Í erfiðleikum með að greiða upp strandveiðibát vegna ósanngjarns kerfis Smábátasjómaður á Raufarhöfn segir strandveiðikerfið ógna byggðum á Norðaustur- og Austurlandi. Sonur hans keypti bát fyrir tímabilið í sumar en gat lítið sem ekkert veitt og á nú í miklum erfiðleikum með að greiða hann upp. Innlent 27. júlí 2022 07:01
Ríkið mismunar börnum í Reykjavík á grundvelli búsetu og uppruna Samfélagið okkar hefur breyst mikið á síðustu áratugum. Það fjölþjóðlega samfélag sem við þekkjum í dag, varð ekki til á einni nóttu heldur hægt og bítandi samhliða aukinni alþjóðavæðingu og hagsæld. Við erum að vaxa, þroskast og fjölbreytileikinn auðgar mannlífið. Skoðun 26. júlí 2022 17:00
Vill prófa að breyta klukkunni í Vestmannaeyjum Reglulega hefur komið til umræðu að seinka klukkunni á Íslandi um eina klukkustund til að færa hana nær sólartíma og samræma betur líkamsklukku Íslendinga. Innlent 26. júlí 2022 16:11
Vill að Svandís fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, hefur óskað eftir því að þingmenn kjördæmisins fái fund með Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, vegna stöðvunar strandveiða til að leita að lausn á málinu. Innlent 26. júlí 2022 14:00
Ekki á borðinu að bæta við kvótann í sumar Ekki kemur til greina að bæta við þorskkvótann í sumar til að lengja strandveiðitímabilið að sögn matvælaráðherra. Því lauk fyrir helgi og eru strandveiðimenn á Austurlandi afar ósáttir með að þeir hafi lítið fengið að nýta hann. Innlent 26. júlí 2022 12:01
Ísland veitir Afganistan 80 milljóna króna styrk Íslensk stjórnvöld munu veita alls 80 milljónum króna í sérstakan sjóð Sameinuðu þjóðanna fyrir Afganistan (e. Multi Partner Special Trust Fund for Afghanistan) til þess að styðja við þróunarverkefni í landinu samhliða mannúðaraðstoð. Innlent 26. júlí 2022 08:03
Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Innlent 25. júlí 2022 15:35
Hvalur segir enga lagastoð fyrir reglugerð Svandísar Hvalur hf. telur ljóst að fyrirhuguð reglugerðarbreyting Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem skyldar áhafnir að tilnefna dýravelferðarfulltrúa til að hafa eftirlit með hvalveiðum, skorti lagastoð og rúmist ekki innan meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þetta kemur fram í umsögn hvalveiðifélagsins. Innherji 25. júlí 2022 14:15
Stærsta verkefnið: Verðbólga Óumflýjanlegar efnahagsaðgerðir stjórnvalda um heim allan á Covid-19 tímanum sem snéru að auknum umsvifum hins opinbera og rýmri peningastefnu hafa ýtt undir hækkun á vöru og þjónustu. Þessu til viðbótar hefur innrás Rússlands í Úkraínu haft mikil áhrif á verðbólgu á heimsvísu. Skoðun 25. júlí 2022 13:01
Tillaga heilbrigðisráðherra leysi alls ekki mönnunarvanda Formaður Sambands hjúkrunarfræðinga fagnar áformum heilbrigðisráðherra sem hyggst hækka hámarksaldur heilbrigðisstarfsmanna ríkisins í 75 ár. Breytingin leysi þó alls ekki mönnunarvanda heilbrigðiskerfisins. Innlent 24. júlí 2022 12:50
Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Innlent 23. júlí 2022 21:09
Síðasti hjúkrunarfræðingur Landspítalans 2ja vikna törn hjá mér á Mæðravernd Landspítalans, þar sem ég hef unnið sem ritari í afleysingum í gegnum stöðu mína sem verkamaður Landspítalans, er nú lokið og bíða mín önnur verkefni á spítalanum í næstu viku. Að starfa með ljósmæðrum Landspítalans hefur fyllt mig bæði fáheyrðu stolti og gleði, þetta er eins og á Landakoti, starf hjúkrunarfræðings er líklega það göfugasta sem til er í vestrænu samfélagi og ég sé það langar leiðir. Skoðun 23. júlí 2022 19:01
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. Innlent 23. júlí 2022 12:10
Tælandi tölvutorg eða raunverulega vinsæl torg? Berleggjuð kona í hvítum kjól og sambýlismaður með uppbrettar skyrtuermar og sólgleraugu eiga í djúpum samræðum á rölti sínu um bæinn. Skammt frá heldur maður ástúðlega utan um unnustu sína á meðan þau labba í takt yfir götuna. Á undan þeim labbar kona með sólhatt og bók í hönd með ekkert nema í slökun á dagskrá. Það er heitt og logn. Hvert sem litið er fallegt, léttklætt og hamingjusamt fólk. Allt iðar að lífi við þetta velheppnaða torg i hjarta Reykjavíkur. Eða hvað? Skoðun 23. júlí 2022 07:00
„Maður grætur á kvöldin þegar maður fer að sofa“ Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hjólhýsabyggðin við Laugarvatn fái ekki að vera áfram. Eigendur hýsanna eru þegar byrjaðir að pakka saman og rífa niður og tilfinningarnar eru miklar. Innlent 22. júlí 2022 22:36
Segir galið að hælisleitendur þurfi að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni Þingmaður Vinstri grænna segir galið að hinsegin hælisleitendur þurfi nokkurn tíma að færa sannanir fyrir kynhneigð sinni til að fá hæli hér á landi. Hann gagnrýnir orð vararíkissaksóknara um að nóg sé af hommum á Íslandi. Innlent 22. júlí 2022 20:00
Dómsmálaráðherra segir ummæli vararíkissaksóknara slá sig illa Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir ummæli Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um hinsegin hælisleitendur slá sig illa. Það sé ekki undir honum komið að ákveða hvort ummælin séu tilefni til áminningar. Innlent 22. júlí 2022 15:04
Sérstakt hve áköf umræðan um laun sveitarstjóra sé orðin Aldís Hafsteinsdóttir, nýr sveitarstjóri Hrunamannahrepps, segir það hverrar sveitarstjórnar fyrir sig að ákveða hvort biðlaun sveitarstjóra falli niður séu þeir ráðnir í nýtt starf. Sjálf fékk hún tæpar 17 milljónir greiddar frá Hveragerði við starfslok sín í byrjun sumars vegna biðlauna og launatengdra gjalda og þiggur nú laun frá Hrunamannahreppi. Innlent 22. júlí 2022 13:00
Leggja til nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk: „Búin að vera mikil sorg“ Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar í Hveragerði leggur til að reisa skuli nýja Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk í febrúar fyrr á þessu ári. Höllin skuli reist úr föstum efnum og áætlað er að hún verði tekin í notkun haustið 2023. Sport 22. júlí 2022 10:30
Á brattann að sækja en Hjartagarðurinn sé ekki misheppnaður Rekstraraðilar í Hjartagarðinum eru ósammála borgarfulltrúa um að torgið sé misheppnað, eftir þær breytingar sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Svæðið sé ekki jafn laust við mannlíf og fólk tali oft um. Innlent 21. júlí 2022 23:00
Fær greidd biðlaun frá Hveragerðisbæ þrátt fyrir stöðu hjá Hrunamannahreppi Fyrrverandi bæjarstjóri Hveragerðis, Aldís Hafsteinsdóttir fékk greidda sex mánuði í biðlaun ásamt aksturstyrk og launatengdum gjöldum frá bæjarfélaginu þegar hún lét af störfum. Heildarupphæð launa og gjalda sem um ræðir eru rúmar tuttugu milljónir. Nýr bæjarstjóri mun ekki njóta sömu fríðinda. Innlent 21. júlí 2022 21:28
Af hverju Fjarðarheiðargöng? Mann setti hljóðan þegar nýlega var fjallað um kostnað við gerð Fjarðarheiðagangna í fréttatíma Stöðvar 2, þar sem Kristján Már Unnarsson, fór fyrir svo einhliða og neikvæðri umfjöllun um göngin að menn spurðu sig jafnvel hverra erinda fréttamaðurinn væri að ganga? Skoðun 21. júlí 2022 18:00
Sveitarstjóri Rangárþings ytra með 1,7 milljón króna á mánuði Byggðarráð Rangárþings ytra samþykkti ráðningarsamning við Jón G. Valgeirsson, nýjan sveitarstjóra, á mánudag. Föst heildarlaun Jóns munu vera 1,7 milljón króna á mánuði en auk þess fær hann farsíma, spjaldtölvu og fartölvu til eignar á kostnað sveitarfélagsins. Innlent 21. júlí 2022 16:49
Hefja athugun á starfsemi tveggja vöggustofa Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að skipa nefnd um heildstæða athugun á starfsemi vöggustofu að Hlíðarenda og Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins. Börn sem dvöldu á vöggustofunum hafa bent á að sum barna hafi hlotið varanlega skaða vegna rofs á tilfinningalegum þroska þeirra. Innlent 21. júlí 2022 15:56
Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21. júlí 2022 15:30
Sameina menningu, ferðamál, íþróttir og tómstundir undir eitt svið Borgarráð samþykkti í dag að sameina menningar- og ferðamálasvið (MOF) og íþrótta- og tómstundasvið (ÍTR). Markmiðið er að styrkja málaflokkana með því að nýta samlegð í innviðum. Innlent 21. júlí 2022 14:48
Óvissa um hjólhýsasvæðið í Laugardal sé kvíðavaldandi Tólf manns hafa kosið að búa í hjólhýsabyggðinni í Laugardal. Mikil óvissa ríkir um framtíð svæðisins þar sem einungis eru gerðir skammtímaleigusamningar við íbúa og til stendur að loka svæðinu. Borgarfulltrúi segir óvissuna valda íbúum kvíða. Innlent 21. júlí 2022 13:10
„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Viðskipti innlent 21. júlí 2022 12:00
Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Innlent 20. júlí 2022 11:56
Glúmur, Vigdís Hauksdóttir og Karl Gauti reyna nú við Voga Alls sóttu fjörutíu um stöðu bæjarstjóra í Vogum á Vatnsleysuströnd sem auglýst var til umsóknar á dögunum. Nýr bæjarstjóri mun taka við stöðunni af Ásgeiri Eiríkssyni sem gegndi stöðunni síðastliðin ellefu ár. Innlent 20. júlí 2022 10:22
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent