemina innan gildandi laga, sem þó séu meingölluð. Innlent 27. desember 2024 21:17
Lygileg atburðarás í Landsbankanum Mikið tjón varð á útibúi Landsbankans við Fjarðargötu í Hafnarfirði í nótt þegar maður bakkaði jeppa inn í útibúið og reyndi að hafa hraðbanka á brott með sér. Ætlunarverkið tókst ekki, maðurinn ók snarlega af vettvangi og er enn ófundinn. Innlent 27. desember 2024 19:11
Hætta leitinni í Meradölum Björgunarsveitir eru að hætta leit við Meradali við Grindavík þaðan sem neyðarboð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í morgun. Innlent 27. desember 2024 16:40
Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst neyðarboð tíunda tímanum í morgun. Talið er að boðið komi frá einkaneyðarsendi, en það gaf upp tvær staðsetningar, annars vegar inn við Meradali og hins vegar úti á sjó, suður frá Þorlákshöfn. Innlent 27. desember 2024 12:48
Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Lögmaður netverslunar með áfengi, sem lögregla hafði afskipti af í gær, segir verslunina hafa verið í fullum rétti til að afhenda áfengi, enda hafi lögregla að lokum „hrökklast frá“. Hann gagnrýnir óskýran lagaramma utan um starfsemina, sem lögregla eigi erfitt með að framfylgja. Innlent 27. desember 2024 12:07
Reyndu að ræna hraðbanka Í Garðabæ eða Hafnarfirði var gerð tilraun í nótt til að ræna hraðbanka. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að tilkynnt hefði verið um eignaspjöll á hraðbankanum. Þegar upptökur voru skoðaðar kom svo í ljós að einhver hefði reynt að ræna hraðbankann en án árangurs. Innlent 27. desember 2024 06:31
Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lokaði fyrir netverslun með áfengi í dag, þar sem óheimilt er að afhenda áfengi á helgidögum þjóðkirkjunnar. Innlent 26. desember 2024 18:59
Strætó rann á bíl og ruslaskýli Tilkynnt var um umferðarslys í gærkvöld þar sem strætó hafði runnið á mannlausa bifreið og ruslaskýli sem kastaðist í aðra bifreið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki. Málið heyrði undir lögreglustöð 4, en umdæmi hennar eru Grafarvogur, Mosfellsbær og Árbær. Innlent 26. desember 2024 07:21
Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 25. desember 2024 07:13
Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt. Innlent 23. desember 2024 06:11