Andri: Ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2012 11:53 Landsdómur í dag. mynd/ gva. „Það er ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. H. Haarde, þegar hann ræddi lið 1.4 í ákæru gegn Geir. Andri sagði að sala eigna hafi verið afar torsótt í aðdraganda bankahrunsins. Brunaútsala hefði orðið svo mikið áfall fyrir efnahagsreikninga bankanna að það hefði orðið þeim að falli. Í þeim lið er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins í að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Andri sagði að frá hausti 2007 til 2008 hafi verið gíðarlegur samdráttur á því svæði þar sem eignir bankanna lágu. „Það þýddi ekkert að selja þá," sagði Andri. Eignir bankanna hefðu verið illseljanlegar. „Stór hluti af eignum banka eru útlán og menn rjúka ekki upp til handa og fóta og selja þetta. Það er ekki eins og menn fari bara út í búð og selji lán til stórra skipafyrirtækja eða stórra fyrirtækja," sagði Andri. Þá benti Andri á að fyrirætlanir um að flytja höfuðstöðva bankanna úr landi hefðu líka verið langsóttar. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmanns í slitastjórn Kaupþings, sem hefði borið fyrir dómi að verkefni á borð við Project Hans og Project Einar, sem snerust um að flytja Kaupþing úr landi, hefðu aldrei getað átt sér stað á árinu 2008. Þetta hefðu verið langtímaaðgerðir ef þær hefðu þá yfir höfuð verið raunhæfar. „Í hans athugun kom það fram að bankar eru ekkert fluttir hreppaflutningum," sagði Andri og vísaði í orð Jóhannesar. Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:36 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Það er ekki hægt að skipa mönnum í sjálfsmorð," sagði Andri Árnason, verjandi Geirs. H. Haarde, þegar hann ræddi lið 1.4 í ákæru gegn Geir. Andri sagði að sala eigna hafi verið afar torsótt í aðdraganda bankahrunsins. Brunaútsala hefði orðið svo mikið áfall fyrir efnahagsreikninga bankanna að það hefði orðið þeim að falli. Í þeim lið er Geir ákærður fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins í að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi. Andri sagði að frá hausti 2007 til 2008 hafi verið gíðarlegur samdráttur á því svæði þar sem eignir bankanna lágu. „Það þýddi ekkert að selja þá," sagði Andri. Eignir bankanna hefðu verið illseljanlegar. „Stór hluti af eignum banka eru útlán og menn rjúka ekki upp til handa og fóta og selja þetta. Það er ekki eins og menn fari bara út í búð og selji lán til stórra skipafyrirtækja eða stórra fyrirtækja," sagði Andri. Þá benti Andri á að fyrirætlanir um að flytja höfuðstöðva bankanna úr landi hefðu líka verið langsóttar. Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmanns í slitastjórn Kaupþings, sem hefði borið fyrir dómi að verkefni á borð við Project Hans og Project Einar, sem snerust um að flytja Kaupþing úr landi, hefðu aldrei getað átt sér stað á árinu 2008. Þetta hefðu verið langtímaaðgerðir ef þær hefðu þá yfir höfuð verið raunhæfar. „Í hans athugun kom það fram að bankar eru ekkert fluttir hreppaflutningum," sagði Andri og vísaði í orð Jóhannesar.
Landsdómur Tengdar fréttir Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07 Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22 Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:36 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Andri: Sönnunarbyrðinni snúið við Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði ekkert hvort aðgerðir, eins og selja eignir bankanna hafi verið raunhæfar. Ekki var heldur kannað hvaða áhrif slíkar aðgerðir myndu hafa á orðspor eða eiginfjárstöðu bankanna. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs Haarde, í málflutningi sínum sem hófst fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:07
Andri: Ákæruatriðin falla ekki undir forsætisráðherra Fjármálaeftirlitið, bankarnir og tryggingasjóður innistæðueigenda heyrðu undir viðskiptaráðuneytið en ekki forsætisráðherra, sagði Andri Árnason, verjandi Geirs H. Haarde, fyrir Landsdómi í morgun. Hann hóf málflutning sinn fyrir dómnum klukkan níu í morgun en Sigríður Friðjónsdóttir lauk málflutningi sínum í gær. Andri sagði að það væri því byggt á því af hálfu ákærða, að ákæruatriðin falli alls ekki undir forsætisráðherra. 16. mars 2012 09:22
Beint tjón ríkisins á ábyrgð Seðlabankans Eina beina tjónið sem ríkið hlaut af bankahruninu má rekja til Seðlabankans, en ekki til Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Þetta sagði Andri Árnason, verjandi Geirs, fyrir Landsdómi í morgun. 16. mars 2012 10:36