Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Stórtíðindi í heilsugæslu á Suðurnesjum

Þau gleðilegu tíðindi bárust okkur í byrjun þessa mánaðar að Sjúkratryggingar Íslands, fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins, hafa auglýst eftir rekstraraðila til að reka nýja heilsugæslustöð í Reykjanesbæ en um verður að ræða heilsugæslustöð í rúmlega eitt þúsund fermetra húsnæði að Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ. Þetta verður fyrsta sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðin utan höfuðborgarsvæðisins.

Skoðun
Fréttamynd

Þjóðareign hinna fáu

Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi á Alþingi

Frelsið á sér of fáa málsvara í samfélaginu í dag. Kannski er það vegna þess að við njótum þess að miklu leyti og teljum okkur ekki þurfa að hafa af því áhyggjur – en ef við pössum ekki stöðugt upp á frelsið getur það hæglega orðið hinni alræmdu salamiaðferð aðferð að bráð, þar sem sneitt er af því smám saman. „Hvað með börnin?“ er auðvitað þekkt stef. En lýðheilsuna? Öryggið?

Skoðun
Fréttamynd

Ráðherra í stríð við strandveiðar

Fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar sjávarútvegsráðherra um að taka upp svæðaskipt­ingu á kvóta strand­veiðanna á nýj­an leik er at­laga að brot­hætt­um sjáv­ar­byggðum lands­ins.

Skoðun
Fréttamynd

Löng og ströng bið eftir heilbrigðisþjónustu?

Embætti landlæknis hefur sett ákveðin viðmiðunarmörk um hvað getur talist ásættanleg bið eftir heilbrigðisþjónustu, en mörkin eru sett með hliðsjón af markmiðum í nágrannalöndum okkar varðandi aðgengi að heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Bergmál úr fortíðinni

Allt frá upphafi Úkraínustríðsins þegar Rússland þverbraut alþjóðalög enn á ný og réðist inn í Úkraínu, hafa þingmenn og stjórnvöld verið einhuga um algjöra samstöðu með Úkraínu og með öðrum lýðræðisríkjum. Það er jákvætt enda eiga fáar þjóðir meira undir því en við Íslendingar að brot á alþjóðalögum séu ekki liðin. Á þeim tíma sem liðinn er frá innrásinni hafa úrtöluraddir og samúð með rússneskum stjórnvöldum sem betur fer farið mjög lágt hér á landi.

Skoðun
Fréttamynd

Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram

Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn.

Skoðun
Fréttamynd

Alþingismenn einhuga um stuðning við Úkraínu

Á síðasta degi þingvetrarins samþykkti Alþingi samhljóða frumvarp fjármálaráðherra um að fella niður tolla á allar vörur sem eru upprunnar í Úkraínu. Um tímabundna ráðstöfun er að ræða. Samkvæmt lögunum falla tollarnir niður til og með 31. maí 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Ný rammaáætlun risastórt framfaraskref

Ég er afar stoltur og ánægður að rammaáætlun hafi loks hlotið náð fyrir augum Alþingis. Þetta er fjórða tilraun til afgreiðslu málsins og hefur ekki verið samþykkt heildstæð áætlun síðan í janúar 2013.

Skoðun
Fréttamynd

Níu ára stöðnun rofin

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að Ísland eigi að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu. Við viljum að Ísland skipi sér í fremstu röð í baráttunni gegn loftlagsvánni og ætlum okkur að uppfylla ákvæði Parísarsamningsins.

Skoðun
Fréttamynd

Ný­sam­þykkt fjár­mála­á­ætlun er pólitísk mark­leysa

Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­keppni er ekki á dag­skrá hjá ríkis­stjórninni

Íslenskur almenningur er reglulega minntur á mikilvægi virkrar samkeppni og kostnaðinn sem fylgir samkeppnisskorti. Hvort sem um er að ræða fákeppni í bankaþjónustu, á tryggingarmarkaði eða eldsneytismarkaði, í landbúnaði eða sjávarútvegi.

Skoðun
Fréttamynd

Fæðing Rammaáætlunar

Tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landssvæða skal samkvæmt lögum lögð fram á Alþingi ekki sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Fyrirliggjandi tillaga hefur verið lögð fram í þrígang en ekki náð fram að ganga.

Skoðun
Fréttamynd

Á­kall um sam­stöðu

Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki spretta grös við ein­samlan þurrk

Sú staða sem uppi er í heiminum í dag minnir okkur rækilega á hversu mikilvægt það er að tryggja fæðuöryggi í landinu. Innlend framleiðsla mun seint geta uppfyllt alla þá fjölbreytni sem eftirspurnin krefst.

Skoðun
Fréttamynd

Viltu með mér vaka?

Bjartsýnin skýtur rótum í beðum hugans á björtustu dögum ársins. Og um leið og við böðum okkur í mjúkri birtu miðnætursólarinnar og hlökkum til ferðalaga sumarsins tendrast ást okkar á landinu. Og öllu því sem það býr yfir. Vatnið í ánni, orkan í náttúrunni og ferska loftið sem fyllir lungun. Við finnum tært í huga og hjarta að yfir því viljum við vaka og sofa. Vernda og nýta þannig að framtíðarkynslóðir geti verið stoltar af. Ánægðar með forgangsröðun og uppskeru forvera.

Skoðun
Fréttamynd

Of stór biti í háls

Skipan utanríkismála og varna landsins er eitthvert mikilvægasta viðfangsefni ríkisstjórna á hverjum tíma. Það er því viðvarandi verkefni að tryggja að við fylgjum þróuninni fast eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Bann gegn guðlasti lögfest á ný

Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum raun­veru­lega á­herslu á skaða­minnkun

Mér barst nýlega svar frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn minni á Alþingi um vörslu ávana- og fíkniefna til eigin nota. Svarið sem ég fékk var því miður ófullkomið, sem sagt á þá leið að ekki væri unnt að fá svar varðandi umbeðið tímabil. Tilgangur fyrirspurnarinnar var að skoða þróun lagaframkvæmdar varðandi ávana- og fíkniefni sem lýtur að vörslu svonefndra neysluskammta.

Skoðun
Fréttamynd

Átak í mennta­málum – skortur á vilja?

Átak þarf til þess að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Langvarandi skortur húsnæðis hefur orðið til þess að fasteignaverð hefur hækkað verulega á undanförnum árum og nú er svo komið að mati fjölmargra greiningaraðila að þrengingar í efnahagslífinu verði enn meiri sökum þess ástands.

Skoðun
Fréttamynd

Leigu­bíla­vandinn verður að leysast

Í tæplega þrjátíu ár hafa stjórnvöld haft þak á leyfum til að veita leigubílaþjónustu. Þrátt fyrir fólksfjölgun, og gríðarlega fjölgun ferðamanna, hefur fjölgun leyfa alls ekki náð að mæta aukinni eftirspurn.

Skoðun
Fréttamynd

Tíminn er tak­mörkuð auð­lind!

Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu.

Skoðun
Fréttamynd

Tökum flugið með Nice Air!

Nú í morgunsárið tók á loft flugvél flugfélagsins Nice Air frá Akureyrarflugvelli í sína jómfrúarferð og setti stefnuna á Kaupmannahöfn. Þar með er hafið áætlunarflug á milli Norðurlands og áfangastaða í Evrópu.

Skoðun
Fréttamynd

Af­vega­leiðing Ís­lands­banka­málsins

Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið.

Skoðun
Fréttamynd

Er verið að njósna um þig?

Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum.

Skoðun