Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Skoðanagreinar eftir kjörna fulltrúa á Alþingi og í sveitarstjórnum.

Fréttamynd

Allar íbúðir eins

Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Ef einhver vill búa í lítilli íbúð þá má það ekki. Ef einhver telur sig ekki hafa þörf fyrir geymslu eða þvottahús þá veit ríkið betur. Það er eins og það gleymist að fólk geti verið ólíkt, og með ólíkar þarfir á mismunandi tímum.

Skoðun
Fréttamynd

Harmur kirkjunnar

Það er auðvelt að afgreiða kirkjuna sem afdankaða og úrelta stofnun. Það á við um fleiri stofnanir í samfélaginu. En líklega er það of auðvelt. Kirkjan hefur hlutverki að gegna þótt skoðanir geti verið skiptar um hvert það hlutverk sé eða hvernig því sé sinnt. Víða um heim er kirkjan öflugur málsvari mannhelgi, frelsis og róttækni, og lætur sig órétt og kúgun varða. Vandi kirkjunnar hér á landi er ekki síst sá að hún hefur alla tíð samsamað sig valdinu og varðstöðunni um það. Á Íslandi hafa valdastéttirnar og kirkjan átt samleið um aldaraðir.

Skoðun
Fréttamynd

Komið nóg, Ólafur

Ólafur Ragnar Grímsson hélt blaðamannafund á Bessastöðum í vikunni, hrærður og hlessa yfir því að Guðni Ágústson skyldi birtast þar með undirskriftir sér til stuðnings. Sá leikþáttur sem þar var settur upp var ekki sérlega trúverðugur. En þótt Ólafur neiti því að um fyrirframákveðna atburðarrás hafi verið að ræða þá geta allir dæmt um hvort þögn hans við fjölmiðla, afskiptaleysi af undirskriftasöfnun sér til stuðnings og sérstakir "opnir dagar“ á Bessastöðum í henni miðri styrki þá sögu eða ekki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þingið sem treysti sér ekki

Stjórnarskrá Íslands verður ekki breytt nema með samþykki tveggja þinga með kosningum á milli. Það vald verður að óbreyttu ekki framselt annað. Né heldur er hægt að framselja ábyrgðina af því að vandað sé til verksins, þótt þingið kunni að langa til þess.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sýndarsamráð

Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara.

Skoðun
Fréttamynd

Stattu upp!

Með nýju ári óx þjónustusvæði Strætó til muna með samningum fyrirtækisins við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Nú eru farnar um ellefu ferðir á dag til Selfoss, þrjár til Hvolsvallar og ein til Víkur í Mýrdal. Einu sinni í viku er svo farið alla leið til Hafnar í Hornafirði.

Skoðun
Fréttamynd

Ást á stórum byggingum

Einhverjum gæti þótt mikil eftirsjá að öllu fénu sem fer í sundlaugar hér og þar um landið. "Mikið mætti spara með því að fækka þeim og nýta heita vatnið í aðra og uppbyggilegri hluti,“ gætu menn sagt. Nú er til dæmis flott sundaðstaða í Reykjanesbæ. Þegar búið er að flytja flugvöllinn til Keflavíkur blasir við að hægt verði að fækka sundlaugum um landið töluvert. Menn munu þá geta hoppað í flugvél eftir vinnu, farið í sund í "Lands- háskólasundlauginni“ í Reykjanesbæ og komið heim fyrir tíufréttir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heggur sá er hlífa skyldi

Ekki alls fyrir löngu stóð Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur (áður Menntaráð) frammi fyrir því að þurfa að skera töluvert niður. Þurfa er kannski ofsagt – það var pólitísk ákvörðun meirihlutans að skera svona mikið niður í menntamálum en hlífa í staðinn öðrum sviðum. Meirihluti Besta flokks og Samfylkingarinnar var auðvitað fljótur að finna upp á frábærri leið til þess að spara hundruð milljóna króna ef ekki milljarða. Þau ætluðu bara að sameina fullt af skólum og leikskólum og alls konar menntastofnunum. Nýr og skapandi meirihluti.

Skoðun
Fréttamynd

Ætlað samþykki

Nokkrir þingmenn vilja breyta lögum á þann hátt að líffæri verði tekin úr látnum mönnum nema að þeir hafi beðið um annað. Ekki ætla ég að ætla að þeim gangi annað en gott til en eitthvað er óþægilegt við það að vefir okkar renni sjálfkrafa til samfélagsins að okkur látnum. Frekar en að taka "rétta“ ákvörðun fyrir alla, ætti að gera öllum auðvelt að taka rétta ákvörðun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekki eins og að stela bíl

Ímyndum okkur skóframleiðanda sem rekur nokkrar verslanir í litlu landi. Skóframleiðandinn ákveður að hann ætli að hafa sumar búðir dýrari en aðrar. Fyrir því gæti hann haft ýmsar ástæður. Það gæti verið að flutningskostnaður væri mishár, að leigan væri sums staðar hærri eða fasteignagjöld breytileg eftir bæjum. Svo gæti hreinlega verið að hann mæti það svo að kúnnar sumra verslana væru almennt ríkari en kúnnar annarra og því mætti reyna að rukka þá um meira.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að treysta neytendum

Hvað sem líður umsókn Íslands að Evrópusambandinu er ljóst að við Íslendingar þurfum að taka tolla- og vörugjaldalöggjöf okkar til gagngerrar endurskoðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Frelsi til að vera til

Það berast ekki allt of margar fréttir af þinginu þessa dagana þar sem aukið er á svigrúm fólks til leita hamingjunnar og ráða sér sjálft. En það er sjálfsagt að hrósa þingmönnum þegar það gerist. Nýsamþykkt þingsályktunartillaga um að heimila staðgöngumeðgöngu í velgjörðarskyni er skref í rétta átt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Rangfærslum svarað

Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi starfsmaður Baugs, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um umfjöllun Kastljóss um stefnu slitastjórnar Glitnis gegn helstu stjórnendum bankans og eigendum. Í grein sinni fullyrðir Kristín að stefnan sé "lesin upp orðrétt í Kastljósi Ríkisútvarpsins, þann 12. janúar síðastliðinn án nokkurra athugasemda, eins og um hreinan sannleika sé að ræða“.

Skoðun
Fréttamynd

Farsæll dauði hverfaforgangs

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að nýjar reglur um hverfaforgang í framhaldsskólum gangi ekki upp. Lagaheimild hafi skort, reglurnar hafi ekki verið settar með reglugerð heldur með bréfaskriftum og birtingu þeirra hafi verið ábótavant. Hæpið sé að stjórnarskráin heimili slíka takmörkun á aðgengi til náms. Ráðuneytið fær, með öðrum orðum, falleinkunn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Byggðaþróun og samgöngustefna

Guðjón Baldursson læknir skrifaði tvær greinar milli jóla og nýárs í Fréttblaðið þar sem hann kallaði fyrirhugaða byggingu nýs spítala á Landspítalalóðinni við Hringbraut "stórslys 21. aldarinnar“. Það er ekki mitt að skipta mér af stílbrögðum annarra. En ég sé ekki betur en að Guðjón gefi sér forsendur, hvað varðar byggðaþróun og samgöngustefnu, sem ekki eiga sér stoð í veruleikanum og dragi af þeim stóryrtar ályktanir.

Skoðun
Fréttamynd

Betri Reykjavík fyrir alla

Lýðræðisbyltingar þurfa ekki að vera blóðugar eða háværar. Þvert á móti geta þær verið þægilegar og hljóðlátar.

Skoðun
Fréttamynd

Gegn lögum og vísindum

Sumir segja að Jón Bjarnason hafi verið rekinn úr embætti vegna andstöðu sinnar við ESB. Það má vel vera, en barátta hans fyrir óvandaðri stjórnsýslu og andstaðan við vísindaleg vinnubrögð í landbúnaði og sjávarútvegi hefðu vel mátt duga til brottreksturs, án þess að fleira kæmi til.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við áramót

Í lok árs er við hæfi að líta til baka yfir hið liðna, hvort sem er á hinum pólitíska vettvangi eða á öðrum sviðum þjóðlífsins. Til gleðiefna telst árangur fremsta íþróttafólks okkar á alþjóðavettvangi, ekki síst kvennalandsliðanna í handknattleik og knattspyrnu.

Skoðun
Fréttamynd

Árið 2012 verður að nýta vel

Við lestur áramótagreina undanfarinna ára blasir við hversu ótrúlega mikil stöðnun hefur ríkt á Íslandi frá því að ríkisstjórn Alþýðubandalagsins tók við völdum.

Skoðun
Fréttamynd

Náttfatagjald

Um áramótin tekur gildi nýr skattur, gistináttaskattur, sem lagður er á fólk sem lúllar gegn gjaldi utan heimilis. (Þó ekki ef það lúllar í orlofshúsi sveitarfélags.) Sameiginleg nefnd ríkis og hagsmunaaðila mun sjá um að deila út þorra þess fjár sem þannig kemur í kassann. Það verður gert í gegnum sérstakan sjóð sem á að veita fjármagn til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Sjóðnum verður stjórnað af fjögurra manna nefnd þar sem ferðaþjónustan skipar tvo. Hljómar vel?

Fastir pennar
Fréttamynd

Framsóknarflokkurinn 95 ára – Bjarta framtíð

Framsóknarflokkurinn fagnar 95 ára afmæli í dag sem elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann var stofnaður á Alþingi hinn 16. desember 1916 og hefur síðan orðið að fjöldahreyfingu yfir tólf þúsund félagsmanna á öllu landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Áfram með smjörið

Fyrir um þrjátíu árum voru sett herlög í Alþýðulýðveldinu Póllandi. Stjórnarandstæðingar voru sóttir heim í skjóli nætur og settir í fangelsi. „Samstaðan“ var orðin of sterk, stjórnvöld þurftu að skakka leikinn. Helstu forkólfar hins frjálsa verkalýðsfélags voru reyndar vistaðir við ágætisaðstæður í heilsulindum fyrir liðsforingja. Þeir fengu nógan mat og náðu meira að segja að hamstra smjör, sem þeir smygluðu til eiginkvenna þegar þær komu í heimsókn. Það segir sitthvað um vöruúrvalið í landinu þegar fólk er farið að smygla nauðsynjavörum úr fangelsum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sköpum samstöðu

Forysta stjórnarflokkanna nærist á átökum. Það er gömul saga og ný. Það er því eftir öðru að helsta markmið formanns VG virðist nú vera að losna við efnahags- og viðskiptaráðherrann úr ríkisstjórn. Hann hefur ógnað foringjaræðinu sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra virðast hafa tileinkað sér. Enginn treystir Steingrími Joð fyrir alvaldi í efnahagsmálum, en hann virðist ekki hlusta nú frekar en fyrri daginn.

Skoðun
Fréttamynd

Miskunn, vorkunn og verslun

Nú líður að þeim tíma ársins þegar margir sjá ástæðu til að fara til útlanda að kaupa föt og annað drasl og aðrir sjá ástæðu til að býsnast yfir því. Sumir telja að við verðum okkur til skammar með kaupgleði í H&M. Aðrir óttast að íslenskir kaupmenn séu að „verða af“ tekjum upp á hitt og þetta.

Skoðun
Fréttamynd

Alveg klikk

Það er ekki annað hægt en að vera hugsi yfir þeirri niðurstöðu tveggja norskra sálfræðinga um að Anders Breivik sé ekki fær um að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Kannski ætti að varast að þykjast vitrari en þeir sem vit eiga að hafa. Kannski ætti líka að sýna því virðingu þegar menn virðast vinna vinnu sína í takt við lög og fræði en ekki almenningsálit. En það breytir því ekki að niðurstaðan og afleiðingar hennar hljóta að vekja okkur til umhugsunar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenskt, nei takk

Á Alþingi liggur nú fyrir frumvarp innanríkisráðherra um breytingar á áfengislögum sem kveður á um að bannað sé að auglýsa óáfenga drykki ef hægt er að ruglast á umbúðum þeirra og umbúðum áfengra drykkja. Í greinargerð frumvarpsins segir að stemma eigi stigu við leyndum áfengisauglýsingum og því sé verið að fylgja eftir upphaflegum tilgangi laga um bann við áfengisauglýsingum. Raunveruleikinn í fjölmiðlaumhverfi landsins sýnir þó að sá tilgangur hefur ekki náðst þar sem áfengisauglýsingar eru víða. Fyrirliggjandi frumvarp innanríkisráðherra mun hafa þar lítið að segja en mun hins vegar hafa auknar samkeppnishamlandi afleiðingar í för með sér.

Skoðun
Fréttamynd

Af leikskólamálum

Stundum er eins og fólk haldi að undir Ráðhúsi Reykjavíkur séu gullnámur sem hægt sé að ganga í þegar vantar peninga til að fjármagna eitthvað. Ég hef skoðað hvern krók og kima í Ráðhúsinu en þar er engar slíkar námur að finna. Reykjavíkurborg notar allar tekjur sínar til þess að greiða laun og halda úti þjónustu sem henni er ætlað að sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Þrýstikannað

Fólki finnst oft forvitnilegt að vita hvað öðrum finnst. Margir taka meira að segja afstöðu í málum út frá því hvað þeir halda að öðrum finnist. Það vill enginn kjósa flokk sem enginn kýs, og fáir vilja panta mat sem fáir panta. Menn leita í hjörðina.

Fastir pennar
Fréttamynd

Trúverðugir valkostir?

Víða um heim blása sterkir vindar. Það er almennt ekki að sjá að hægriflokkum hafi reynst sá stormur erfiðari en öðrum, svo að tækifærin eru til staðar. Í þessu ástandi þarf að stýra ríkisfjármálum af skynsemi og nísku. Um leið þarf að byggja upp atvinnulífið með öflugu einkaframtaki en þó vonandi ríkari af reynslu seinustu ára.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skemmtilegri leikskólar?

Í hádegisfréttum RÚV 8. nóvember tjáði borgarfulltrúi meirihlutans í Reykjavík sig um þá stöðu sem blasir við í málefnum leikskóla borgarinnar. Fyrr um daginn birtist fréttatilkynning frá Reykjavíkurborg um að verið væri að kanna hvort fjárhagur borgarinnar leyfði inntöku barna sem fædd voru 2010 í áföngum. Í kvöldfréttum sjónvarps 9. nóvember heyrðist loks í borgarstjóra og varaformanni skóla- og frístundaráðs. Allt var þetta vel æft, samhæfð viðbrögð og endurómun fréttatilkynningarinnar sem birtist á vef Reykjavíkurborgar. Sem sagt, eitthvað af tölum og útreikningum og fyrirslátturinn að verið sé að taka við stærsta árgangi Íslandsögunnar og ekki sé til nægilegt fjármagn til að setja í leikskólana. Ekkert þeirra (og fréttatilkynningin ekki heldur) gat hins vegar svarað spurningunni sem brennur á fólki með sannfærandi hætti. Af hverju má ekki bjóða börnum þau leikskólapláss sem þó eru laus?

Skoðun