
Ölfus

Þjóðvegur eitt um Suðurland lokaður til morguns
Þjóðvegi eitt um Suðurland til vesturs hefur verið lokað til morguns vegna viðhalds.

Fólk megi búast við þungri umferð á Suðurlandi í dag
Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líklegt að þung umferð verði í umdæminu í dag en um helgina fóru þar fram tvær stórar bæjarhátíðir, Kótelettan og Goslokahátíð. Hann mælir með því að fólk gefi sér góðan tíma.

Vilja reisa vindorkugarða við Hellisheiði
Orkuveita Reykjavíkur (OR) er búin að leggja fram beiðni til Orkustofnunar vegna þriggja vindorkukosta, tveir í Ölfusi en einn við Lyklafell í Mosfellsbæ. Þegar er búið að kynna hlutðeigandi bæjar- og sveitarstjórum fyrir þeim kostum sem eru til skoðunar.

Rúta og þrír fólksbílar festust í ám og lækjum vegna vatnavaxta
Björgunarsveitir á Suðurlandi höfðu í nógu að snúast í gær vegna vatnavaxta, sem nú eiga sér stað í ám og lækjum. Sextán var bjargað úr rútu sem festist í Hellisá á leið inn að Laka en ekki tókst að ná rútunni upp úr ánni.

Framkvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellisheiðarvirkjun
Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Alvarlegt bílslys á Suðurlandsvegi
Alvarlegt bílslys varð á fimmta tímanum í dag, á Suðurlandsvegi milli Hveragerðis og Selfoss.

Bein útsending: Hlaupa allt upp í 161 kílómetra á Hengilssvæðinu
Salomon Hengill Ultra utanvegahlaupið fer fram í Hveragerði í dag og á morgun, 9. og 10. júní. Sérfræðingar Vísis stýra maraþonútsendingu frá keppninni, sem má sjá hér að neðan.

Fimmtíu þúsund löxum slátrað í fyrstu uppskeru
Fyrstu slátrun á laxi í landeldisstöð Landeldis hf. er lokið með slátrun tæplega fimmtíu þúsund laxa.

Óvænt ánægja þegar tjaldsegg fundust við leiði
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir gerði fallega uppgötvun í kirkjugarðinum á Hjalla í Ölfusi í gær þegar tjaldur hafði hreiðrað um fjögur egg sín við leiði föður hennar.

Tæpur milljarður í áburðarverksmiðju í Ölfusi
Umhverfis- og loftslagsáætlun Evrópusambandsins, LIFE, hefur veitt íslenska samstarfsverkefninu Terraforming LIFE styrk upp á tæpan milljarð króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum verkefnisins.

Borðaklipping og nýr vegur á milli Hveragerðis og Selfoss
Nýr kafli var skrifaður í samgöngumál á Suðurlandi í dag þegar nýr vegarkafli á milli Hveragerðis og Selfoss var opnaður með borðaklippingu. Um ellefu þúsund bílar fara um veginn á hverjum sólarhring.

Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla
Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum.

Hætta skapist ef jarðhitinn færist nær
Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.

Samningafundi slitið og stefnir í verkföll
Samningafundi BSRB og Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. Formaður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verkföll hefjast því að óbreyttu á mánudag.

Rýkur úr hringveginum í Hveradalsbrekku
Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu.

Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki
BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun.

Umferð hleypt á nýja veginn um Ölfus á næstu dögum
Nýr kafli hringvegarins milli Hveragerðis og Selfoss er að verða tilbúinn, nærri þremur mánuðum á undan áætlun, og er stefnt að því að önnur akrein síðasta áfangans verði opnuð umferð í lok vikunnar og hin akreinin í næstu viku.

BSRB boðar til verkfalla í sex sveitarfélögum til viðbótar
Yfirgnæfandi meirihluti félaga BSRB í sex sveitarfélögum samþykkti boðun verkfalls í atkvæðagreiðslum sem lauk nú á hádegi.

Vörubíll valt í Þrengslum
Vegurinn um Þrengsli var lokaður í um tvo tíma í morgun eftir að vörubíll valt á fimmta tímanum í nótt.

Mikil uppbygging á döfinni í eina Garðyrkjuskóla landsins
Ráðherra menntamála boðar mikla uppbyggingu í eina Garðyrkjuskóla landsins, sem er til húsa á Reykjum í Ölfusi. Mikill áhugi er á námi í skólanum en hann fór frá Landbúnaðarháskóla Íslands undir Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi 1. ágúst síðastliðinn.

Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni vilja smíða Ölfusárbrú
Verktakar frá Þýskalandi, Japan og Spáni eru í hópi þeirra sem óskuðu formlega eftir því í dag að fá að smíða nýja Ölfusárbrú við Selfoss. Vegagerðin stefnir að því að klára verksamning fyrir loks árs.

Hundur og hæna elska að fara saman á hestbaki
Hundurinn Dreki er ein af skærustu kvikmyndastjörnunum landsins um þessar mundir því hann leikur stórt hlutverk í myndinni „Á ferð með mömmu“. Þegar Dreki vill hafa það rólegt og njóta lífsins heima hjá sér í sveitinni þá finnst honum skemmtilegast að fara á hestbak með hænunni Svanhvíti.

Íbúum í Þorlákshöfn hefur fjölgað um 20 prósent á fimm árum
Ekkert lát er á uppbyggingu í Þorlákshöfn en þar hefur íbúum fjölgað um tuttugu prósent á síðustu fimm árum. Ný hverfi rísa eins og gorkúlur um bæjarfélagið og atvinnutækifæri eru næg.

Hundurinn Bangsi fannst eftir ótrúlega björgun
Eigendur Bangsa, sem er sjö ára gamall labrador, eru í skýjunum eftir að fjölmargir lögðu hönd á plóg og náðu að finna Bangsa eftir sólarhringslanga leit í gær, sem var lyginni líkust.

Ölfus og Hveragerðisbær ekki í eina sæng í bili
Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir sameiningu sveitarfélaganna Ölfuss og Hveragerðisbæjar ekki á dagskrá bæjarstjórnar þess fyrrnefnda. Bæjarfulltrúi í Hveragerði vill sameina sveitarfélagið að nýju.

Fjölgunin í Ölfusi og sameining þess
Árið 1946 varð til nýtt sveitarfélag í Ölfusi, Hveragerðishreppur, en þá klauf þéttbýlið í Hveragerði sig úr Ölfushreppi. Íbúum í Hveragerði hafði þá um nokkra hríð þótt lítið tillit tekið til þarfa í hinu nýja þorpi og þótti hag sínum betur borgið í sérstöku sveitarfélagi.

Tvinnbíll á Suðurlandsvegi brann til kaldra kola
Þrír farþegar komust undan þegar eldur kviknaði í tvinn-rafbíl á Suðurlandsvegi skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Listrænir 18 ára tvíburar í Þorlákshöfn með sýningu
Átján ára tvíburar í Þorlákshöfn hafa opnað samsýningu í bæjarfélaginu þar sem þau sýna ólík verk sín. Kennarinn þeirra segir þau ótrúlega hæfileikarík, enda séu þau bæði færir málarar og flinkir teiknarar.

800 ný störf í Þorlákshöfn í kringum fiskeldi
Fiskeldi á landi verður langstærsta atvinnugreinin í Þorlákshöfn en þar er gert ráð fyrir sex til átta hundruð nýjum störfum í kringum fiskeldi á næstu árum. Á sama tíma er gert ráð fyrir að verja 180 milljörðum króna til þessara framkvæmda

Suðurlandsvegur lokaður vegna umferðarslyss
Suðurlandsvegur á milli Selfoss og Hveragerðis er lokaður vegna umferðarslyss. Nokkrir voru fluttir á slysadeild en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort alvarlega áverka sé að ræða.