
Borgarbyggð

Varð fyrir voðaskoti á rjúpnaveiðum
Landhelgisgæslan vinnur nú að því að sækja mann sem varð fyrir voðaskoti á rjúpnaveiðum við Leggjabrjót. Skotið hæfði manninn í fótinn.

Viðurkenndi að hafa átt hnefahögg skilið
Karlmaður var í síðustu viku sakfelldur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Vesturlands. Honum var þó ekki gerð refsing, en sjálfur hafði hann haldið því fram að hann hafi framið árásina til að verja vinkonu sína. Þá viðurkenndi brotaþolinn að hann hafi átt árásina skilið.

Talinn hafa logið fíkniefnaframleiðslu í Borgarnesi upp á sjálfan sig
Karlmaður á fimmtugsaldri sem bar vitni í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019, sem varðaði meðal annars framleiðslu á amfetamíni, og tók á sig alla sök, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni.

Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli
Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur.

Vísbendingar um ísbjörn á Langjökli
Lögreglan á Vesturlandi og Landhelgisgæslan leita nú mögulegs ísbjarnar á Langjökli. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, settur yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vesturlandi, í samtali við fréttastofu.

Enginn draumaprins sjáanlegur í firðinum
Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar.

Deila um girðingu fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir deilu um kostnaðarþáttöku Borgarbyggðar í byggingu girðingar, sem kostaði um sjö milljónir króna.

Ljósleiðari slitnaði á Vesturlandi
Ljósleiðari Mílu á milli Akraness og Borgarness slitnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Slökkvilið Borgarbyggðar er 100 ára í dag
Það stendur mikið til í Borgarnesi eftir hádegi í dag en þá fagnar Slökkvilið Borgarbyggðar hundrað ára afmæli sínu með hátíðardagskrá í Hjálmakletti þar sem allir eru velkomnir. Í dag eru 56 slökkviliðsmenn í liðinu, þar af sjö konur.

Fitubjúgur fær litla athygli hér á land
Fitubjúgur er sjúkdómur, sem fær litla athygli hér á landi á sama tíma og tíðni hans er um 11 prósent í löndunum í kringum okkur en hann leggst aðallega á konur. Geitabóndi í Borgarfirði hefur þurft að fara í tvær aðgerðir á sjúkrahúsi í Svíþjóð til að láta „tappa“ af sér 23 kílóum af fitu og er á leiðinni í þriðju ferðina.

Fjármögnun búnaðar vegna almannavarna á herðum einstakra sveitarfélaga
Síðustu ár hefur umræðan um búnaðarmál og menntun slökkviliða stöðugt aukist í tengslum við gróðurelda og aðrar almannavarnir.

Alvarlegt bílslys í Borgarfirði
Hringvegurinn er lokaður í Norðurárdal vegna alvarlegs umferðarslyss. Tveir bílar skullu saman á Vesturlandsvegi til móts við Hvammskirkju, skammt frá Bifröst. Fjórir voru í bílunum.

Loftslagsréttur skyldufag í lagadeild
Lagadeild Háskólans á Bifröst hefur fyrst allra íslenskra lagadeilda gert loftslagsrétt að skyldufagi í meistaranámi við deildina.

Matti í Hatara og Brynhildur Karls giftu sig í íslenskri sveitasælu
Listræna parið Matthías Haraldsson og Brynhildur Karlsdóttir giftu sig um helgina með pomp og prakt í íslenskri sveitasælu, umkringd sínu nánasta fólki. Faðir Brynhildar, leikarinn Karl Ágúst Úlfsson, gaf þau saman með táknrænum en ólögformlegum hætti.

Beint frá býli bændur bjóða landsmönnum heim
Bændur á sex stöðum á landinu ætla að bjóða landsmönnum í heimsókn til sín á morgun en þá er “Beint frá býli dagurinn” í tilefni af fimmtán ára afmæli samtakanna. Afmæliskaka, kaffi og djús verður í boði á öllum stöðunum, auk þess sem bændur og búalið munu kynna og selja vörur sínar.

Dráttavélaaksturskeppni og býflugnarækt á Hvanneyrarhátíð
Það verður mikið um að vera á Hvanneyri í Borgarfirði í dag þar sem Hvanneyrarhátíðin fer fram. Keppt verður í akstri á gömlum dráttarvélum og boðið upp á brekkusöng að hætti heimamanna.

Bíll í ljósum logum við Borgarfjarðarbrú
Eldur kviknaði í jeppa, sem ekið var til norðurs rétt við Borgarfjarðarbrúna um klukkan hálf sex.

Borgnesingurinn nældi í brons í Búkarest
Erla Ágústsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann til bronsverðlauna á Evrópumeistaramóti 23 ára og yngri í Búkarest í Rúmeníu.

Fluttur slasaður af Langjökli eftir vélsleðaslys
Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti á Landspítalanum í Fossvogi rétt fyrir klukkan sex í dag með slasaðan mann sem var fluttur af Langjökli eftir vélsleðaslys.

Reykholtshátíð í Reykholti um helgina
Það verður mikið um að vera í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð í tuttugasta og sjöunda skipti. Fjölmargir listamenn munu koma fram á hátíðinni, auk þess sem vígsluafmæli Reykholtskirkju verður minnst á morgun.

„Þetta er 300 prósent hækkun“
Þriggja manna fjölskylda sem ætlaði sér að fara í sundlaugina í Húsafelli í dag hætti við vegna verðlags. Fjölskyldan segist hafa verið reglulegir gestir í lauginni undanfarin ár en segir núverandi verð ofan í laugina allt of hátt. Rekstraraðili segir laugina einkarekna, hún fái enga niðurgreiðslu frá sveitarfélaginu eða öðrum og þá sé komið til móts við gesti með sundkortum auk þess sem gestum hótels og tjaldsvæða sé boðinn afsláttur í margskonar formi.

Hinir farþegarnir ekki taldir í lífshættu
Ferðamennirnir sem lentu í alvarlegu bílslysi á Vesturlandi í gær eru frá Bandaríkjunum og Slóveníu. Einn lést í slysinu en samkvæmt yfirlögregluþjóni á svæðinu eru hinir ferðamennirnir ekki taldir vera í lífshættu.

Einn látinn eftir umferðarslysið fyrir vestan
Einn farþegi var úrskurðaður látinn eftir alvarlegt umferðarslys á Snæfellsnesvegi norðan við Hítará í hádeginu í dag. Sex eru auk þess slasaðir.

Sjö fluttir á slysadeild eftir alvarlegt umferðarslys
Sjö voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar eftir alvarlegt umferðarslysi á Snæfellsnesvegi, norðan við Hítará, skömmu fyrir klukkan eitt í dag. Töluverður viðbúnaður er á svæðinu og hefur veginum verið lokað.

Bílstjórinn rekinn og má reikna með kæru fyrir aksturinn
Bílstjóra Samskipa sem staðinn var að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum í gær hefur verið sagt upp störfum. Hann verður yfirheyrður hjá Lögreglunni á Vesturlandi. Saksóknari mun svo ákveða fyrir hversu alvarlegt brot hann verður ákærður.

Líta málið alvarlegum augum og boða tilkynningu
Nokkur hætta var á ferðum þegar flutningabílstjóri Samskipa með tengivagn reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness síðdegis í gær. Forstöðumaður innanlandsflutninga Samskipa segir atvikið engan veginn í samræmi við öryggiskröfur fyrirtækisins og að rætt verði við bílstjórann í dag til að ljúka málinu.

Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu
Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum.

Viðkvæmir neytendur sjóði vatn vegna gruggs í vatnsbóli
Í kjölfar jarðskjálftans í gærkvöldi hefur grugg aukist í vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Aukning gruggs getur minnkað vatnsgæði og því eru viðkvæmir neytendur beðnir um að sjóða neysluvatn til drykkjar í varúðarskyni.

Góðar laxagöngur í Langá á Mýrum
Það er greinilegt að stórstreymið er að skila góðum göngum í árnar á Vesturlandi og það sést bæði á veiðitölum og auðvitað á ánni sjálfri.

Alfa Framtak kaupir Hótel Hamar og Hótel Höfn
Alfa Framtak hefur samið um kaup á tveimur hótelum; Hótel Hamri sem er skammt frá Borgarnesi og Hótel Höfn sem er í Hornafirði. Beðið er eftir úrskurði Samkeppniseftirlitsins varðandi kaupin.