Bush varði stefnu sína í Írak 21. september 2004 00:01 George Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu sína í Írak í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. John Kerry, mótframbjóðandi Bush í bandaríska forsetaembættið, nýtur dvínandi fylgis en í gær sneri hann vörn í harða gagnsókn og veðjaði á Írak sem besta kosningamálið. „Núna segir Bush okkur að hann myndi gera allt aftur á sama hátt,“ sagði Kerry. „Hvernig í ósköpunum getur honum verið alvara? Er hann virkilega að segja bandarísku þjóðinni að ef hann hefði vitað að engin ógn væri yfirvofandi, engin gereyðingarvopn og engin tengsl við al-Kaída, ættu Bandaríkin samt að ráðast inn í Írak? Svar mitt er þvert nei.“ Bush svaraði þessum pillum um hæl og benti á að Kerry hefði á sínum tíma stutt innrásina. En það er svo sem ekki bara á heimaslóðum sem Bush sætir gagnrýni fyrir Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í síðustu viku að Íraksstríðið hefði verið ólögmætt og í setningaræðu sinni á Allsherjarþinginu í dag hjó hann í sömu knérunn og ítrekaði að þjóðir heims yrðu að fara að lögum. Bush var næstur á mælendaskrá og í ræðu sinni lagði hann áherslu á það stríð sem stæði á milli frjálsra lýðræðisþjóða annars vegar og hryðjuverkamanna hins vegar. Ekki væri hægt að loka augunum og láta ofbeldi og kúgun viðgangast. „Við getum búist við því að hryðjuverkaárásum fjölgi þegar nær dregur kosningum í Afganistan og Írak. Starfið fram undan er krefjandi. En þessir erfiðleikar draga ekki úr þeirri sannfæringu okkar að framtíð Afganistans og Íraks sé framtíð frelsis,“ sagði Bush á þinginu í dag. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti varði stefnu sína í Írak í ræðu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. John Kerry, mótframbjóðandi Bush í bandaríska forsetaembættið, nýtur dvínandi fylgis en í gær sneri hann vörn í harða gagnsókn og veðjaði á Írak sem besta kosningamálið. „Núna segir Bush okkur að hann myndi gera allt aftur á sama hátt,“ sagði Kerry. „Hvernig í ósköpunum getur honum verið alvara? Er hann virkilega að segja bandarísku þjóðinni að ef hann hefði vitað að engin ógn væri yfirvofandi, engin gereyðingarvopn og engin tengsl við al-Kaída, ættu Bandaríkin samt að ráðast inn í Írak? Svar mitt er þvert nei.“ Bush svaraði þessum pillum um hæl og benti á að Kerry hefði á sínum tíma stutt innrásina. En það er svo sem ekki bara á heimaslóðum sem Bush sætir gagnrýni fyrir Írak. Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, lýsti því yfir í síðustu viku að Íraksstríðið hefði verið ólögmætt og í setningaræðu sinni á Allsherjarþinginu í dag hjó hann í sömu knérunn og ítrekaði að þjóðir heims yrðu að fara að lögum. Bush var næstur á mælendaskrá og í ræðu sinni lagði hann áherslu á það stríð sem stæði á milli frjálsra lýðræðisþjóða annars vegar og hryðjuverkamanna hins vegar. Ekki væri hægt að loka augunum og láta ofbeldi og kúgun viðgangast. „Við getum búist við því að hryðjuverkaárásum fjölgi þegar nær dregur kosningum í Afganistan og Írak. Starfið fram undan er krefjandi. En þessir erfiðleikar draga ekki úr þeirri sannfæringu okkar að framtíð Afganistans og Íraks sé framtíð frelsis,“ sagði Bush á þinginu í dag.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Sjá meira