

Það var eiginlega furðulegt að lesa grein þína Drífa undir fyrirsögninni „Hagur brotaþola ekki á blaði“ hér á Vísi en þar þykist þú vera orðin einhver sérstakur talsmaður brotaþola.
Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár.
Björn Þór Hermannsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um starfið. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.
Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.
Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir er mætt aftur í Bítið á Bylgjunni á ný, allavega í bili. Hún stýrði þættinum ásamt Þórhalli Gunnarssyni í áraraðir á sínum tíma, og þá á Stöð 2.
Breski miðillinn Guardian hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við skopmyndateiknarann Steve Bell, eftir að hann skilaði inn mynd sem miðlinum þótti ýta undir fordóma gegn gyðingum.
Stjórn Sýnar og Yngvi Halldórsson, forstjóri, hafa í dag gert samkomulag um starfslok forstjóra. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði forstjóra. Hann hefur látið af störfum.
Sigmundur Ernir Rúnarsson er skipstjórinn sem fór niður með skipi sínu þegar Helgi Magnússon eigandi fjölmiðlaveldisins Torgs ákvað að leggja niður Fréttablaðið og Hringbraut og tengda vefi. Og loka skrifstofunum á Hafnartorgi.
Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess.
Fjölmiðlakonan Inga Lind Karlsdóttir segir að fréttaflutningur um ummæli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra hafi einkennst af útúrsnúningi.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra skýtur föstum skotum að ritstjórn Morgunblaðsins í pistli sem birtist í blaðinu í morgun. Segir hún eigendur blaðsins, að stærstum hluta stórfyrirtæki í sjávarútvegi, nú þétta raðirnar vegna frumvarps hennar sem er ætlað að auka gagnsæi í greininni.
Kevin Keegan, fyrrverandi leikmanns og landsliðsþjálfara Englands, finnst erfitt að hlusta á konur fjalla um enska karlalandsliðið í fótbolta í sjónvarpi.
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf., móðurfélagi Já hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sýn. Í sáttinni felst að síðasta fyrirvara í samningi um kaup Sýnar er aflétt.
Fjölmiðlakonan Lára Ómarsdóttir heitir frá og með deginum í gær Lára Zulima Ómarsdóttir. Hún fékk eiginnafnið Zulima samþykkt í gær með úrskurði mannanafnanefndar.
Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða.
Lögregla hefur hætt rannsókn í þremur málum sem jafnmargar konur höfðuðu gegn fjölmiðlamanninum Sölva Tryggvasyni og sökuðu um ofbeldi. Tvö og hálft ár er liðið síðan hann fór í umtalað viðtal í eigin hlaðvarpsþætti eftir útbreidda slúðursögu um að hafa gengið í skrokk á vændiskonu. Sagan átti ekki við rök að styðjast.
Sigursteinn Másson, sem hefur legið yfir gögnum Guðmundar- og Geirfinnsmálið undanfarið, segist telja sig nálgast það að geta sagt með vissu hvað varð um Geirfinn.
Steingerður Steinarsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Vikunnar, hefur tekið við stöðu ritstjóra Lifðu núna. Hún tók við stöðunni um mánaðamótin.
Á Vísi er í dag, 29. sept., að finna grein eftir Sævar Þór Jónsson lögmann, þar sem hann skrifar um gagnrýni, sem ég birti á fasbókarsíðu minni um daginn. Notar greinarhöfundur fyrirsögnina: „Jón Steinar tekur upp hanskann“. Er svo að skilja á honum að ég hafi verið efnislega fylgjandi niðurstöðu dómarans.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.
„Ég þarf að vera hluti af lausninni fyrir íslenskt samfélag, en ekki vandamálið,“ segir Snorri Másson fjölmiðlamaður, býsna brattur.
Stjórnendur „flaggskipa“ BBC ættu að mega tjá skoðanir sínar á málefnum og stefnumótun opinberlega en ekki taka pólitíska afstöðu segir í nýrri skýrslu BBC.
Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar, hefur glímt við sortuæxli síðastliðin ár. Sjálfur telur hann sig ekki gott dæmi um krabbameinssjúkling, vegna þess að hann hefur aldrei upplifað sig neitt sérstaklega veikan.
Ástralsk-bandaríski fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch hefur ákveðið að setjast í helgan stein og hætta sem formaður stjórna bæði Fox og News Corp. Murdoch, sem er 92 ára gamall, er mjög umdeildur vegna umsvifa hans á fjölmiðalmarkaði.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sent menningar- og viðskiptaráðuneyti erindi þar sem hún tilkynnir ráðherra að félagið muni ekki tilnefna fulltrúa og varafulltrúa í fjölmiðlanefnd til næstu fjögurra ára. Stjórnin hvetur ráðherra til að ljúka margboðaðri endurskoðun laga um fjölmiðla.
Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er.
Rektor Listaháskólans hefur beðið Morgunblaðið að birta ekki viðtal við sig sem átti að birta undir merki Dagmála eftir helgi. Blaðið birti í Staksteinum sínum í dag umfjöllun um pistil bloggarans Páls Vilhjálmssonar. Pistilinn kallar formaður Viðreisnar falsfréttir.
Bjarni Felixson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta og íþróttafréttamaður, er látinn. Bjarni, sem var þekktur sem Rauða ljónið, var 86 ára gamall og lést í Danmörku, þar sem hann var að sækja jarðarför vinar síns.
Ágúst Héðinsson hefur lokið störfum sem dagskrárstjóri K100 og Retro. Þetta kom fram í tölvupósti til starfsmanna á þriðjudaginn.