Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Kjörið tækifæri

Hvernig samfélagi langar þig til að búa? Hvernig sérð þú fyrir þér framtíð sveitarfélagsins þíns? Hvernig finnst þér að hlutunum eigi að vera stýrt? Þetta eru spurningarnar sem við svörum á kjördag. En í grunninn snýst þetta líka um stærri spurningu. Hver telur þú að gæti almannahags frekar en sérhagsmuna? Hver telur þú að hafi sterk grunngildi? Hverjum treystir þú?

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavík á réttri leið

Um hvað er kosið? Reykjavík er í örum vexti sem skapar ótal spennandi verkefni og brýn viðfangsefni. Við þurfum að tryggja græna borgarþróun og að samfélagið skapi öllum borgarbúum jöfn tækifæri. Framundan eru brýn verkefni en í mínum huga er það ótvírætt að Reykjavík er á réttri leið.

Skoðun
Fréttamynd

Kosið um traust

Kæru Reykvíkingar. Í dag göngum til kosninga og kjósum um framtíð borgarinnar. Það verður kosið um stefnu. Og það er kosið um traust.

Skoðun
Fréttamynd

Hafn­firðingar eru á­nægðir með bæinn sinn

Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt.

Skoðun
Fréttamynd

Ögur­stund Reykja­víkur­flug­vallar

Snemma á þessari öld sýndi ég kollega mínum á Ríkisútvarpinu, Gísla Marteini Baldurssyni, kort sem ég hafði gert af flugvallarsvæðinu í Reykjavík og skipulagsáformum þar í kring.

Skoðun
Fréttamynd

Skulda­söfnun Reykja­víkur­borgar verður að linna

Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt.

Skoðun
Fréttamynd

Allar borgir þurfa Pawel

Það eru 11 framboð í Reykjavík. Nokkur hundruð manns sem nú bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Reykvíkinga og stýra borginni okkar næstu árin. Í þessum stóra hópi er fjöldinn allur af frambærilegu fólki með þá þekkingu og getu sem þarf til.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi Fram­sóknar­flokksins

Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur skrifað hverja greinina á fætur annarri hér á Vísi.is undanfarna daga þar sem látið er að því liggja að hátt húsnæðisverð og allt það sem miður fer í húsnæðismálum á Íslandi sé borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík að kenna.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum treystir þú?

Það er fallegur og sólríkur dagur í dag, degi fyrir kjördag og von á góðu veðri um helgina. Undanfarnar vikur höfum við í Framsókn verið á fleygiferð um borgina og reynt eftir fremsta megni að hlusta vel á raddir borgara. Hvort sem er með símtali, fyrir utan verslunarkjarna eða á fundum.

Skoðun
Fréttamynd

Þessu breytti Við­reisn

Í fjölmörgum samtölum við kjósendur fæ ég stundum spurningu um hvað geri Viðreisn ólíka öðrum flokkum og hverju vera Viðreisnar í borgarstjórn hafi breytt. Það er mér bæði ljúft og skylt að svara því.

Skoðun
Fréttamynd

Að ná ekki endum saman

Í miðjum kosningahasar var ársreikningur Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2021 samþykktur í bæjarstjórn. Þar kom fram að niðurstaða bæjarsjóðs er 566 milljón króna tap samanborið við 344 milljón króna tap árið áður.

Skoðun
Fréttamynd

Kæru Hafn­firðingar, takk kær­lega fyrir mig!

Undanfarnar vikur hef ég farið út um allan bæ og hitt ykkur; hvort sem það hefur verið heimsókn í fyrirtæki, íþróttafélög eða félagasamtök, á fundum, á viðburðum eða á förnum vegi. Það hefur verið virkilega skemmtilegt að hitta ykkur og eiga góð og gagnleg samtöl um bæinn okkar og hvað við getum gert til að gera góðan bæ enn betri.

Skoðun
Fréttamynd

Brúum bilið – svona er planið!

Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Flokkur fólksins setur Sunda­braut í for­gang

Flokkur fólksins styður uppbyggingu á fjölbreyttra samgönguleiða og virðir þá staðreynd að langflestir Reykvíkingar ferðast með bílum. Taka verður á óþolandi töfum í umferðinni og skipulag má ekki þrengja um of að bílaumferð.

Skoðun
Fréttamynd

Í­þrótta­málin í Laugar­dal í for­gangi, að sjálf­sögðu Björn

Það er einn dagur í kosningar og Björn Kristjánsson, ágætur kunningi minn, og baráttumaður fyrir íþróttastöðu í Laugardalnum sendir mér spurningar hér á Vísi. Hann rifjar upp góð samtöl mín við íbúa í Laugardal og forystu Þróttar og Ármanns á þessu vori og hvernig mál hafa þróast með yfirlýsingum um nýja Þjóðarhöll.

Skoðun
Fréttamynd

Gerum betur fyrir Hafn­firðinga

Þegar ég byrjaði með karlinum mínum fyrir um þrjú hundruð árum síðan eða svo fannst fólkinu mínu óravegur til Hafnarfjarðar. Reykjanesbrautin var ekki komin og heimsókn úr Breiðholtinu þýddi að fjölskyldan mín og vinir brettu upp ermar, fóru í ferðafötin og smurðu jafnvel nesti.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­næðis­vandi ungs fólks

Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks.

Skoðun
Fréttamynd

Breið­holt, besta hverfið

Það er frábært að vera í Breiðholtinu og búa. Þetta vitum við í Viðreisn, enda ekkert hverfi sem á jafn marga fulltrúa á okkar lista og Breiðholtið. Hér höfum við báðar alist upp. Önnur býr hér enn með fjölskyldu sinni á meðan hin fluttist yfir Elliðaár, yfir í Árbæ.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hlutinn sem gleymdi að byggja

Aðrar borgarstjórnarkosningarnar í röð eru húsnæðismál stærsta kosningamálið í Reykjavík. Það segir ákveðna sögu um loforð og efndir í þeim málaflokki. Á þeim fjórum árum sem liðin eru frá síðustu kosningum hefur staðan á húsnæðismarkaði í Reykjavík versnað enn frekar og er nú orðin grafalvarleg. Sú staða er ekki náttúrulögmál, hún er mannanna verk. Hún er á ábyrgð þeirra sem hafa stjórnað Reykjavíkurborg samfleytt í meira en áratug.

Skoðun
Fréttamynd

Valið er skýrt í Reykja­vík

Borgarbúar standa frammi fyrir augljósum kostum nú á laugardag. Að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og nýja forystu í borgina, eða einhvern hinna og stuðla með því að enn einni útfærslunni af því sama í Reykjavík. Valið er skýrt.

Skoðun
Fréttamynd

Stór­aukin þjónusta fyrir heimilis­laust fólk

Á þessu kjörtímabili hefur þjónusta við heimilislaust fólk tekið stakkaskiptum í Reykjavík. Hérlendis hefur borgin lengi verið í forystu í málaflokknum með einu neyðarskýli landsins, borgarverði og fleira.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sókn í leik­skóla­málum

Um 800 börn bíða eftir leikskólaplássi í dag og hefur sá fjöldi nánast haldist óbreyttur undir stjórn núverandi borgarstjórnarmeirihluta. Þessu verður að breyta. Staðan hefur gríðarleg áhrif á líf fólks enda er framfærsla flestra fjölskyldna háð því að báðir foreldrar vinni úti.

Skoðun
Fréttamynd

Verum saman í sókn jafnaðar­manna!

Jafnaðarmenn eru í stórsókn í Hafnarfirði. Það skynja allir Hafnfirðingar. Það segja einnig skoðanakannanir og þær fara saman við tilfinningu okkar jafnaðarmanna í bænum í kosningabaráttunni. Við finnum stuðning og hvatningu frá bæjarbúum. Það er almennur vilji til þess að jafnaðarmenn taki við stjórn Hafnarfjarðar að loknum kosningum á laugardag.

Skoðun
Fréttamynd

Far­sæl börn á höfuð­borgar­svæðinu

Á laugardaginn fara fram sveitarstjórnarkosningar og er mikilvægt að hver og einn einstaklingur kjósi þá forystu sem viðkomandi vill sjá í sínu nærumhverfi. Sveitarstjórnir landsins stýra og/eða framkvæma stóran hluta af þeirri þjónustu sem við, sem íbúar á Íslandi, njótum í nærumhverfi okkar daglega og því mikilvægt að við nýtum öll okkar raddir á laugardaginn og höfum áhrif á næstu fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

Hittumst á Skóla­vörðu­túni

Á dögum sem þessum iðar Klambratúnið af lífi. Fólk leggst á grasið með drykki og mat. Börn príla í leiktækjum. Hundar mætast og þefa hvor af öðrum og frisbídiskar lenda í körfum með tilheyrandi hljóðum. Þetta virkar.

Skoðun
Fréttamynd

Árangur í þágu borgarbúa

Kjósendur í Reykjavík hafa um margt að velja þegar gengið verður til kosninga á laugardag. Framboðin eru jafn ólík og þau eru mörg en í grunninn snýst valið bara um tvennt, málefni og trúverðugleika. Hvað framboðin ætla að gera næstu árin og hvort þeim sé treyst til slíkra verka.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægar kosningar

Sveitarstjórnir sinna mikilvægum verkefnum sem snerta daglegt líf okkar allra og nærþjónustan skiptir okkur öllu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Fjöl­breytt leigu­hús­næði

Við þurfum öll að eiga heimili, hvort sem það er í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði. Sum okkar vilja eiga húsnæði á meðan aðrir annað hvort kjósa að leigja eða eru fastir á leigumarkaði af einhverjum ástæðum.

Skoðun