Harkan sex var kjörorðið 8. febrúar 2005 00:01 Harkan sex var kjörorðið, síðasta dag kosningabaráttunnar í Danmörku. Flokkarnir birtu heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hræðsluáróðri var beitt á óákveðna kjósendur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma en samkvæmt fyrstu útgönguspám heldur stjórnin velli. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og hefur kjörsókn verið um þremur prósentum minni en í síðustu þingkosningum það sem af er degi. Ólíkt Íslandi er kosið á virkum degi. Einn starfsmaður á kjörstað í dag sagðist því ekki fá yfirvinnu og þetta bæri vott um sparnaðarhugsun Dana. Kosningabaráttan snerist jú um budduna hjá almenningi og lofuðu stjórnmálamenn að skapa fjölda nýrra starfa, setja meiri pening í menntun, hækka barnabætur og lækka dagvistunargjöld. Fjölmiðlar í Danmörku segja kosningabaráttuna þá ýktustu til þessa, með tilliti til loforðaflaumsins. Umræðan dreifðist á marga málaflokka en samkvæmt mælingu á fjölmiðlatími var mest rætt um atvinnumál, því næst innflytjendamál og svo menntamál. Flokkarnir tíu hafa verið gagnrýndir fyrir að vera of líkir. Þeir hafa þó tekist harkalega á um innflytjendamál þar sem danski Þjóðarflokkurinn þykir ganga hvað harðast fram. Pia Kjærsgaard, formaður flokksins, sagðist í dag vona að kosningaþátttakan yrði mikil. Veðrið væri alla vega gott og því engin afsökun fyrir því að sitja heima. „Það sem er mikilvægast fyrir Þjóðarflokkinn er að meirihluti hans, Venstre og Íhaldsflokksins haldist,“ sagði Kjærsgaard. Jafnaðarmenn vilji fella stjórnina og vona að uppgangur miðjuflokksins, Radikale Venstre, geti hjálpað til. Kannanir hafa sýnt að stjórnin heldur velli og Anders Fogh forsætisráðuneytinu en atkvæði óákveðinna kjósenda geta þó skipt sköpum á lokasprettinum. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Harkan sex var kjörorðið, síðasta dag kosningabaráttunnar í Danmörku. Flokkarnir birtu heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hræðsluáróðri var beitt á óákveðna kjósendur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma en samkvæmt fyrstu útgönguspám heldur stjórnin velli. Kjörstaðir opnuðu klukkan níu í morgun og hefur kjörsókn verið um þremur prósentum minni en í síðustu þingkosningum það sem af er degi. Ólíkt Íslandi er kosið á virkum degi. Einn starfsmaður á kjörstað í dag sagðist því ekki fá yfirvinnu og þetta bæri vott um sparnaðarhugsun Dana. Kosningabaráttan snerist jú um budduna hjá almenningi og lofuðu stjórnmálamenn að skapa fjölda nýrra starfa, setja meiri pening í menntun, hækka barnabætur og lækka dagvistunargjöld. Fjölmiðlar í Danmörku segja kosningabaráttuna þá ýktustu til þessa, með tilliti til loforðaflaumsins. Umræðan dreifðist á marga málaflokka en samkvæmt mælingu á fjölmiðlatími var mest rætt um atvinnumál, því næst innflytjendamál og svo menntamál. Flokkarnir tíu hafa verið gagnrýndir fyrir að vera of líkir. Þeir hafa þó tekist harkalega á um innflytjendamál þar sem danski Þjóðarflokkurinn þykir ganga hvað harðast fram. Pia Kjærsgaard, formaður flokksins, sagðist í dag vona að kosningaþátttakan yrði mikil. Veðrið væri alla vega gott og því engin afsökun fyrir því að sitja heima. „Það sem er mikilvægast fyrir Þjóðarflokkinn er að meirihluti hans, Venstre og Íhaldsflokksins haldist,“ sagði Kjærsgaard. Jafnaðarmenn vilji fella stjórnina og vona að uppgangur miðjuflokksins, Radikale Venstre, geti hjálpað til. Kannanir hafa sýnt að stjórnin heldur velli og Anders Fogh forsætisráðuneytinu en atkvæði óákveðinna kjósenda geta þó skipt sköpum á lokasprettinum.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira