
Orkumál

Nýjar og öflugri hraðhleðslustöðvar N1
N1 mun á næstu mánuðum stækka og uppfæra hraðhleðslustöðvanet sitt á landinu. Alls stefnir félagið á að taka 30 nýjar hraðhleðslustöðvar í notkun sem allar verða með 150 kW hleðslugetu.

Á hverju strandar uppbygging flutningskerfis raforku?
Eins og raunar var ítrekað bent á við breytingu á raforkulögum árið 2015 og í umfjöllun um þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína sem samþykkt var samhliða breytingum á raforkulögum var hið opinbera fyrirtæki Landsnet þá sett í algjöra yfirburðastöðu gagnvart sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum.

Jafnar byrðar – ekki undanþágur
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum.

Landsnetið okkar
Við íslenska þjóðin eigum Landsnet, fyrirtæki sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku á Íslandi. Fyrirtækið ber þannig mikla ábyrgð, bæði á því að tryggja orkuöryggi og á því að velja bestu lausnir þegar verið er að þróa flutningskerfi raforku. Félagið er stórt og öflugt, tekjur þess voru rúmir 22 milljarðar í fyrra og rekstrarkostnaðar 5,5 milljarðar.


Hvernig er best að hlaða bílinn?
Orka náttúrunnar hefur verið í fararbroddi við uppbyggingu hleðsluinnviða hérlendis þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtækið býður upp á frábæra lausn fyrir rafbílaeigendur sem vilja hafa hleðslustöð heima hjá sér.

Það þarf að ganga í verkin!
Það eru mörg verkefnin á hverjum tíma sem við sem þjóð þurfum að leysa, en okkur gengur misvel að leysa þau hratt og örugglega. Það á einna helst við innan þess opinbera og þörf er á því að breyta áherslum með það að markmiði að auka skilvirkni í kerfinu og leggja áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir í stað þess að vera sífellt að bregðast við þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma.

Blámi hlýtur hvatningarverðlaun SFS
Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, tók við Hvatningarverðlaunum SFS á ársfundi samtakanna í dag.

„Okkar stærsta áhætta“ við orkuskipti að fá ekki leyfi fyrir flutningslínum
Forstjóri Landsnet segir að það sé „okkar stærsta áhætta“ við að ná markmiðum um orkuskipti að fyrirtækið nái ekki að ljúka við stærstu flutningslínurnar því þær komist ekki í gegnum leyfisferli. Hann hvetur alla að málinu komi til að bæta ferlið og tryggja að það fái farsælan endi.

Bein útsending: Fjúka orkuskiptin á haf út?
Mikilvægi flutningskerfisins í orkuskiptum verður til umfjöllunar á vorfundi Landsnets sem haldinn verður milli 8:30 og 10 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan.

Fengu meðal annars styrk upp á 2,1 milljón evra
„Lengi framan af voru starfsmennirnir einn til tveir eða allt þar til árið 2019, þá kom Brunnur fjárfestingasjóður inn með fjármögnun og teymið varð þriggja til fjögurra manna. En frá upphafi höfum við nýtt okkur styrkjarumhverfið, allt frá styrkjum fyrir markaðsmálin yfir í styrk í gegnum einkaleyfisferlið,“ segir Ósvaldur Knudsen framkvæmdastjóri Laki Power.

Stjórnvöld láti aðra líða fyrir eigin mistök í orkumálum
Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands gagnrýna frumvarpsdrög sem heimila stjórnvöldum að mismuna notendum þegar kemur að skömmtun raforku. Benda hagsmunasamtökin á að stjórnvöld beri sjálf ábyrgð á því að þeirri alvarlegu stöðu sem uppi er í orkumálum, frumvarpsdrögin hafi verið unnin í flýti og engu skeytt um umsagnir.

Hvernig byggjum við upp grænt hagkerfi?
Ísland hefur sett sér það markmið að verða kolefnishlutlaust árið 2040. Margt þarf að ganga upp til að það markmið náist en sjálfbærnitengd fjármögnun veitir atvinnulífinu hvata til þess að færa sig í átt að kolefnishlutleysi. Stýring fjármagns í rétt verkefni er forsenda þess að hraða tækniþróun og styðja við að markmiðið náist.

„Loftslagsbankinn“ horfir til frekara samstarfs við Landsnet
Fulltrúar Evrópska fjárfestingabankans funduðu á dögunum með íslenskum aðilum í því skyni að skoða lánveitingar til þeirra. Bankinn hefur lánað samanlagt 1,2 milljarða evra til verkefna hérlendis, einkum á sviði orkumála en einnig uppbyggingu fjarskiptainnviða og vega.

RSÍ og VM sömdu einnig við Orkuveituna
Kjarasamningur Rafiðnaðarsambands Íslands og Félags vélstjóra og málmtæknimanna við Orkuveitu Reykjavíkur var undirritaður í dag.

Stelpur, hafið þið heyrt um LSD?
Svo hljóðaði spurning sem gamalgróinn jeppamaður spurði mig og samstarfskonu mína þegar ég vann við landvörslu á norðaustur-hálendi íslands árið 2021.

Nýjar stefnur kynntar og ný stjórn kjörin í dag
Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu og ný stjórn verður kjörin síðar í dag.

Rafmagnsbílar fyrir alla
Hækkandi eldsneytisverð þyngir heimilisbókhaldið svo um munar og fólk horfir af þeim sökum í auknum mæli til rafmagns- og annarra tengilbíla.

Segir kjaraviðræður við OR hafa siglt í strand
Samninganefnd VM og RSÍ segir að kjaraviðræður við Orkuveitu Reykjavíkur hafi siglt í strand. Lýst er yfir vonbrigðum með það sem samninganefndin lýsir sem óbilgjarnri og einstrengingslegri afstöðu OR í viðræðunum.

Heimili eiga ekki að keppa við stórnotendur um örugga orku
Loksins, loksins er raforkuöryggi fyrir almenning komið á dagskrá stjórnvalda, með vinnu að laga- og reglugerðarbreytingum þar að lútandi. Við hjá Landsvirkjun höfum lengi talað fyrir mikilvægi þess að koma almenningi í var og nú er sú vegferð hafin. Við verðum að búa svo um hnútana að almenningur keppi ekki við stórnotendur um örugga orku.

Íslenska leiðin – nær heimsmet í lélegri frammistöðu
Ísland er langstærsti raforkuframleiðandi heims á íbúa og framleiðir sex sinnum meira rafmagn á íbúa en meðatalið fyrir hátekjulönd og átta sinnum meira en meðaltalið í Evrópu.

Kristín Linda nýr stjórnarformaður Samorku
Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunnar, var kjörin stjórnarformaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja á aðalfundi samtakanna í dag. Hún tekur við starfinu af Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar.

Lánar Landsneti um níu milljarða fyrir nýrri kynslóð byggðalína
Evrópski fjárfestingarbankinn hefur lánað Landsneti 63,7 milljónir dollara, jafnvirði níu milljarða króna, fyrir nýrri kynslóð byggðalínu.

Stjórn OR leggur til að greiða 5,5 milljarða í arð
Samkvæmt ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur (OR) var hagnaður af rekstri á síðasta ári alls 8,4 milljarðar króna. Stjórn OR leggur til á aðalfundi að greiddur verði arður sem nemur 5,5 milljörðum króna.

Sveitarfélögin færi Landsvirkjun milljarðahagnað á silfurfati
Nær engar tekjur skila sér af fasteignagjöldum virkjana, til sveitarfélaga og nærsamfélagsins. Þetta segir sveitastjóri Skeiða og Gnúpverjarhrepps sem vill taka málið til gagngerrar endurskoðunar.

Sprengisandur: Virkjanir, iðnaður, flóttafólk og breytingar á verslun
Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Sameiginleg vegferð Evrópu
Þjóðir heims hafa sett sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Íslendingar hafa í samfloti með öðrum þjóðum í Evrópu sett sér metnaðarfull markmið um samdrátt í losun. Markmið þjóða heims eru fjölþætt en stór hluti þeirra snýr að orkuskiptum, að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og notast á endanum aðeins við orku úr endurnýjanlegum auðlindum.

Það er svo sannarlega kominn tími til að tengja
Við hjá Landsneti erum sett í einkennilega stöðu þessa dagana. Við sækjum um framkvæmdaleyfi hjá stjórnvaldi, sem er Sveitarfélagið Vogar og í stað þess að fá efnislega og hlutlæga meðferð á leyfisumsókninni, þá er umræðan farin að snúast um allt aðra hluti en eru í umsókninni.

Ósætti á stjórnarheimilinu tefur umbætur á lögum um vindorkuver
Í stjórnarsáttmála er kveðið á um að liðkað verði fyrir lagaumgjörð fyrir vindorkuframleiðslu. Það er forsenda fyrir orkuskiptum og annarri framþróun á orkusviði. Ekkert bólar á þeim umbótum. Skila átti frumvarpi þess efnis 1. febrúar en var frestað fram á næsta þing. Ósætti á stjórnarheimilinu virðist gera það að verkum að sú vinna tefjist.

„Það er ekkert hlustað“
Bæjarstjóri Voga er ekki bjartsýnn á að hlustað verði á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi lagningu Suðurnesjalínu tvö. Hann átti fund með innviðarráðherra í dag um málið.