
Kópavogur

Ökumaðurinn ekki undir áhrifum þegar bíllinn hafnaði á lóð leikskólans
Ökumaður bílsins sem hafnaði inni á lóð leikskólans Fífusala var ekki undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar bíllinn fór inn á lóðina, heldur komu upp veikindi hjá honum. Þetta segir Erla Stefanía Magnúsdóttir, leikskólastjóri Fífusala.

Bíl ekið inn á lóð Fífusala
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir að bíl var ekið inn á lóð leikskólans Fífusala í Salahverfi í Kópavogi í dag. Mikill viðbúnaður var á vettvangi en bílnum var ekið inn á lóðina á vegg leikskólans. Leikskólabörnin sluppu alfarið.

„Sorgarfréttir úr Kópavogi“ en síðasta ballið er ekki búið
Sportbarinn og ballstaðurinn Spot mun leggja upp laupana í þessum mánuði en næsta laugardag verður síðasta ballið á staðnum haldið. Eigandi Spot segir það hafa verið heiður að fengið að skemmta þúsundum manna síðustu ár.

Kannabisfnykur kom upp um ræktanda
Lögreglan fann í gær kannabisræktun í Hafnarfirði eftir að hafa fundið kannabislykt úr íbúðinni sem ræktað var í. Einnig fundust tilbúin efni þar og ræddi lögregla við einn mann sem grunaður er í málinu. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Eftir fjögur ár er húsið ekki tilbúið og gluggatjón upp á þrjátíu milljónir
Vinahjón fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum. Þau létu rífa það og lögðust í að byggja parhús á sama stað. Það má með sanni segja að verkefnið hafi verið mikið og stórt. Enn sér ekki fyrir endann á því.

Fjarlægðu skriðdýr af vettvangi fíkniefnasölu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ræddi í gærkvöldi við húsráðendur á heimili þar sem fíkniefnasala fór fram. Á heimilinu var skriðdýr sem var fjarlægt en óheimilt er að eiga slíkt dýr hér á landi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en ekki er vitað af hvaða tegund skriðdýrið var.

Haraldur Franklín og Kristjana selja en ætla ekki langt
Golfarinn Haraldur Franklín og íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir eru að breyta til eftir að dóttir þeirra Rósa Björk kom í heiminn í sumar. Þau ætla að skipta um heimili en ætla ekki að fara langt og halda sig innan hverfisins.

Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur.

Var í golfi þegar hann komst að því að hann hefði unnið 20 milljónir
Dregið var í dag í Happdrætti DAS og var aðalvinningur 40 milljónir, sextugur maður úr Kópavogi vann 20 af þeim milljónum á einfaldan miða. Hann valdi miðanúmerið sérstaklega út frá fæðingarári föður síns, 1912.

Óteljandi vandamál eftir að hafa rifið einbýli til að byggja parhús
Vinahjónin Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir og Karl Stephen Stock og Emilía C Gylfadóttir og Róbert Kristjánsson fjárfestu í ónýtu einbýlishúsi við Marbakkabraut í Kópavogi fyrir fjórum árum.

Heilbrigðiseftirlitið kallað til vegna olíuleka eftir að flutningabíll valt
Flutningabíll frá Eimskip fór á hliðina á Suðurlandsvegi á vatnsverndarsvæði. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og fulltrúar frá Heilbrigðiseftirlitinu eru mættir á vettvang.

Gámur eyðilagðist á Reykjanesbraut
Hreinsunarstarf stendur nú yfir á Reykjanesbraut eftir að gámur, sem verið var að flytja á palli vörubíls, hafnaði undir brúnni milli Smiðjuhverfisins og Staldursins í Reykjavík.

Áreitti fólk við Smáratorg og grunaður um líkamsárás
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi karlmann í annarlegu ástandi við Smáratorg í Kópavogi vegna gruns um líkamsárás og að hann hafi verið að áreita fólk á svæðinu.

Tap Strætó aldrei verið meira
Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Lögreglan óskar eftir vitnum vegna alvarlegs umferðarslyss
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að alvarlegu umferðarslysi sem varð milli fólksbifreiðar og rafmagnshlaupahjóls á gatnamótum Laufbrekku og Hjallabrekku í Kópavogi í gær, miðvikudaginn 24. ágúst.

Sættir sig ekki við „hótanir fjölmiðla“
Fyrr í dag birti Hannes Steindórsson, formaður Félags fasteignasala og bæjarfulltrúi í Kópavogi pistil á Facebook síðu sinni. Pistilinn segist hann hafa verið knúinn til þess að skrifa vegna hótana fjölmiðla sem myndu ekki birta sannleikann.

Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi
Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022.

Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi?
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa.

„Við áttum að finna hann þarna“
Regnbogafáni sem var á húni fyrir utan Hjallakirkju í Kópavogi var rifinn niður um helgina. Sunna Dóra Möller, sóknarprestur í Hjallakirkju, telur þetta hafa verið gert af ásetningi til að senda skilaboð og hefur tilkynnt málið til lögreglu.

Bíl ekið inn í verslun Nettó
Bíl var ekið inn um rúðu á verslun Nettó í Búðakór í Kópavogi rétt í þessu.

Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar.

Özil kemur ekki í Kópavoginn
Fyrrum heimsmeistarinn Mesut Özil mætir ekki með Istanbul Basaksehir til Íslands. Hann glímir við meiðsli.

Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði
Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi.

Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi.

Tekur sér leyfi en sver af sér ásakanirnar
Sturla B. Johnsen, heimilislæknir og einn eigandi Heilsugæslunnar í Urðarhvarfi og félagsins Heilsuverndar, sver af sér ásakanir sem birtust í Facebook-hópnum Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu í síðustu viku. Hann segist aldrei hafa brotið kynferðislega gegn öðrum einstaklingi.

Tap Spaðans nam 51 milljón króna
Spaðinn tapaði alls 51 milljón króna árið 2021, samanborið við tveggja milljóna króna tap árið áður.

Lögregla brást við látunum í Kópavogi en Blikar halda óhræddir út
Fulltrúi UEFA var jákvæður eftir leik varðandi öryggisgæslu Breiðabliks á hitaleiknum við svartfellska liðið Buducnost í gærkvöld. Lögregla fylgdist með stuðningsmönnum gestanna og kom inn á völlinn þegar læti urðu í leikslok.

Breiðablik segir orðaval umræðu ekki endurspegla félagið
Fyrr í kvöld sendi knattspyrnudeild Breiðabliks frá sér tilkynningu vegna fréttaflutnings um bréf þjálfara hjá félaginu vegna mætingu stúlkna á viðburði ReyCup. Deildin segist harma það orðaval sem fram komi í umræðunni.

Handtekinn eftir árekstur og misheppnaða flóttatilraun
Harkalegur árekstur varð á Kópavogsbraut upp úr klukkan eitt í dag. Að sögn sjónarvotta reyndi bílstjóri annars bílsins að flýja vettvang án árangurs og er sá bíll illa skemmdur.

Foreldrar hlýddu forsetanum og höguðu sér vel að mestu
Forseti Íslands var á Símamótinu í Kópavogi í dag og hvatti áfram ungar knattspyrnustelpur. Hann segir mikilvægt að leyfa börnum að leika og leika sér á knattspyrnumótum. Enginn komist í landsliðið vegna æstra foreldra á hliðarlínunni. Mótinu lauk í dag og að sögn eins skipuleggjenda þess virðast foreldrar hafa hlýtt forsetanum.