Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði 5. maí 2012 10:00 breiðafjörður Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. mynd/róbert a. stefánsson Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. [email protected] Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. [email protected]
Fréttir Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira