
Garðabær segir upp rúmlega þriðjungi skólaliða
Tólf skólaliðum af 34 sem hafa starfað hjá grunnskólum Garðabæjar var sagt upp í dag. Uppsagnirnar eru afleiðing samnings sem Garðabær gerði við ræstingafyrirtækið Daga um ræstingar fyrir flestar stofnanir bæjarfélagsins.