
Persónuvernd

Sekta Meta um 57,7 milljarða króna
Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri.

Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum.

Er verið að njósna um þig?
Aðalfundur Neytendasamtakanna samþykkti í lok síðasta árs ályktun þar sem íslensk stjórnvöld voru hvött til að tryggja stafræn réttindi neytenda á veraldarvefnum og til að beita sér fyrir banni við netauglýsingum sem byggja á persónusniði og eftirliti með notendum, svonefndum njósnaauglýsingum.

1,5 milljóna sekt fyrir að misnota gögn frá Læknafélaginu
Persónuvernd hefur sektað HEI - Medical Travel um 1,5 milljón króna. Starfsmaður fyrirtækisins aflaði netfanga fjölda lækna með því að skrá sig inn á vef Læknafélags Íslands með aðgangi læknis sem tengdur var starfsmanninum.

Gætu skyldað tæknirisa til að finna og fjarlægja barnaklám
Drög að reglum sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur til meðferðar gæti sett skyldur á herðar tæknirisa eins og Google og Meta að finna og fjarlægja barnaklám á netinu. Persónuverndarsamtök óttast að friðhelgi samskipta fólks geti verið ógnað verði reglurnar að veruleika.

Sektar borgina um fimm milljónir króna vegna Seesaw-nemendakerfisins
Persónuvernd hefur lagt fyrir Reykjavíkurborg að greiða fimm milljónir króna stjórnvaldssekt á grundvelli fyrri ákvörðunar stofnunarinnar um notkun Seesaw-nemendakerfisins í grunnskólum borgarinnar.

Furðar sig á að kennitölur hafi verið birtar
Landskjörstjórn hyggst birta kennitölur allra frambjóðenda til sveitarstjórnarkosninga opinberlega. Umboðsmaður Garðabæjarlistans setur spurningamerki við birtinguna og hefur sent erindi á Persónuvernd.

Lögreglan á Suðurnesjum snýr aftur á Facebook
Lögreglan á Suðurnesjum hefur snúið aftur á Facebook, um þremur mánuðum eftir að embættið tilkynnti að ákvörðun hafi verið tekin að hætta á samfélagsmiðlinum vegna persónuverndarsjónarmiða.

Mátti ekki senda viðkvæmar upplýsingar um barn á aðra foreldra
Grunnskóla var óheimilt að miðla viðkvæmum persónuupplýsingum um barn til foreldra tveggja annarra barna í skólanum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en tölvupóstsendingin varðaði eineltismál sem unnið var að hjá skólanum.

Sekta Hörpu eftir að hafa krafið miðakaupanda um kennitölu
Persónuvernd hefur sektað Hörpu um eina milljón króna í máli þar sem kvartað var yfir söfnun upplýsinga um kennitölu og fæðingardag einstaklings í tengslum við rafræn kaup hans á aðgöngumiða.

Karen í Kópavogi kærð til Persónuverndar
Karen Elísabet Halldórsdóttir, sem sækist eftir því að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi, hefur verið kærð af trúnaðarmanni innan flokksins til Persónuverndar vegna dreifingar á gögnum um nefndan trúnaðarmann.

Þvertekur fyrir að nokkuð hafi gerst milli bréfasendinganna
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þvertekur fyrir að afstaða hennar í máli Persónuverndar og Íslenskrar erfðagreiningar hafi breyst milli tveggja bréfa sem hún sendi forstjóranum Kára Stefánssyni. Þá telur hún ekki óeðlilegt að hún hafi tjáð sig um úrskurð Persónunefndar með þeim hætti sem hún gerði.

Vinnsla Sjóvá á persónuupplýsingum ekki í samræmi við lög
Vinnsla tryggingafélagsins Sjóvá á persónuupplýsingum í tengslum við uppgjör bótakröfu vegna umferðarslyss samrýmdist ekki ákvæðum persónuverndarlaga. Þetta er niðurstaða Persónuverndar en brotið varðar ákvæði um fræðsluskyldu og gagnsæi um aðkomu vinnsluaðila persónuupplýsinga.

Óvinurinn Persónuvernd
Í dag er alþjóðlegur persónuverndardagur. Í persónuvernd felst að farið sé með upplýsingar einstaklinga í samræmi við rétt þeirra til friðhelgi einkalífs.

Bannað að nota Google Analytics á vefsíðum sínum
Austurríska persónuverndarstofnunin hefur komist að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum þar í landi sé óheimilt að nota greiningarvél Google (e. Google Analytics) á vefsíðum sínum.

Svar til stjórnar Persónuverndar
Íslenskri erfðagreiningu (ÍE) barst bréf frá ykkur þann 13. janúar 2022 þar sem þið mótmælið þeirri staðhæfingu minni að þið hafið ákvarðað að ÍE hafi brotið lög við skimun eftir mótefnum gegn SARS—CoV-2 veirunni í apríl 2020.

„Þetta er gjörsamlega út í hött“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er alls ekki sáttur við svar stjórnar Persónuverndar sem stofnunin sendi Íslenskri erfðagreiningu fyrr í dag. Hann segir Persónuvernd hafa sýnt ómældan sóðaskap og hyggst leita til dómstóla.

Persónuvernd svarar Kára
Stjórn Persónuverndar hefur birt bréf sem hún sendi í dag á Íslenska erfðagreiningu, vegna ummæla Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins um ákvörðun Persónuverndar sem Kári hefur gagnrýnt mjög.

Veittu manni óleyfilegan aðgang að bankareikningum
Landsbankinn braut í bága við lög um persónuvernd þegar faðir fékk sjálfkrafa áframhaldandi lesaðgang að tveimur bankareikningum dóttur sinnar eftir að hún varð sjálfráða.

Netþrjótarnir náðu afriti af Þjóðskrá frá Strætó
Netþrjótar, sem réðust inn í tölvukerfi Strætó í lok desember, komust yfir afrit af upplýsingum úr Þjóðskrá og kennitöluskrá þegar þeir brutust inn í kerfið. Þrjótarnir hafa krafið Strætó um greiðslu og hótað að leka gögnunum verði Strætó ekki við kröfunum.

LRH hættir ekki á Facebook
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar ekki að hætta á Facebook. Þessi í stað hefur verið ákveðið að óska ekki eftir upplýsingum frá almenningi í gegnum einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum. Persónuvernd gerði í fyrra athugasemd við notkun lögregluembætta á Facebook.

Facebook og Google sektuð um 210 milljónir evra
Frakkar hafa sektað fyrirtækin Google og Facebook um 210 milljónir evra, eða rúma þrjátíu milljarða íslenskra króna, fyrir að hafa gert notendum erfiðara fyrir að hafna svokölluðum vefkökum. Þar með hafi fyrirtækin lagt stein í götu þeirra notenda, sem ekki vilja að fyrirtækin geti skoðað „net-vafur“ þeirra.

„Það er þetta sem gerist þegar illa gefinn maður les flókinn texta“
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), hefur dregið til baka fyrri ummæli sín um að ríkisstjórnin hafi ekki sýnt fyrirtækinu neinn stuðning í deilunni við Persónuvernd. Hann segir að sú túlkun hafi byggt á misskilningi.

Segist hafa fengið „innihaldslaust“ bréf frá Katrínu
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að svarbréf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við opnu bréfi Kára, þar sem hann óskaði eftir stuðningi ríkisstjórnar vegna deilna Persónuverndar og ÍE, hafi verið innihaldslaust og í því hafi ekki falist neinn stuðningur.

Fer fram á að ríkisstjórnin fordæmi ákvörðun Persónuverndar
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar fer fram á það fyrir hönd fyrirtækisins að ríkisstjórnin lýsi vanþóknun sinni á þeirri ákvörðun Persónuverndar að Íslensk erfðagreining hafi brotið lög með mótefnamælingunum og heiti því að vernda fyrirtækið meðan það leitar réttar síns fyrir dómstólum.

Opið bréf til Ríkisstjórnar Íslands frá Kára Stefánssyni forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar
Dagana sjötta og sjöunda apríl árið 2020 var COVID-19 farsóttin okkur í alla staði ógnvekjandi ráðgáta. Á stundum leit hún að vísu út eins og vopn sem guðirnir væru að nota til þess að refsa dýrategund okkar fyrir sóðaskap hennar.

Ákvörðun Persónuverndar hafi áhrif á skólastarf um land allt
Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína.

Facebook-skrifum Sigurðar G. um Þórhildi Gyðu vísað frá úrskurðarnefnd
Úrskurðarnefnd lögmanna hefur vísað kvörtun Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur vegna skrifa hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðnasonar á Facebook frá nefndinni.

Grindr fær risasekt í Noregi
Norska persónuverndarstofnunin Datatilsynet hefur sektað eigendur stefnumótusmáforritsins Grindr um 65 milljónir norskra króna, tæplega milljarð íslenskra króna Um er að ræða hæstu sekt sem stofnunin hefur beitt til þessa.

Hætt að senda nýju vegabréfin heim í pósti
Frá áramótum mun Þjóðskrá hætta að senda nýútgefin vegabréf heim til fólks í pósti og þarf þess í stað að sækja þau á skrifstofur sýslumannsembætta eða til Þjóðskrár.