
Kvikmyndagerð á Íslandi

Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi
Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni.

„Það er bara þannig að akstur utan vega er bannaður á Íslandi“
Forstjóri Umhverfisstofnunar segir það misskilning að leyfi landeigenda dugi til að fólk megi aka utan vega. Til þess þurfi alltaf leyfi Umhverfisstofnunar eða annarra yfirvalda.

Kindarlegt barn í fyrstu stiklu Dýrsins
Fyrsta stikla Dýrsins, kvikmyndar Valdimars Jóhannssonar, kom út í gær og má segja að hún sé ekkert lamb að leika sér við. Og þó - þar bregður ófreskju myndarinnar fyrir, sem virðist einhvers konar undarlegt bland af barni og lambi.

Segir ekki um utanvegaakstur við Hjörleifshöfða að ræða
Tökustaðastjóri hjá True North, sem stendur að kvikmyndatöku fyrir breska þáttinn Top Gear, segir ekki að um eiginlegan utanvegaakstur sé að ræða. Þá hafi komið upp einhver misskilningur hjá Umhverfisstofnun um að tökurnar séu ólöglegar.

Segjast vera með tækjabúnað til að taka til eftir sig
Umhverfisstofnun mun að svo stöddu ekki aðhafast vegna utanvegaaksturs við Hjörleifshöfða þar sem breski bílaþátturinn ofurvinsæli Top Gear er sagður vera við tökur.

Allsendis óvíst hvernig Íslendingar taka Glerársandi
Íslenskir áhorfendur eru líklegir til að klóra sér í kollinum sem aldrei fyrr yfir skáldaða og margsamsetta bænum Glerársandi, sem er sögusvið einnar metnaðarfyllstu sjónvarpsseríu síðari tíma hér á landi. Leikstjórinn segir að serían verði „ógeðslega spennandi.“

Hin brasilísk-íslenska Céu De Agosto hlaut viðurkenningu á Cannes
Céu De Agosto, eða Ágústhiminn, stuttmynd brasilíska leikstjórans Jasmin Tenucci hlaut sérstaka viðurkenningu á verlaunaafhendingu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í gærkvöldi.

Dýrið hlaut verðlaun í Cannes
Íslenska kvikmyndin Dýrið hlaut nú rétt í þessu „Prize of Originality“ verðlaunin í Un Certain Regard keppninni sem er hluti af aðaldagskrá alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Cannes.

Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því.

Kann betur við Cannes í Covid
Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þessa dagana en kvikmyndin Lamb, eða Dýrið, sem Björn Hlynur fer með hlutverk í var frumsýnd á hátíðinni.

Big Bang-stjarna vill til Íslands í nýju þáttunum
Kaley Cuoco, ein af stjörnum gamanþáttana ofurvinsælu Big Bang Theory, segist gjarnan vilja taka upp einn þátt í annarri þáttaröð Flight Attendand, nýjum þáttum hennar, hér á landi.

Dýrið hefur fengið nokkuð góðar viðtökur á Cannes
Dýrið, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, var frumsýnd á Un Certain Regard hluta kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í dag. Myndin hefur fengið nokkuð góða gagnrýni hingað til. Dýrið er sem stendur með einkunnina 6,7 á IMDB.

Auglýsa eftir aukaleikurum á Hellu fyrir stórt Netflix-verkefni
Auglýst hefur verið eftir aukaleikurum fyrir erlent verkefni á vegum Netflix á Facebook-síðu íbúa Hellu. Samkvæmt Facebook-færslunni er leitað að karlmönnum á aldrinum 22-55 ára og um sjötugt.

A24 kaupir sýningarrétt að Dýri Valdimars Jóhannssonar
Bandaríska framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið A24 hefur keypt sýningarétt að Dýrinu, kvikmynd Valdimars Jóhannssonar, í Norður-Ameríku.

„Þakklát fyrir að hafa fengið að vera áfram til“
Ingamaría Eyjólfsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum í íslensku kvikmyndinni Skuggahverfið eða Shadowtown. Í janúar árið 2019 var hún þungt haldin á sjúkrahúsi í Danmörku eftir alvarlegt umferðarslys. Hún segist hafa lært margt af þeirri lífsreynslu og tekur engu sem sjálfsögðu.

Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann
Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert.

„Sjaldgæft að heimildarmyndir komist á hvíta tjaldið vestan hafs“
Íslenska heimildamyndin Á móti straumnum/Against the Current eftir Óskar Pál Sveinsson kvikmyndagerðamann verður frumsýnd í dag í kvikmyndahúsum í New York og Los Angeles í Bandaríkjunum.

Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Skjálfti
Í dag var frumsýnt fyrsta sýnishornið úr íslensku kvikmyndinni Skjálfti. Með aðalhlutverk fara Aníta Briem, Edda Björgvinsdóttir og Jóhann Sigurðsson.

Heimir segist aldrei hafa krafist kredits fyrir Kötlu
Heimir Sverrisson leikmyndagerðarmaður hefur skrifað pistil sem hann vonar að verði til að lægja öldur í kvikmyndageiranum.

Sunneva svarar fyrir sig
Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig.

Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna
Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi.

Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði
Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður.

Katla klífur topplista út um allan heim
Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum.

GDRN ljáir eldfjallinu Kötlu rödd sína
Högni Egilsson og Netflix hafa sameinað krafta sína í tónverki í tengslum við þáttaröðina Kötlu. Söngkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, betur þekkt sem GDRN ljáir eldfjallinu rödd sína í tónverkinu.

Jón Viðar sóttist eftir hlutverki handritshöfundar fyrir Kötlu
Baltasar Kormákur segir gagnrýni leikhúsgagnrýnandans Jóns Viðars Jónssonar um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars, á lausum grunni byggða. Hún stingi sérstaklega í stúf þar sem Jón hafi óskað eftir því að fá að taka þátt í handritsgerð fyrir þættina.

Jón Viðar hraunar yfir Kötlu: Ein og hálf stjarna
Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi heldur hvergi aftur af sér frekar en fyrri daginn í dómi sínum um Kötlu, nýja Netflix-seríu Baltasars Kormáks Samper.

„Ég myndi alltaf taka þetta í hámhorfi“
„Hún er yfirþyrmandi,“ segir Guðrún Ýr Eyfjörð, spurð hvernig tilfinningin sé að sjá endanlega útgáfu af tæplega tveggja ára vinnu nú þegar íslenska þáttaröðin Katla hefur verið frumsýnd á Netflix.

Erlendir sjónvarpssérfræðingar ósammála um Kötlu: „Köld og ruglingsleg norræn ráðgáta“
Íslensku Netflix-þættirnir Katla voru frumsýndir á streymisveitunni um allan heim á miðnætti í fyrrinótt. Þættirnir hafa fengið misjafna dóma hjá erlendum gagnrýnendum en áhorfendur hafa þó gefið þáttunum mjög góða einkunn: 83 prósent á Rotten Tomatoes og 81 prósent á IMDB.

Næsti Balti er rauðhærður Grindvíkingur
Óskar Kristinn Vignisson kvikmyndaleikstjóri er að ljúka námi við Danske Film School og gerir það með glans. Útskrifarmynd hans fer beint á kvikmyndahátíðina í Cannes – sem er fáheyrt.

„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“
„Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti.