Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Opnaði fyrstu jóla­gjöfina frá kærastanum og bað hann um að gefa sér aldrei aftur gjöf

Lífskúnstnerinn og gleðigjafann Siggu Kling þarf vart að kynna en hún hefur spáð fyrir landsmönnum í mörg ár. Þessa dagana nýtur Sigga jólaljósanna, jólatónlistarinnar og samheldninnar sem ríkir á þessum árstíma. Hún segist jafnframt einbeita sér að því að setja jól í hverja einustu mínútu sem almættið færir henni. Sigga Kling er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Stóra fröllu­málið: Tolla­lækkun „lítið skref fyrir Al­þingi en stórt skref fyrir franskar kar­töflur“

Atkvæðagreiðsla um fjárlagabandorminn fer fram í dag. Meðal þeirra mála sem þingmenn hafa greitt atkvæði um er breytingartillaga Jóhanns Páls Jóhannssonar um lækkun á frönskutolli úr 76 prósentum í 46 prósent. Tollurinn er sá hæsti í prósentum talið á matvöru í íslensku tollskránni. Breytingartillagan var samþykkt með 57 atkvæðum og er ekki laust við að ákveðinn galsi hafi látið á sér kræla á þinginu þegar umræða um málið fór fram.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borðuðu jóla­matinn klukkan níu gjör­sam­lega búin á því

Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Jólin hafa ekki alltaf verið auð­veld“

Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“

Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Sumac hrærir upp í jólunum með framandi kryddi

„Jólaseðillinn okkar er allt annað en hefðbundinn. Við kryddum upp á jólin í staðinn fyrir hefðirnar og sækjum innblástur frá Norður Afríku til Líbanon. Kryddin þaðan og matreiðsluaðferðirnar skína í gegn í öllum okkar réttum hjá yfirkokkinum okkar Jakobi Baldvinssyni. Þú færð ekki matinn okkar annarsstaðar í bænum,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon, eigandi og kokkur á veitingastaðnum Sumac.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ó­hefð­bundin jól í Chile: „Vorum því­líkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“

Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Fékk verstu jóla­gjöfina frá al­heiminum: „Ég man varla eftir jólunum enda var ég í al­gjöru móki“

Leik- og söngkonan Þórdís Björk Þorfinnsdóttir var mikið jólabarn á sínum yngri árum. Hún hefur þó róast töluvert með árunum og segist vera sátt ef hún nær að setja aðventukransinn upp fyrir jól. Hið sanna hátíðarskap hellist þó alltaf yfir Þórdísi á Þorláksmessu þegar faðir hennar dregur hana í búðir til þess að finna jólagjöf handa móður hennar. Þórdís er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar

Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk.

Samstarf
Fréttamynd

Táraðist yfir jóla­gjöfinni frá eigin­manninum

Það er óhætt að segja að það sé brjálað að gera hjá tónlistarkonunni Margréti Eir í aðdraganda jólanna. Fyrir utan það að vera að fara syngja á hinum ýmsu jólatónleikum, þá ætlar hún sér að baka yfir sex sortir af smákökum fyrir jólin. En það er einmitt baksturinn sem hringir inn jólin fyrir Margréti. Margrét Eir er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Ó­farir á jóla­dags­nótt: „Hann nær í nál og tvinna og saumar nokkur spor í rassinn á mér“

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir hefur aldrei verið jólabarn. Þegar hún var yngri sagðist hún hata jólin og í dag segist hún vera með bráðaofnæmi fyrir bæði jólalögum og jólamyndum. Hún kann þó vel að meta sörur móður sinnar og nýtur tímans með fjölskyldunni. Katrín Edda er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Besta jóla­gjöfin var bón­orð á að­fanga­dag

Jólin eru sannarlega tími tónlistarkonunnar Guðrúnar Árnýjar. Hún kynntist manninum sínum í desember mánuði fyrir 22 árum síðan og trúlofaðist honum á aðfangadag. Þá eru jólin alltaf annasamur en skemmtilegur tími hjá henni í tónlistinni. Guðrún Árný er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum

„Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Sá sem gaf Gumma Kíró göngu­skó í jóla­gjöf hefði átt að vita betur

Kírópraktorinn og fagurkerinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, segist vera erfiður þegar kemur að jólagjöfum. Hann viti aldrei hvað hann langi í en jólagjafirnar sem börnin búi til í skólanum hitti þó alltaf beint í hjartastað. Gummi Kíró er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Jólin voru erfiður tími þar til hún losnaði undan pressunni og fann jóla­gleðina á ný

Leikkonan Aldís Amah Hamilton hefur verið áberandi hér á landi síðustu ár, nú síðast fyrir hlutverk sitt í Svörtu söndum. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á handrit fyrir nýja þáttaröð af Svörtu söndum en Aldís er einn af hugmyndasmiðum þáttanna. Eftir það ætlar hún að taka sér gott jólafrí í fyrsta sinn í langan tíma, borða ljúffengan vegan mat, spila tölvuleiki og hlaða batteríin. Aldís Amah er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Selja 1000 ístertur fyrir hátíðirnar

Ístertur Skúbb eru handgerðar og hafa svo sannarlega slegið í gegn. Skúbb selur rúmlega 1000 ístertur fyrir hátíðirnar og eru þær ómissandi fyrir marga á jólunum. Þær eru gerðar frá grunni og er því hver ísterta einstök.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gaf for­eldrum sínum hræði­lega jóla­gjöf sem var fljótt látin hverfa

Jólamánuðurinn er genginn í garð og því eru eflaust margir sem eiga eftir að horfa á myndina Elf á næstu vikum, ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Það er enginn annar en gleðigjafinn Felix Bergsson sem ljáir álfinum rödd sína í myndinni og er hann sjálfur mikið jólabarn. Felix er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Dóna­legur pakki gerði Ást­rós vand­ræða­lega á að­fanga­dags­kvöld

Hin stórglæsilega og hæfileikaríka Ástrós Traustadóttir fangaði athygli þjóðarinnar þegar hún tók þátt í þáttunum Allir geta dansað fyrir fjórum árum síðan. Þá hafði hún verið áberandi á samfélagsmiðlum í þónokkur ár. Í dag er hún hluti af LXS áhrifavaldahópnum sem þjóðin fékk að kynnast í samnefndum raunveruleikaþáttum á Stöð 2 í haust. Ástrós er viðmælandi í Jólamola dagsins.

Jól
Fréttamynd

Frönsk og ítölsk matarmenning á flottasta horni Reykjavíkur

„Við opnuðum staðinn í maí 2020 viðtökurnar hafa verið frábærar. Við erum auðvitað með eitt af bestu útisvæðum í borginni sem er æðislegt á sumrin og svo erum við á einu fallegasta horni bæjarins. Nú fyrst erum við að upplifa það að hafa túristana með í viðskiptavinahópnum sem er auðvitað bara frábær viðbót. Við hlökkum mikið til að taka á móti ykkur yfir hátíðarnar,“ segir Margrét Ríkharðsdóttir, yfirkokkur á Duck and Rose, sem er veitingastaður vikunnar á Vísi.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Kokka­lands­liðið stefnir aftur á gullið

Íslenska kokkalandsliðið hefur keppni á heimsmeistaramótinu í matreiðslu í dag. Liðið vann til gullverðlauna á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018 og stefnir ótrautt á að endurtaka leikinn.

Matur
Fréttamynd

Pósthús mathöll opnuð og allir dansa kónga

Mathöllin í gamla pósthúsinu opnar í dag eftir sex ára undirbúning. Markmið mathallarinnar er að vera sú skemmtilegasta á landinu. Stór nöfn á borð við Yesmine Olsson, Hauk á Yuzu og Sigga Hall eru öll hluti af verkefninu og leiddi sá síðast nefndi alla í kónga í tilefni dagsins.

Viðskipti innlent