Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu.