Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Auður ein­hleypur og skýtur á yfir­völd vegna Yazans

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, betur þekktur sem Auður, er einhleypur. Þrátt fyrir að vera einn eftir í kotinu hefur hann haft nóg að gera í tónlistinni. Fyrr í dag gaf hann út lagið Peningar, peningar, peningar þar sem hann skýtur meðal annars föstum skotum að yfirvöldum um mál Yazans Tamimi, fjölfatlaðs drengs frá Palestínu.

Tónlist
Fréttamynd

Létu ævin­týrið loksins rætast í fiska­búrinu á X-inu

Fyrstu tónleikarnir í fiskabúri X-ins 977 fara í loftið á morgun en um er að ræða nýja þáttaröð sem birtist á Vísi og ber heitið LIVE IN A FISHBOWL. Þetta er tónleikaröð sem tekin er upp í hljóðveri X-ins 977, því sem undanfarin ár hefur verið kallað fiskabúrið og er skírskotun í goðsagnakennt lag Maus.

Tónlist
Fréttamynd

„Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera til­búið“

„Fólk er búið að taka mjög vel í þetta,“ segir rapparinn og listamaðurinn Brynjar Logi, betur þekktur sem Yung Nigo Drippin. Hann skaust fram á sjónarsviðið árið 2017 og hefur heldur betur verið virkur í íslensku tónlistarlífi allar götur síðan. Blaðamaður ræddi við Brynjar um nýja EP plötu og stór framtíðarplön.

Tónlist
Fréttamynd

Rétta harmonikkan er í harmonikku­verk­smiðju í harmonikkuþorpi

Margrét Arnar harmonikkuspilari með meiru hefur sett af stað söfnun svo hún geti keypt sér harmonikku sem hún fann eftir rúmlega tíu ára leit í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi á Ítalíu í fyrra. Margrét hefur spilað á harmonikku síðan hún var sjö ára og segir hljóðfærið algjörlega einstakt.

Tónlist
Fréttamynd

Iceland Airwa­ves ýtt úr vör á Grund

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fór af stað í morgun, á hjúkrunarheimilinu Grund. Þar voru haldnir tónleikar fyrir heimilisfólk og gesti hátíðarinnar, sem fagnar 25 ára afmæli sínu í ár. 

Tónlist
Fréttamynd

Segja aðra kaupa gervi­spilanir til að hafa á­hrif á veð­mál

Tveir íslenskir tónlistarmenn segjast hafa heyrt af því að fólk sem tengist þeim ekki kaupi svokallaðar gervispilanir á Spotify til að hafa áhrif á veðmál sem eru tengd útgáfum þeirra. Sjálfir kaupa þeir ekki gervispilanir og taka ekki þátt í umræddum veðmálum. Einn þeirra hefur sagt skilið við veðmálafyrirtækið Coolbet.

Tónlist
Fréttamynd

Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi

Bandaríski rapparinn Young Thug hefur játað sekt sína í umfangsmiklu máli sem hefur vakið mikla athygli jafnt vestan- og austanhafs. Hann hefur játað sig sekan í liðum sem snúa að brotum á lögum um skotvopnaeign og fíkniefnavörslu.

Tónlist
Fréttamynd

„Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægi­legt“

Tónlistarmaðurinn Magnús Valur Willemsson Verheul notast við listamannsnafnið Mt. Fujitive og er með um 300 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify. Lög hans eru sömuleiðis sum með tugi milljóna spilanna en þrátt fyrir það hefur Magnús Valur látið tiltölulega lítið fyrir sér fara. Blaðamaður ræddi við hann um tónlistina og tilveruna.

Tónlist
Fréttamynd

Lauf­ey fagnaði með Oli­viu Rodrigo og Chappell Roan

Stórstjarnan og tónlistarkonan Laufey Lín heldur ótrauð áfram ævintýrum sínum vestanhafs þar sem hún hefur slegið í gegn. Helginni eyddi hún í Los Angeles þar sem hún er búsett með engum öðrum en Oliviu Rodrigo og Chappell Roan, sem eru með stærstu tónlistarstjörnum heims í dag. 

Tónlist
Fréttamynd

Til­einkar lagið Grind­víkingum

Tónlistarmaðurinn Geir Ólafsson gaf nýverið út lagið „Bærinn okkar“ sem hann tileinkar Grindvíkingum. Hann segir að hugur hans sé sérstaklega hjá börnunum sem hafa verið rifin upp með rótum frá vinum sínum. 

Tónlist
Fréttamynd

„Það hefur aldrei verið neinn ótti“

„Maður er ennþá að ná sér niður eftir þetta,“ segir tónlistarmaðurinn Aron Can sem er nýkominn heim frá Kaupmannahöfn þar sem hann flutti nýju plötuna sína fyrir troðfullum sal. Blaðamaður tók púlsinn á þessari íslensku stórstjörnu.

Tónlist
Fréttamynd

„Þetta er saga af villi­götum“

Íslenski tónlistarmaðurinn SAKI hefur gefið frá sér sína fyrstu plötu, plötuna Dauðvona. Hann segir plötuna vera sögu af villigötum en innblásturinn sótti hann í eigin lífsreynslu.

Tónlist
Fréttamynd

„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“

„Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson.

Tónlist
Fréttamynd

Kemur frá Sýr­landi og syngur á ís­lensku

„Mig dreymdi um að verða tónlistarmaður en út af stríðinu gat ég ekki einbeitt mér að því,“ segir hinn 23 ára gamli Rawad Nouman. Rawad flutti til Íslands 2017, talar mjög góða íslensku og gaf nýverið út lagið Veit ekki neitt. Blaðamaður ræddi við hann og fékk að heyra nánar frá lífi hans.

Tónlist
Fréttamynd

Space Odyssey opnar á nýjum stað

Tilraunarýmið og plötubúðin Space Odyssey opnar aftur á laugardag að Bergstaðastræti 4 en hún var áður til húsa á Skólavörðustíg. Blásið verður til tónleika þegar staðurinn opnar klukkan 14 á laugardag. 

Tónlist
Fréttamynd

Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman

Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum.

Tónlist
Fréttamynd

Af­hjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves sem fram fer dagana 7. til 9. nóvember næstkomandi hafa flett hulunni af því á hvaða dögum böndin munu spila á hátíðinni. Þá hafa tólf listamenn til viðbótar verið tilkynntir.

Tónlist