Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 88-75 | Valsmenn náðu í stigin sem í boði voru Leikur Vals og Njarðvíkinga í 10. umferð Subway deildar karla náði ekki flugi fyrr en í fjórða leikhluta en þá náðu Valsmenn að keyra yfir gestina og klára leikinn með 13 stiga mun 88-75. Körfubolti 16. desember 2022 22:53
Benedikt Guðmundsson: Meiðsladraugur yfir Njarðvík Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, var sammála blaðamanni um að leikurinn við Val í kvöld hafi ekki verið fallegur en hann gat verið stoltur af sínum mönnum. Leikurinn endaði með sigri Valsmanna 88-75 sem sitja í öðru sæti en Njarðvíkingar verða í því fjórða yfir jólin. Körfubolti 16. desember 2022 22:45
„Þetta er auðvelt sport“ „Mér líður afskaplega vel, er mjög stoltur af mínu liði, sérstaklega varnarlega. Mér fannst við stoppa sterkt Haukalið ansi oft í kvöld, héldum þeim í 78 stigum,“ sagði Ólafur Ólafsson sem átti stórleik í liði Grindavíkur í dag. Körfubolti 16. desember 2022 21:31
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 78-81 | Óli Óla með sýningu í Ólafssal Haukar tóku á móti Grindavík í Ólafssal í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld og unnu gestirnir þriggja stiga sigur, lokatölur 78-81 eftir framlengdan leik. Körfubolti 16. desember 2022 20:15
KR lætur enn einn útlendinginn fara KR, sem situr í botnsæti Subway deildar karla í körfubolta, hefur ákveðið að láta Roberts Freimanis fara. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum. Körfubolti 16. desember 2022 19:01
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Stjarnan 128-104 | Þórsarar spyrntu sér frá botninum Þór Þ. vann öruggan 24 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 128-104. Með sigrinum lyftu Þórsarar sér upp af botni deildarinnar. Körfubolti 15. desember 2022 23:18
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 108-88 | Keflvíkingar keyrðu yfir gestina í lokin Keflavík hélt sér á toppi Subway deildar karla í körfubolta með öruggum 20 stiga sigri á ÍR í kvöld, lokatölur 108-88. Körfubolti 15. desember 2022 22:50
„Fórum bara að skora og stoppa og það er það sem þetta snýst allt um“ Styrmir Snær Þrastarson skilaði 26 stigum og níu fráköstum er Þór frá Þorlákshöfn vann sinn annan leik á tímabilinu og lyfti sér þar með upp úr botnsæti Subway-deildar karla í körfubolta. Leikmaðurinn segir að nú þurfi liðið að byggja ofan á þennan leik og fara að tengja saman sigra. Körfubolti 15. desember 2022 22:30
„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Körfubolti 15. desember 2022 22:30
Umfjöllun: Höttur - Breiðablik 91-69 | Blikar frystir á Egilsstöðum Höttur hafði tapað fjórum leikum í röð áður en sjóðandi heitt lið Breiðabliks kom í heimsókn í Subway deild karla í körfubolta í kvöld. Það var ekki að sjá hvort liðið var í 2. sæti þegar leikurinn hófst en Höttur vann sannfærandi sigur. Það voru -13 gráður úti og hinir sjóðheitu Blikar höndluðu það ekki Körfubolti 15. desember 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. Körfubolti 15. desember 2022 21:15
Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Körfubolti 15. desember 2022 20:56
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 77-81 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Haukar unnu dramatískan sigur gegn Njarðvík í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var æsispennandi og þá sérstaklega lokamínúturnar, þar sem Haukar náðu að knýja fram sigur, 77-81. Körfubolti 14. desember 2022 22:15
Halda Brilladaginn hátíðlegan annað kvöld KR-ingar hafa enn ekki unnið heimaleik í Subway deild karla í körfubolta í vetur og reyna einu sinni enn á fimmtudagskvöldið í síðasta heimaleik sínum fyrir jól. Körfubolti 14. desember 2022 16:31
Írsk-bandarískur liðsstyrkur til KR KR, sem situr í fallsæti í Subway-deild karla í körfubolta, hefur samið við Brian Fitzpatrick um að leika með liðinu út tímabilið. Þessi 33 ára kraftframherji eða miðherji er fæddur í Bandaríkjunum en er með írskt vegabréf. Körfubolti 14. desember 2022 15:16
Körfuboltakvöld um Kára Jónsson: „Einn af okkar allra bestu leikmönnum“ Farið var yfir gæðin sem Kári Jónsson, leikstjórnandi Íslandsmeistara Vals í körfubolta, í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11. desember 2022 12:45
Sjáðu bestu tilþrif 9. umferðar í Subway-deild karla Troðsla Kristófers Acox, sem tryggði Valsmönnum sigur á ÍR, varð fyrir valinu sem flottustu tilþrif 9. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta, að mati Körfuboltakvölds. Körfubolti 10. desember 2022 23:30
„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. Körfubolti 10. desember 2022 11:30
„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. Körfubolti 9. desember 2022 23:55
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 107-78 | KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga stórsigur á KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu leikinn alveg frá upphafi til enda. Körfubolti 9. desember 2022 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 93-122 | Breiðablik sýndi enga miskunn Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Körfubolti 9. desember 2022 21:45
„Venjulega er Grindavík með meiri baráttu en þetta“ Breiðablik vann sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík 93-122. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með öruggan útisigur. Körfubolti 9. desember 2022 20:25
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 88-86 | Stólarnir héldu út gegn botnliðinu Tindastóll vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-86. Körfubolti 8. desember 2022 23:53
„Keflvíkingar verða að endurborga fólkinu sem kom hérna í kvöld“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var sáttari við að tapa fyrir Keflavík í kvöld en Grindavík í leiknum þar á undan því Keflavík væri með betra lið. Honum fannst ekki mikið til leiksins sjálfs koma. Körfubolti 8. desember 2022 23:35
Maté Dalmay: Skemmtilegast að vinna leikina þegar þú ert ekkert að spila neitt rosalega vel Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var gríðarlega sáttur í leikslok. Sport 8. desember 2022 23:25
Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Höttur 71-62 | Keflavík lengdi taphrinu Hattar Keflavík og Höttur mættust fyrr í kvöld í níundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta. Höttur byrjaði betur og leiddi eftir fyrsta leikhluta 8-19 en Keflavík náði yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og var yfir 29-27 í hálfleik. Hattarmenn gáfust ekki upp og náðu að halda sér í leiknum fram í seinni hluta fjórða leikhluta en Keflavík vann að lokum níu stiga sigur 71-62. Körfubolti 8. desember 2022 23:24
Umfjöllun: Stjarnan - Haukar 76-77 | Haukar höfðu betur í háspennutrylli Haukar unnu dramatískan eins stigs sigur er liðið heimsótti Stjörnuna í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld þar sem sigurkarfan var skoruð þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. Körfubolti 8. desember 2022 22:55
Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Valur 77-83 | Valsmenn kláruðu naglbítinn á seiglunni ÍR-ingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í hinu nýja og glæsilega íþróttahúsi í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR búnir að tengja saman tvo sigra í röð, en Valsmenn fengu skell í síðustu umferð þegar þeir töpuðu með 25 stigum gegn Keflavík. Körfubolti 8. desember 2022 21:15
„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. Körfubolti 8. desember 2022 20:49
Slæm staða KR og Þórs: Fjórtán síðustu lið hafa fallið eftir svona slaka byrjun KR og Þór Þorlákshöfn hafa unnið alla Íslandsmeistaratitla frá árinu 2014 nema einn. Nú sitja þau hins vegar hlið við hlið í fallsæti og saga liða í þeirra stöðu er ekki falleg. Körfubolti 8. desember 2022 12:30