Svartárkot í Suður-Þingeyjarsýslu var við það að leggjast í eyði fyrir fimmtán árum en er núna fjölmennasta býli Bárðardals, þótt jörðin sé við jaðar Ódáðahrauns í 400 metra hæð yfir sjávarmáli. Sagan er sögð í þættinum Um land allt á Stöð 2.
„Það var stóri vinningurinn í happadrættinu,“ segir Elín Baldvinsdóttir húsfreyja um þá ákvörðun tveggja dætra hennar og eiginmanna þeirra að taka við búskapnum.

„En þau þurfa líka að hafa fyrir því. Maður þarf að hafa fyrir lífinu þegar maður býr á svona stað,“ segir Elín.
Dóttir hennar, Guðrún, var fyrst kvenna kjörin formaður Bændasamtaka Íslands og dóttursonurinn, Tryggvi Snær, er óvænt orðinn landsliðsmaður og atvinnumaður í körfuknattleik.
Hér má sjá fimm mínútna upphafskafla þáttarins: