Matur

Matur

Girnilegar uppskriftir úr öllum áttum og fréttir tengdar mat.

Fréttamynd

Segir engar breytingar hafa verið gerðar á upp­skrift SS pylsna

Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. 

Neytendur
Fréttamynd

Komo keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Atli Snær matreiðslumeistari, eigandi Komo veisluþjónustu, mun keppa fyrir Íslands hönd á evrópsku götubitaverðlaunum. Um er að ræða stærstu götutakeppni í heimi þar sem nítján þjóðir keppist um titillinn: Besti Götubitinn í Evrópu.

Lífið
Fréttamynd

Ljúffengar vöfflur í nestisboxið

Það getur verið mikill hausverkur fyrir foreldra að útbúa nesti fyrir börnin alla morgna fyrir skólann, sem er bæði hollt og spennandi. Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, útbjó ljúffengar kotasæluvöfflur sem eru fullkomin næring fyrir litla kroppa.

Lífið
Fréttamynd

Matar­boð hins full­komna gest­gjafa

Gestrisni, ljúfir tónar, notaleg lýsing, fallega dekkað borð og framsetning ljúffengra rétta eru grunnatriði þegar kemur að hinni fullkomnu matarupplifun. Hér að neðan má finna uppskriftir að þriggja rétta veislu ásamt nokkrum einföldum ráðum til að gera matarboðið sem eftirminnilegast.

Lífið
Fréttamynd

„Það var mikil geðs­hræring á heimilinu“

Grunlaus fjölskylda í Grafarvoginum fékk óvænta gesti í heimsókn í vikunni þegar eitruð könguló og maki hennar bárust inn á heimilið með vínberjaklasa. Köngulærnar reyndust vera af sömu undirtegund og svarta ekkjan.

Innlent
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir haustið

Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. 

Lífið
Fréttamynd

Biður for­seta um breytt fyrir­komu­lag á skólamáltíðum

Nemandi við Grunnskólann í Vestmannaeyjum leggur til að að grunnskólar landsins taki upp staðlaðan vikumatseðil. Slíkt segir hann myndu koma í veg fyrir matarsóun og að hann lendi í því að fá sama matinn í hádegis- og kvöldmat. Hann býður forseta Íslands á fund sinn til að kynna hugmyndina betur og vita hvort hún geti komið henni áleiðis. 

Lífið
Fréttamynd

Efna til þjóðar­at­kvæðis um besta nammið

Krambúðin efnir til þjóðaratkvæðis um besta nammið. Leikurinn felur í sér kosningu á besta namminu í fjórum algengum aðstæðum í íslenskri nammi-menningu. Það eru sakbitna sælan, sumarbústaðurinn, stefnumótið og bragðarefurinn.

Lífið
Fréttamynd

Ítalskur vanillu­búðingur með ástaraldinsósu

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups og matgæðingur, töfraði fram sumarlegan eftirrétt að hætti Ítala, Pannacotta. Hún segir eftirréttinn einfaldan og ljúfan og vinnuframlagið í algjöru lágmarki.

Lífið
Fréttamynd

Ekki ráð­legt að drekka orku eða neyta einnar fæðutegundar

Ný norræn næringarviðmið voru gefin út nýlega. Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti Landlæknis og næringarfræðingur, segir ekki miklar breytingar frá fyrri ráðleggingum. Það séu hærri viðmið um D-vítamín á Íslandi og að í nýjum ráðleggingum sé lögð meiri áhersla á að borða meira úr jurtaríkinu og minna rautt kjöt til að minnka kolefnisspor mataræðis. Jóhanna ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Sumar á disk” að hætti Evu Lauf­eyjar

Matgæðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir deildi einfaldri og ljúffengri uppskrift að sumarlegum snittum á Instagram-síðu sinni. Rétturinn er tilvalinn sem forréttur eða sem léttur réttur. 

Lífið
Fréttamynd

Harðfiskís, laxaís og beikonís í stærsta ísteiti ársins

Kjörísdagurinn stóri var haldinn hátíðlegur í Hveragerði síðastliðinn laugardag í fimmtánda skipti en hátíðin er liður í blómstrandi dögum í Hveragerði. Gefnir voru um 200 þúsund skammtar af ís og er áætlað að um 22 þúsund manns hafi látið sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

Starbucks kemur til Ís­lands

Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Starbucks opnar á Ís­landi

Kaffihúsakeðjan alþjóðlega Starbucks hyggst opna kaffihús á Íslandi innan tíðar. Malasíska félagið Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til þess.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Með hollustu að leiðar­ljósi

Hreppamjólk hefur nú komið með nýja skyrdrykki á markaðinn sem eru fáanlegir í fjórum ljúffengum bragðtegundum: hreinn, hindberja, karamellu og banana. 

Samstarf
Fréttamynd

Fólk ein­faldi mats­eldina um helgina

Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of.

Lífið
Fréttamynd

Mælir gegn notkun á teflonvörum

Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“

Næringar­fræðingur mælir gegn því að fólk fari á svo­kallað kjöt­ætu- eða carni­vor­ematar­æði þar sem mark­miðið er að borða nær ein­göngu kjöt, egg og smjör í þeim til­gangi að bæta heilsu­far sitt. Á­vallt beri að taka upp­lýsingum um næringu og matar­æði á sam­fé­lags­miðlum með fyrir­vara.

Innlent
Fréttamynd

Borðar ekkert nema kjöt, egg og smjör

Bergþór Másson, athafnamaður og skoðanabróðir, er að gera tilraun á sjálfum sér þessa dagana, en hann hefur ekkert borðað nema kjöt, egg og smjör í tvo mánuði. Hann segir að hingað til hafi gengið stórkostlega, alveg framar vonum, líkamlega, vitsmunalega og andlega. Hann stefnir að því að halda þessu áfram í 180 daga.

Lífið
Fréttamynd

Sól og sæla á Götubitahátíðinni

Mikil stemning myndaðist í Hljómskálagarðinum í Reykjavík liðna helgi þegar um 80 þúsund manns gerðu sér glaðan dag á hinni árlegu Götubitahátíð. Fastur liður hátíðarinnar er keppnin um besta Götubita Íslands. 

Lífið