Pattstaðan í Líbíu dregst á langinn 21. apríl 2011 00:30 Fundað í París Mustafa Abdel Jalil, helsti talsmaður uppreisnarliðsins, tekur í hönd Francois Fillon, forsætisráðherra Frakklands, í gær.nordicphotos/AFP Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. [email protected] Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hörð átök hafa staðið um borgina Misrata, sem uppreisnarmenn hafa haft á valdi sínu. Einnig voru bardagar í fjöllunum skammt frá Túnis, og flúðu þúsundir manna yfir landamærin. Svo virðist sem Múammar Gaddafí, sem stjórnað hefur landinu í fjóra áratugi, leggi mikla áherslu á að ná Misrata á sitt vald. Þar er mikilvæg höfn og borgin er skammt frá höfuðborginni Trípolí, í vesturhluta landsins sem liðsmenn Gaddafís hafa að öðru leyti mestanpart á valdi sínu. Frakkar og Ítalir hafa nú, ásamt Bretum, lofað uppreisnarmönnum í Líbíu aðstoð sem einkum á að felast í hernaðarráðgjöf. Sérfræðingar í hernaði verða sendir til Líbíu þar sem þeir munu gefa uppreisnarmönnum ráð í von um að rjúfa pattstöðuna sem ríkt hefur í átökum þeirra við stjórnarherinn undanfarið. Frakkar hafa einnig lofað að herða loftárásir á líbíska stjórnarherinn. Þrátt fyrir að hersveitir NATO hafi nú gert loftárásir nánast daglega á liðsmenn Gaddafís í heilan mánuð hefur það ekki dugað til að stöðva átökin. Abdul-Ati al-Obeidi, utanríkisráðherra Líbíu, segir að frekari loftárásir muni aðeins gera illt verra. Hins vegar sé Líbíustjórn til viðræðu um kosningar, lýðræði og stjórnarskrárbreytingar ef árásunum verði hætt. Jafnvel sé möguleiki á að liður í þeim umbótum verði brotthvarf Gaddafís sjálfs. Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, segir hins vegar að liðsmenn Gaddafís verði að gera sér grein fyrir því að með sprengjuárásum sínum á almenna borgara í Misrata og fleiri stöðum geti þeir verið að fremja stríðsglæpi. Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag, sem dæmir í stríðsglæpamálum, muni rannsaka það í þaula. Líbískir embættismenn neita því reyndar í viðtölum að sprengjum hafi verið varpað á Misrata. Moussa Ibrahim, talsmaður Líbíustjórnar, segir að alþjóðasamfélagið eigi ekki að hlusta á fréttir fjölmiðla eða sögur frá uppreisnarmönnunum. Borgin Misrata hefur verið á valdi uppreisnarmanna í nærri tvo mánuði, eða frá því stuttu eftir að uppreisn þeirra gegn Gaddafí og stjórn hans hófst. Liðsmenn Gaddafís hafa setið um borgina frá því að hún komst undir vald uppreisnarmanna en hafa hert árásir sínar nú síðustu daga. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira