
Um land allt

Hitinn frá hrauninu skýrir hraða myndun byggðar á Brunasandi
Volgt vatn undan heitu hrauni Skaftárelda í áratugi eftir að gosinu lauk flýtti fyrir landnámi gróðurs á svæði sem áður var svartur jökulsandur. Þetta segir Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur að hljóti að vera skýringin á því hversvegna ný sveit myndaðist ótrúlega fljótt á Brunasandi.

Hraun Skaftárelda skóp nýja sveit eftir Móðuharðindin
Skaftáreldum og Móðuharðindunum sem þeim fylgdu hefur verið lýst sem mestu hörmungum Íslandssögunnar. Talið er að fimmtungur þjóðarinnar hafi látist og 75 prósent af bústofni landsmanna fallið af völdum eldgossins í Lakagígum árin 1783-1784.

Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust
Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu.

Furðulegt að flakið af Goðafossi finnist ekki
Í grænum bragga í Garðinum reynir Ásgeir Hjálmarsson skipstjóri að varpa ljósi á það hvar Goðafossi, skipi Eimskipafélagsins, var sökkt í síðari heimsstyrjöld. Hann sýnir líkan af Goðafossi og húsum í Garðinum, sem hann er búinn að smíða, til að fá sem nákvæmasta staðsetningu á atburði, sem reyndist mesti mannskaði Íslendinga í stríðinu.

Íhaldið alltaf verið sterkt í ættasamfélaginu í Garði
Hjónin Oddný Harðardóttir alþingismaður og Eiríkur Hermannsson, fyrrverandi fræðslustjóri, segja frá ættasamfélaginu og pólitíkinni í Garði í þættinum Um land allt á Stöð 2. „Íhaldið hefur alltaf verið mjög sterkt hérna,“ segir Eiríkur og rifjar upp að vinstri menn og óháðir hafi þó tvisvar náð meirihluta.

Bobba í Nesfiski segist vera bæði frek og nýjungagjörn
Hún heitir Þorbjörg Bergsdóttir en í Garðinum er hún alltaf kölluð Bobba. Hún er aðaleigandi og stjórnarformaður Nesfisks, stærsta fyrirtækis byggðarinnar, sem heimsótt er í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum
Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar.

Stóri vinningurinn þegar dæturnar tóku við búinu
Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Tryggvi Snær lýsir stóra ævintýri sveitastráksins
Í þættinum Um land allt á Stöð 2 lýsir Tryggvi Snær Hlinason ævintýrinu þegar hann á undraskömmum tíma fór frá því að vera sveitastrákur í Bárðardal í það að verða atvinnumaður í körfuknattleik í sterkustu deild Evrópu.

Feðgarnir í Svartárkoti halda báðir tryggð við fyrsta bílinn
Áhugi manna á gömlum bílum lýsir sér með ýmsum hætti. Hjá feðgum á bænum Svartárkoti í Bárðardal í Þingeyjarsveit birtist hann í því að hafa aldrei sleppt takinu á fyrsta bílnum sem þeir eignuðust. Þetta mátti sjá í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Ætlaði að verða bóndi í Svartárkoti en er óvænt atvinnumaður í körfubolta
Ævintýrið um strákinn úr Svartárkoti, sem núna spilar sem atvinnumaður í körfubolta á Spáni, í sterkustu deild Evrópu, er meðal þess sem áhorfendur fá að heyra um í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þar kynnumst við lífi stórfjölskyldu í Bárðardal.

Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps.

Þóttust þurfa að bjarga fé úr Heimakletti í miðju eldgosi
Margir Eyjamanna áttu erfitt með að sætta sig við takmarkanir sem yfirvöld settu á ferðir til Vestmannaeyja eftir að eldgosið hófst þann 23. janúar 1973.

Slökkvibíllinn með sírenur átti að slökkva í eldgosinu
Gosnóttin á Heimaey gleymist seint þeim sem upplifðu hana; að vakna upp við jarðeld og þurfa að yfirgefa heimili sitt í skyndi. Eyjamenn sem settust að í Grindavík rifja upp 23. janúar 1973.

Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld
Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld.

Dýrð íslenskra steina afhjúpast þegar Auðunn sagar þá í sundur
Flestir steinanna sem steinasafnarinn Auðunn Baldursson á Djúpavogi finnur virðast venjulegum ferðalangi í fljótu bragði sáraómerkilegir þar sem þeir liggja á jörðinni.

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum
Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.

Ég er soddan villimaður, hefði átt að vera uppi fyrir hundrað árum
Trillukarlarnir Kristinn Pétursson og Skúli Benediktsson eru teknir í bryggjuspjall á Djúpavogi í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Fólk sér loppu ísbjarnar og klær í þessum steini
Hann heitir Auðunn Baldursson, er einhver ástríðufyllsti steinasafnari landsins, og sýnir gestum leyndardóma steinaríkisins í iðnaðarskemmu á Djúpavogi.

Bændur halda lífi í sveitunum með því að taka fjósin undir ferðamenn
Búháttabreytingin á Bragðavöllum í Hamarsfirði er lýsandi fyrir þróunina í sveitum á sunnanverðum Austfjörðum. Þar býðst ferðamönnum gisting í smáhýsum og gamla fjósið og hlaðan eru orðið að veitingastað.

Kom frá Póllandi til að vinna í fiski í eitt ár en féll fyrir Íslandi
Anna Czeczko frá Póllandi var í háskólanámi fyrir átta árum þegar hún ákvað að fara til Íslands til að vinna í fiski í eitt ár. Anna lýsir því hvernig hún varð ástfangin af Íslandi og sérstaklega Djúpavogi.

Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður
Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur.

Aflakóngur strandveiðanna segir galdurinn að fara á sjó
Jón Ingvar Hilmarsson, sjómaður á Djúpavogi, var aflahæstur strandveiðisjómanna yfir landið í fyrrasumar.

Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds
Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess.

Hvernig Djúpivogur reis við á ný eftir kvótamissi
Tilkynningin fyrir sex árum, um að fiskvinnslu Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, yrði hætt og fimmtíu störf flutt burt, var reiðarslag fyrir Djúpavog.

Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin.

Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi
Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2.

Silungsveiðin úr Þingvallavatni er enn drjúg búbót bænda við vatnið
Þar þykja tuttugu punda urriðar bara tittir. Eftir að murtuveiðin hætti er bleikjan verðmætust fyrir bændur.

Það mun standa Kristrún frá Brúsastöðum á legsteininum
Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum á Þingvöllum. Rætt er við feðginin Ragnar Jónsson og Kristrúnu Ragnarsdóttur en hún er að taka við búrekstrinum af föður sínum.

Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað
Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda.