Rússland

Fréttamynd

Auðugir Rússar eru au­fúsu­gestir

Þúsundir auðugra Rússa hafa á síðustu árum sest að á Spáni og búa í miklum vellystingum. Grunur leikur á að auð margra þeirra megi rekja til rússnesku mafíunnar. Á sama tíma hafa 15.000 ríkisborgarar Úkraínu sótt um hæli sem flóttamenn, en örfáum úr þeim hópi hefur verið veitt hæli.

Erlent
Fréttamynd

„Fólk drekkur úr pollunum á götunni“

„Það er ekkert rafmagn, enginn hiti, ekkert símasamband. Þetta er algjör hryllingur,“ hefur New York Times eftir ráðgjafa borgarstjórans í Maríupól um ástandið í borginni.

Erlent
Fréttamynd

Segir Vesturlönd haga sér eins og glæpamenn

Dmitry Peskov, talsmaður rússneskra stjórnvalda, sagði við fjölmiðla í dag að Vesturlönd séu að haga sér eins og glæpamenn með því að beita Rússa efnahagslegum refsiaðgerðum vegna innrásarinnar en ráðamenn í Rússlandi hafa reyndar viljað kalla hana „sérstaka hernaðaraðgerð.“

Erlent
Fréttamynd

Vaktin: Skelfilegt ástand í Mariupol

Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með og flytja fréttir af þróun mála í Úkraínu á tíunda degi innrásar Rússa í landið. Rússneski herinn hefur samþykkt að leggja tímabundið niður vopn sín til að almennir borgarar geti flúið borgirnar Maríupol og Volnovakha.

Erlent
Fréttamynd

Rússar herða á­rásir sínar og refsingar á eigin þegnum

Rússar hafa haldið árásum sínum á borgir í Úkraínu áfram síðasta sólarhringinn og náðu stærsta kjarnorkuveri Evrópu á sitt vald í morgun. Hægt verður að dæma fólk í allt að fimmtán ára fangelsi fyrir að deila upplýsingum um stríðið sem ekki eru rússneskum stjórnvöldum þóknanlegar samkvæmt nýjum lögum.

Erlent
Fréttamynd

Skorar sérstaklega á eigendur fjölmiðla á Íslandi

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir fjársöfnun til stuðnings blaðamönnum í Úkraínu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, skorar á alla sem vettlingi geta valdið að leggja söfnuninni lið en alveg sérstaklega eigendur fjölmiðla á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Flugbann ekki í kortunum hjá NATO

Leiðtogar Atlantshafsbandalagins ætla ekki að setja á flugbann yfir Úkraínu. Þetta tilkynnti Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, nú fyrir skömmu en málið var til umræðu eftir ítrekuð áköll ráðamanna í Úkraínu.

Erlent