Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Ó­ljóst hvar landsleikir í apríl fara fram

Óljóst er hvar kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar heimaleiki liðsins í Þjóðadeildinni í apríl næstkomandi. Landsliðsþjálfarinn vonast eftir því að lending finnist á því máli fljótlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Fram­kvæmdir á Laugar­dals­velli: Sex vikur frá sáningu í full­kominn völl

Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís Perla besti miðvörður í heimi

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir varð í 22. sæti í Ballon d'Or kjörinu en úrslitin voru kunngjörð í gær. Það er líka hægt að líta á niðurstöðuna á annan hátt.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta er bara hundfúlt“

Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í marki íslenska kvennalandsliðsins í 3-1 tapi á móti Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í vináttulandsleik í Nashville í nótt.

Fótbolti
Fréttamynd

Stór­kost­legt mark Selmu í tapi fyrir Banda­ríkjunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas.

Fótbolti
Fréttamynd

„Próf­raun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“

Gló­dís Perla Viggós­dóttir, lands­liðs­fyrir­liði Ís­lands í fót­bolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem ís­lenska liðið getur lært hvað mest af. Ís­land heim­sækir ríkjandi Ólympíu­meistara Banda­ríkjanna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Fann­ey verður ekki með gegn Ólympíu­meisturunum

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skrýtin til­hugsun að maður komi frá svona litlum bæ“

Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana.

Fótbolti