
Umferðaröryggi

Undirbúa útboð fyrstu áfanga á Kjalarnesi og Dynjandisheiði
Vegagerðin stefnir að því að bjóða út fyrsta áfanga í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes í næsta mánuði. Jafnframt er áformað að bjóða út fyrstu verkhluta á Dynjandisheiði og í Gufudalssveit í sumar.

Umferðin að verða sambærileg og í vikunni fyrir samkomubann
Könnun verkfræðistofunnar EFLU sýnir að umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist jafnt og þétt frá því að mestur samdráttur mældist í lok mars, eða þegar hert samkomubann tók gildi þann 24. mars.

Samgönguráðherra segir lág tilboð hvatningu til enn meiri vegagerðar
Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk.

Rúmlega sexföldun hjólandi á Ægissíðu
Umferð hjólandi vegfarenda í Reykjavík hefur stóraukist milli ára samkvæmt könnun á vegnum borgarinnar.

35% samdráttur í umferð á Hringvegi í apríl
Umferð um Hringveginn dróst saman um næstum 35% í apríl sem er met. Samdráttur á árinu hefur verið um 18% sem einnig er met. Á Mýrdalssandi hefur samdrátturinn numið tæpum 80%.

Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ
Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun.

Sendiferðabíll keyrði í veg fyrir mótorhjól
Um hádegið var tilkynnt um umferðarslys við Þórustaði í Eyjafjarðarsveit þar sem sendibifreið og mótorhjól lentu saman.

Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði
Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag.

Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina í samkomubanni
Enginn nýr ökumaður hefur komið út í umferðina frá því samkomubann var sett á. Björgvin Þór Guðnason,formaður Ökukennarafélagsins, segir uppsafnaða þörf mikla og að líklega verði brjálað að gera þegar höftum verði aflétt.

Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin
Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum.

Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga
Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust.

Göngu- og hjólastígarnir okkar
Það var vor í lofti um páskana og margir á höfuðborgarsvæðinu nýttu tækifærið til útivistar. Mikil umferð var um göngu- og hjólastígana svo minnti á Laugaveginn á Þorláksmessu.

Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat.

Malbikið lengist í Grafningi í sumar
Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu fimm kílómetra langs kafla í Grafningi sunnan Úlfljótsvatns, milli Hlíðarár og Grafningsvegar efri. Vegarkaflinn verður byggður upp og lagður bundnu slitlagi.

Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin
Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær.

Minni umferð úr höfuðborginni nú en síðust ár
Töluvert minni umferð er út úr höfuðborginni en hefur verið undanfarin ár um páskana að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þó var umferð út úr borginni töluvert meiri í gær en hefur verið undanfarna daga.

Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska
Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis.

Olnboguðu verksamninga eftir að öllum tilboðum var hafnað
Vegagerðin og Ístak undirrituðu í dag tvo verksamninga um smíði tveggja nýrra brúa á hringveginum á Suðausturlandi, yfir Kvía í Öræfum og Brunná í Fljótshverfi, upp á samtals 590 milljónir króna.

Malbikað fyrir milljarð í Reykavík og um níutíu götur í forgangi
Malbikað verður víða í borginni fyrir tæpan milljarð króna í sumar. 91 gata eða götukaflar eru í forgangi.

Reiðialda gegn Landvernd í vestfirska fréttamiðlinum
Ákvörðun Landverndar í síðustu viku um að kæra framkvæmdaleyfi Vestfjarðavegar um Teigsskóg hefur kallað fram reiðibylgju á Vestfjörðum. Hvatt er úrsagna úr Landvernd og þess að krafist að opinberum fjárstuðningi við samtökin verði hætt.

Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum
Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag

Umferðin dróst saman um fimmtung í mars
Rúmlega 35.000 færri bílum var ekið um götur höfuðborgarsvæðisins að meðaltali á dag í mars en á sama tíma í fyrra og er það rúmlega fimmtungs samdráttur. Mest dróst umferð um Hafnarfjarðarveg saman.

Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð
Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar.

Fresta álagningu vanrækslugjalda vegna skoðunar ökutækja um mánuð
Álagningu vanrækslugjalds þann 1. apríl vegna skoðunar ökutækja verður frestað um einn mánuð til 1. maí vegna COVID-19 faraldursins.

Allt að 42% samdráttur í umferð á Hringveginum
Nú þegar um þrjár vikur eru liðnar af mars mánuði hefur umferð á hringveginum dregist saman um að meðaltali um 20-25% og upp í 42% ef miðað er við sama tíma í fyrra. Á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð dregist saman um 10,1% ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Framkvæmdaleyfi vegar um Teigsskóg auglýst
Reykhólahreppur hefur formlega auglýst framkvæmdaleyfi um hinn umdeilda Teigsskóg. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

Bílvelta á Reykjanesbraut nærri IKEA
Bíll á leið norður Reykjanesbraut nærri IKEA í Garðabæ valt um tíuleytið í dag.

Heilsársvegur yfir Öxi efstur á óskalistanum
Betri veg yfir Öxi var svarið þegar Djúpavogsbúar voru spurðir í þættinum Um land allt á Stöð 2 um hvað helst þyrfti að bæta til að styrkja samfélagið á Djúpavogi.

Íslenskir aðalverktakar buðu lægst í breikkun hringvegarins um Ölfus
Íslenskir aðalverktakar áttu lægsta boð í breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar milli Selfoss og Hveragerðis. Tilboðsfrestur í þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar á þessu ári rann út í dag.