Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Rann­sókn á or­saka­ferli í kjöl­far sjálfs­vígs

Þann 1. desember sl. lagði undirrituð fram tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs. Tillagan hefur það að markmiði að stuðla að öflun gagna sem nýtast við greiningu á áhættuhópum, í forvarnastarfi og við mótun fyrirbyggjandi aðgerða með það að markmiði að koma í veg fyrir sjálfsvígstilraunir og sjálfsvíg.

Skoðun
Fréttamynd

Út­spil Svan­dísar

Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna.

Skoðun
Fréttamynd

Þrjú grund­vallar­at­riði um stuðning við Grind­víkinga

Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla.

Skoðun
Fréttamynd

Sprengjur og tjöld

Það er áhugavert að á sama tíma og sprengjum rignir yfir fjölskyldur örfárra tjaldbúa á Austurvelli virðist utanríkisráðherra hafa meiri áhyggjur af tjöldunum en sprengjunum. Það er sjálfsagt og eðlilegt að ræða með hvaða hætti fólk má mótmæla á Austurvelli en við verðum öll að reyna að setja okkur í spor þeirra sem óttast um líf ástvina sinna í látlausu sprengjuregni Ísraelshers. Kröfur þessa fólks um fjölskyldusameiningar eru ekki ósanngjarnar, óaðgengilegar eða líklegar til að skapa álag á innviði. Þessi hópur er of fámennur til þess.

Skoðun
Fréttamynd

Allt er breytt

Allt er breytt, jarðhræringarnar á Reykjanesskaga og hamfarirnar í Grindavík hafa breytt öllum forsendum byggðarþróunar á höfuðborgarsvæðinu. Við þurfum að skoða skipulagsmálin upp á nýtt. 

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­mót í Reykja­vík

Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjóra­skiptin í dag

Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa?

Skoðun
Fréttamynd

Kílómetragjald á lands­byggðina?

Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar allra

Börnin á Íslandi eru að mínu mati á ábyrgð okkar allra. Þau eru framtíðin og við þurfum sem foreldrar og samfélag, sveitarfélög og ríkið, að veita þeim sem allra bestan og frjóastan jarðveg til að þroskast svo þau njóti sín til fulls.

Skoðun
Fréttamynd

Er ráð­herra hafinn yfir lög?

„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“, sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstrihreyfingarinnar, grænt framboðs, þegar hann flutti síðustu eldhúsdagsræðu sína kvöldið 8. júní 2021.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað með Grind­víkinga?

Ráðherrarnir í ríkisstjórn Íslands verða ekki sakaðir um að leiðast það að þræta og á sama tíma eru fjölmiðlar í fullri vinnu við að fjalla um sandkassaleik þeirra. Nú bíður hluti ráðherranna eftir því (og vonar) að stjórnarandstaðan leggi fram vantrauststillögu á matvælaráðherra. Svona rær ríkisstjórnin lífróður sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir í ruglinu

Lífeyrissjóðirnir hafa fullyrt að þeim sé óheimilt að fella niður vexti og verðbætur, tímabundið í þrjá mánuði, á húsnæðislánum Grindvíkinga. Og fylgja þannig fordæmi bankanna. 

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís og sjallarnir

Enn eina ferðina eru ríkisstjórnarflokkarnir tveir, VG og Sjálfstæðisflokkur, að opinbera vandræðaganginn á stjórnarheimilinu.

Skoðun
Fréttamynd

Bleiki fíllinn í postulíns­búðinni

Ég vil hrósa aðilum vinnumarkaðarins fyrir ábyrga nálgun í upphafi kjaraviðræðna. Verðbólgu og vaxtabölið er bleiki fíllinn í postulínsbúðinni. Lífsgæði og afkoma flestra ráðast að mestu af þessum þáttum og sveitarfélögin eru ekki stikkfrí.

Skoðun
Fréttamynd

Rjúfum kyrrstöðuna í orku­málum

Undanfarnar vikur hefur farið fram hávær umræða um þá kyrrstöðu sem hefur ríkt í orkumálum á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna.

Skoðun
Fréttamynd

Til um­hugsunar á nýju ári: Al­menningur - þögli hagaðilinn

Ekki þarf að fjölyrða um þær alvarlegu afleiðingar sem skortur á raforku til heimila og venjulegra fyrirtækja getur haft á daglegt líf samfélagsins. Mikil umræða hefur verið um málið að undanförnu - en hvað er nákvæmlega átt við þegar vísað er til orkuöryggis almennings?

Skoðun
Fréttamynd

Saman gerum við betur!

Árið 2023 hefur á margan hátt verið ákveðið tímamótaár og fjölmörg verkefni og áskoranir sem við sem störfum að sveitarstjórnarmálum höfum staðið frammi fyrir og tekist á við. Jarðhræringar og eldgos á Reykjanesi, rétt utan við Grindavík, hefur haft gríðarleg áhrif á íbúa bæjarins og sveitarfélagið.

Skoðun
Fréttamynd

Jólin - ljós og orkuöryggi

Jólasteik í ofninum, kraumandi pottar á hellum, glitrandi perur á húsum og brosandi börn í ljósi jólatrjáa í hlýjum húsum. Þetta er væntanlega myndin sem kemur upp í huga flestra þegar jólin eru nefnd. Það er ekki langt síðan veruleikinn var annar.

Skoðun
Fréttamynd

Loksins kviknað á perunni?

Síðustu daga hafa þingmenn og heilu þingflokkarnir lýst því yfir að þeir ætli að beita sér fyrir aukinni orkuöflun til að mæta yfirvofandi raforkuskorti hér á landi. Ítrekaðar áhyggjur hafa verið hunsaðar og nú, þegar vandinn er farinn að vera virkilega alvarlegur og er orðinn öllum kýrskýr, keppast þingmenn við að koma með háfleygar yfirlýsingar eins og að hulunni hafi verið svipt.

Skoðun
Fréttamynd

Þver­skorin ýsa og hamsa­tólg

Með hækkandi aldri leitar hugurinn gjarnan á þessum tíma til jólanna í „gamla daga“ eins og barnabörnin myndu orða það. Þá var öldin sannarlega önnur. Þá eins og nú, ríkti ójöfnuður í samfélaginu, sumir höfðu gnótt, aðrir minna og enn aðrir ekki neitt.

Skoðun
Fréttamynd

Hvernig getum við bætt frammi­stöðu ís­lenskra barna í PISA?

Nú þegar grunnskólasamfélagið heldur í langþráð jólafrí verður ekki fram hjá því litið að niðurstöður Íslands í PISA könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru áfram áhyggjuefni fyrir íslenskt menntakerfi. Niðurstaðan hefur vakið verðskuldaða athygli, innan menntasamfélagsins sem og utan þess og er það fagnaðarefni.

Skoðun
Fréttamynd

Hann hlýtur að vera á út­leið

Nú í vikunni skipaði utanríkisráðherra tvo gamla vini og samstarfsfélaga sendiherra. Annan í Róm og hinn í eitt mikilvægasta embætti utanríkisþjónustunnar, sendiherra í Bandaríkjunum. Bæði tvö ágætisfólk og hef ekkert út á þau að setja. Hafa bæði mikla mannskosti en enga reynslu af utanríkisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægir menningarsamningar í höfn

Reykjavík fagnaði nýrri öld árið 2000 með því að skarta sæmdarheitinu Menningarborg Evrópu ásamt sex öðrum borgum álfunnar og markaði aldamótaárið varanleg spor í menningarsögu landsins sem við höfum í raun notið góðs af síðan með fádæma fjölbreyttu viðburðahaldi, frumsköpun og grósku upp á nánast hvern einasta dag ársins þar sem listafólk og menningarhópar hafa náð snilli í að skapa mikið úr litlu.

Skoðun
Fréttamynd

Rósum prýdd mót­mæli á Austur­velli

Á dögunum efndu Samtök aðstandenda og fíknisjúkra til mótmæla á Austurvelli. Með mótmælunum vildu samtökin koma skýrum skilaboðum til stjórnvalda um erfiða stöðu fólks sem glímir við vímuefnavanda.

Skoðun