
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin

Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni
Evrópska kvikmyndaakademían opinberaði í dag átta af sigurvegurum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2024. Á meðal þeirra er Evalotte Oosterop en hún hlýtur Evrópsku kvikmyndaverðlaun 2024 fyrir förðun og hár, vegna vinnu sinnar við kvikmyndina Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson.

Ljósbrot í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti franska leikkonan Juliette Binoche, forseti Evrópsku kvikmyndaakademíunnar, að Ljósbrot undir leikstjórn Rúnars Rúnarssonar hafi verið valin til forvals Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna.

Glatt á hjalla á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fóru fram í Hörpu um helgina en hátíðin var nú haldin í 35. sinn. Glatt var á hjalla og virtust gestir hátíðarinnar skemmta sér konunglega.

Triangle of Sadness sankaði að sér verðlaunum
Kvikmyndin „Triangle of Sadness“ sankaði að sér verðlaunum á Evrópsku kvikmyndahátíðinni sem fram fór í 35. sinn í kvöld í Hörpu.

Áður óséð efni frá gerð Leynilöggu
Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd sem besta gamanmyndin á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fram fara í Hörpu í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd í þessum flokki.

Ganga gapandi inn í Eldborg
Sjö hundruð erlendir gestir eru væntanlegir til landsins í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Hörpu annað kvöld. Leikstjóri einnar vinsælustu kvikmyndar ársins og leikari úr Game of Thrones eru á meðal alþjóðlegra stórstjarna sem verða viðstaddar. Listrænn stjórnandi segir áhorfendur mega eiga von á óvæntum uppákomum.

Sleppa rauðum dregli í Hörpu fyrir mosa, jökulár og stuðlaberg
Rauði dregillinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fara fram á morgun verður ekki rauður heldur með öðru sniði en vaninn er á slíkum hátíðum. Stjörnurnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu umkringdar íslenskri náttúru.

Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu
Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni.

Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu
Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund.

Húrra fyrir evrópskri kvikmyndagerð!
Það er mikið fagnaðarefni að Evrópsku kvikmyndaverðlaunin séu haldin á Íslandi í ár og ástæða er til að hrósa stjórnvöldum fyrir að leggja í þá vinnu og fjármögnun. Verðlaunin eru stórviðburður og verða afhent, eins og kunnugt er, í Hörpu næsta laugardag að viðstöddu stórskotaliði evrópskrar kvikmyndaframleiðslu. Sýnt verður frá verðlaunaafhendingunni í beinni útsendingu á RÚV og um alla Evrópu.

Penélope boðið í Bíó Paradís
Evrópskur kvikmyndagerðamánuður hefst í kvöld en hápunktur mánaðarins eru evrópsku kvikmyndagerðaverðlaunin sem haldin verða í Hörpu í desember.

Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki.

Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár
Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár
Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi.

RIFF bætir upp fyrir fráfall Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna
Evrópsku kvikmyndaverðlaunin áttu að vera haldin í Hörpu í Reykjavík nú um þessar mundir. Þeim var frestað vegna heimsfaraldursins en verða haldin á Íslandi að tveimur árum liðnum. Í staðinn hefst í dag Vetrarhátíð RIFF, til heiðurs Evrópsku kvikmyndaverðlaununum.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík 2022 í stað 2020
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem halda átti í Reykjavík í desember verður haldin rafrænt og án áhorfenda í Berlín þann 12. desember næstkomandi.

Stór dagur hjá Rúnari Rúnarssyni
Rúnar Rúnarsson á möguleika á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum og kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs. Rúnar er handritshöfundur og leikstjóri kvikmyndarinnar Bergmál og er einnig einn af framleiðendum myndarinnar.

Arnfríður Sólrún tekur við af Ragnheiði
Arnfríður Sólrún Valdimarsdóttir verður verkefnastjóri Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík sem fram fara í desember.

Ráðning Ragnheiðar staðfest
Ragnheiður Elín Árnadóttir hefur verið ráðin í starf verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í Reykjavík 2020.

Fyrrverandi ráðherra sækir um hjá Evrópsku kvikmyndaverðlaununum
Ragnheiður Elín Árnadóttir fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra er á meðal umsækjenda um stöðu verkefnastjóra Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, EFA.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Reykjavík árið 2020
Verðlaunahátíð Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verður haldin í Hörpu í Reykjavík í desember árið 2020.

Fá Hrútar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin?
Í kvöld verða Evrópsku kvikmyndaverðlaunin veitt í Berlín. Verðlaunin eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. Kvikmyndin Hrútar er meðal þeirra sex mynda sem tilnefndar eru sem kvikmynd ársins.